Jón Valur Jensson

Ég er fćddur í Reykjavík, ólst fyrst upp viđ Skerjafjörđ, en lengst inni viđ Sund, ţar sem Kleppsholtiđ og Vatnagarđar voru leiksvćđi mitt og allt út í Viđey, en skólasókn í Langholts- og Vogaskóla. Međ viđkomu í prentnámi og Gaggó Vest varđ ég stúdent úr M.R. voriđ 1971. Eftir ţađ stundađi ég um tveggja anna skeiđ nám í sagnfrćđi, latínu og grísku viđ Háskóla Íslands, en varđ guđfrćđingur frá sama skóla í febrúar 1979. Var síđan fjóra vetur viđ nám í kristinni siđfrćđi og trúarheimspeki sem og doktorsnám í frćđum heil. Thómasar frá Aquino viđ Háskólann í Cambridge (og St John´s College; er m.ö.o. Johnian, sem kallađ er ţar); doktorsritgerđinni lauk ég reyndar aldrei, tók hlé frá ritun hennar 1983 ađ ráđi leiđbeinanda míns (dr. G.R. Evans), en átti ekki afturkvćmt og hef ţví ekki ţá gráđuna.


Á sumrin vann ég ađ mestu fyrir mér sem verkamađur og vélgćzlumađur í Áburđarverksmiđjunni í Gufunesi, unz ég réđ mig á handfćrabát frá Stykkishólmi og vann upp frá ţví á mínum háskólaárum sem sjómađur á alls tíu togurum á Seyđisfirđi, Súgandafirđi, í Reykjavík, Ţorlákshöfn, Hafnarfirđi og á Ísafirđi (lengst á Gullveri NS, Trausta ÍS, Ásgeiri RE og Guđbjarti ÍS). Forstöđumađur Kvöldskólans á Ísafirđi 1983-84 og kenndi ţar ensku og ćttfrćđi. Stofnađi Ćttfrćđiţjónustuna í Reykjavík 1986, hef veriđ forstöđumađur hennar síđan, en helztu ţćttir starfseminnar hafa veriđ ćttfrćđinámskeiđ (m.a. mörg utan Reykjavíkur), ćttrakning og ćttarrannsóknir og sérhćfđ bóksala á sviđi ćttfrćđi, stéttatala og átthagarita (vs. 552-7100). Hef einnig fengizt viđ einkakennslu í latínu, ensku og íslenzku, prófarkalestur, yfirlestur handrita o.fl., auk ljóđagerđar. Prófarkalesari á Morgunblađinu í hálfu, fullu og hlutastarfi 2007-2015. Hef gefiđ út ţrjár ljóđabćkur: Sumarljóđ 1991, Hjartablóđ (1995) og Melancholic Joy (2011), auk ljóđatillags til tímarita, blađa og safnrita. Á ađ baki ritun fjölda blađagreina um margvísleg mál frá síđustu fjórum áratugum eđa svo, en ritađ margfalt meira á bloggsíđum frá miđju ári 2005, bćđi mínum eigin og félagasamtaka ţar sem ég hef veriđ međal leiđandi manna, m.a. í baráttu gegn Icesave-svikasamningum og innlimun Íslands í Evrópusambandiđ, sem og í skrifum fyrir Kristin stjórnmálasamtök (sjá um ţau vefsetur öll í vćntanlegri grein). Var einnig međ vikulega 20 mín. ţćtti á Útvarpi Sögu um nokkurra ára skeiđ, ţar til mér var stuggađ ţar út í ágúst 2012. Hef tekiđ saman fjölda framćtta og frćndgarđs manna, auk niđjatala (bćđi fyrir heilar ćttir og einstaklinga), og er langur listi yfir helztu samantektir mínar á ţví sviđi í nýjasta Guđfrćđingatali. Frá ţví um 2007 hef ég starfađ m.a. viđ ţýđingar, fasteignasölu og (ađallega) prófarkalestur. Ég er fráskilinn og fimm barna fađir.


Netfang mitt er jvjensson@gmail.com og síminn 616-9070 & (telephone from abroad): 00-354-5527100.


----------------oOo----------------


MEGINREGLUR vegna athugasemda á eftir vefgreinum mínum: Vegna princípafstöđu gegn nafnlausum skrifum á vefnum (ţar sem sumir virđast hafa lítiđ taumhald á orđbragđi sínu, geti ţeir skákađ í skjóli nafnleyndar) ákvađ ég ađ loka á pósta frá óskráđum. Ţar ađ auki úthýsi ég (1) ţeim póstum sem ekki eru frá nafngreindum mönnum (áskil mér ţó rétt til undantekninga frá ţeirri útilokunarreglu) eđa ţeim, sem a.m.k. mér sé kunnugt um, hverjir eru, (2) öllum póstum, sem í myndar stađ hafa andkristin merki eđa trúarlega niđrandi eđa ögrandi ađ mínu mati, og (3) ţeim póstum sem innihalda guđlast eđa órökstudd (einkum refsiverđ) meiđyrđi um annađ fólk. Međ ţessu vil ég einungis vera sjálfum mér samkvćmur og sannfćringu minni, sem og halda ábyrgđarlausum, óţriflegum innleggjum frá augum lesenda minna. En ljúft er mér ađ bjóđa hér til skynsamlegrar umrćđu um margvísleg andleg og veraldleg mál, jafnt um almćlt ţjóđmál og trúarleg efni sem á stundum fyrirferđarlítil nauđsynjamál, sem snerta lífiđ og lífsgildin.


ATHS. Vegna miđur geđslegrar rógsherferđar, sem haldiđ hefur veriđ uppi gegn mér af ýmsum sem virđast eiga léttara međ slíkt en ađ tjá sig á skynsamlegan hátt og međ rökrćđu (m.a. mönnum sem hatast út í kristna trú, kaţólska kirkju og biblíulegt siđferđi), skal tvennt tekiđ fram ađ auki:


1) Ţótt seinţreyttur hafi ég veriđ til lögsóknar gegn fjölmćlismönnum ţrátt fyrir ađ borđleggjandi sé, ađ ţar ćtti ég unnin mál fyrir rétti, áskil ég mér fullan rétt til ađ útiloka hvern ţann frá vefsíđum mínum, sem vegiđ hefur gróflega ađ ćru minni vegna trúar minnar, rökstudds álits eđa skođana eđa tekiđ (á netinu eđa á prenti) fullum fetum undir soralegt níđ af hatursmanna minna hálfu. Verđur lesendum mínum hlíft viđ slíkum óvinafagnađi á vefsetri ţessu.


2) Ég er höfundarréttarhafi ţeirrar myndar af mér, sem fylgir ţessari vefsíđu minni. Hér skal ţví ítrekađ (sbr. myndsíđu), ađ notkun myndarinnar er bönnuđ öđrum en dagblöđunum og ţeim, sem hafa til notkunar hennar skriflegt leyfi mitt. – PS. 22.8. 2010. Ég var ađ endurnýja myndina af mér, ţessi, sem hér er, er mun yngri en hin fyrri!

Ábyrgđarmađur skv. Ţjóđskrá: Jón Valur Jensson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband