Fćrsluflokkur: Ćttfrćđi, 'mannfrćđi'

Systir Sigmundar Davíđs, Nanna Margrét, er setzt á ţing

Nanna Margrét og Sigmundur Davíđ Gunnlaugsbörn sitja nú...

Sé ćttarfylgjan af fínustu gerđ,

ei frćndhygli réđ hennar gengi,

og megi hún ţjóđholl á ţjótandi ferđ

á ţinginu brilléra lengi.

 

Í frétt af ţessu (tengli hér neđar) má sjá nefnd ýmis dćmi um systkini sem áttu samleiđ á Alţingi, en ţar er ekki getiđ um eitt ţekktasta dćmiđ: Ólafur Thors (forsćtisráđherra lengi) sat ţing samfleytt í 38 ár, 1926-1964, en albróđir hans, Thor Thors (síđar ambassador í Washington og formađur sendinefndar Íslands hjá Sameinuđu ţjóđunum), var alţingismađur 1933-1941.


mbl.is Systir Sigmundar sest á ţing
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mikilvćgir vefir vegna persónusögu, ćttfrćđi o.fl.

Vefurinn Gardur.is á vegum Kirkjugarđa Reykjavíkurprófastsdćmis er mjög gagnlegur ţeim sem leita dánardćgurs eđa fćđingardags manna o.fl. uppl. út frá ţví. Hér verđur ađeins sagt frá ţví og aukavef ţar um tćpl. 22.000 manns víđa á landinu, ţ.e.a.s. nöfn og uppl. um fólk sem getiđ er á hinum árlegu dánarskrám í Almanaki Ţjóđvinafélagsins, og nćr ţessi heildarskrá, í stafrófröđ manna yfir tímabiliđ í heild, til áranna 1873-1964. Sú skrá er hér: gardur.is/almanak.php. Ţađ er mikill fengur ađ ţví ađ hafa fengiđ ţessar dánarskrár tölvusettar í stafrófsröđ – leitin ţar er einföld, og leitarforritiđ virkar vel.

Ađalvefurinn Gardur.is er hins vegar mun meiri, náđi upphaflega til kirkjugarđanna í Reykjavík, frá ţví um 1840 til okkar daga, en nú einnig til kirkjugarđa víđa eđa víđast um landiđ. Ţar er ekki ađeins ađ finna nöfn manna, fćđingar- og dánardag, starf og stađsetningu hins látna í kirkjugarđi, heldur einnig ćviskrár sumra einstaklinganna – ţó allt of fárra enn sem komiđ er. Kirkjugarđar Reykjavíkurprófastsdćmis hafa hvatt ćttingja látins fólks til ađ senda inn ćviágrip, og kostar ţađ einhverja lágmarksupphćđ ađ ganga frá ţeirri skráningu á vefnum. Međ tímanum gćti ţetta orđiđ eitt helzta gagnasafn persónusögu á Íslandi.


Til hamingju, Hafnfirđingar, međ ykkar stóra bć!

Hafnarfjörđur er einn rótgrónasti kaupstađur á Íslandi, ein bezta höfn ţar á miđöldum og hefur skipt miklu máli í sögunni. Ţeir fara fram úr athygli manns ţar í ţróuninni, 27-ţúsundasti Hafnfirđingurinn, stúlkubarn, fćddist 20. marz sl. Glćsilegt, og megi Hafnarfjörđur halda áfram ađ vaxa og dafna.
mbl.is Hafnfirđingar orđnir 27 ţúsund
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jón Jónsson er gott og gilt nafn

Á fyrri öldum var Jón lang-algengasta nafn Íslendinga. Fimmti hver karlmađur hét Jón áriđ 1703, viđ fyrsta manntal okkar. Jón Jónsson var ótrúlega algengt nafn. Áriđ 1801 báru 1342 menn ţađ nafn, ekkert aukanafn, utan tveir sem báru ćttarnöfn (Vídalín og Arnórsen). Međal ţeirra voru t.d. 16 tvítugir, 43 tíu ára og 39 tveggja ára. Ţessir 1342 Jónar Jónssynir áriđ 1801 voru 2,84% ţjóđarinnar, sem ţá var 47.240 manns.

Áriđ 1845 hétu heldur fćrri Jón Jónsson, 1284 alls, ţar af 18 fertugir, 20 ţrítugir, 22 tvítugir*, 17 tíu ára og 25 tveggja ára. Ţá báru sjö ţessara Jóna Jónssona millinafn (Geir, Páll, Kristinn, Eggert, Leví, Einar, Hákon), en allir voru ţeir í yngstu kynslóđinni (eins til 16 ára). Ţá sem fyrr voru ýmsir Jónar Jónssynir kallađir "yngri" eđa "eldri".

Áriđ 1845 töldust Íslendingar 58.558, hafđi ekki fjölgađ nema um 8.200 manns frá 1703, enda hjuggu Stóra bóla (1707) og móđuharđindin seint á 18. öld djúpt skarđ í ţjóđina. Viđ vorum 44.854 áriđ 1762, og ţá voru mestu harđćrisár náttúrunnar eftir.

En ţessir 1284 Jónar Jónssynir áriđ 1845 voru ţá 2,19% ţjóđarinnar (um eđa yfir 25. hver karlmađur). Lauslega taliđ í nafnalykli manntalsins 1845, ţar sem Jónar taka 122˝ blađsíđu, hétu ţá um eđa upp undir 4.600 manns Jónsnafni.

Jón Jónsson  Jón Jónsson er gott og gegnt nafn, ţví hétu t.d. tveir ţekktir menn og vinsćlir međ ţjóđinni, sem mörg okkar muna eftir, jarđfrćđingurinn og fiskifrćđingurinn (myndin er af ţeim síđarnefnda, sem var fyrsti forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, 1965-1984). Málvinur minn einn er Jón Jónsson á Seltjarnarnesi, fyrrverandi kaupmađur. Áđur og fyrrum báru margir ţekktir menn nafniđ. Í Íslenzkum ćviskrám (III., V. og VI. bindi) eru 160 Jónar Jónssynir, ţar af sex a.m.k. međ aukanafn (Bergsted, Johnsen, Björnsen, Einar, Sigurđur Vídalín, Kristmundur, Auđun).

Nú er svo um skipt, ađ nafniđ Jón Jónsson gerist ć sjaldgćfara. Hefur engum veriđ gefiđ ţađ fulla nafn í rúma ţrjá áratugi, sbr. fréttartengil hér neđar. Hnarreistir geta menn ţó boriđ ţađ ágćta nafn, og ţađ gerir m.a. söngvarinn vinsćli, ritstjóri Monitors, sem heitir reyndar millinafni líka, og ţessi ungi mađur, sem 12 ára lét breyta nafni sínu í Jón Jónsson.

Vinsćldir Jóns-nafnsins á Íslandi má rekja til tignunar Jóhannesar skírara (Jóns baptista), Jóhannesar guđspjallamanns (Jóns evangelista) og Jóns helga Ögmundssonar, biskups á Hólum (d. 1121) -- en margar kirkjur voru helgađar ţeim -- og einnig til mikilmennisins Jóns biskups Arasonar á Hólum (ef smellt er á nafniđ, geta menn séđ ţar ćttir hans raktar).

* Ţar af einn sem er rangfćrđur til aldurs (sagđur 19 ára) í Nafnalykli ađ Manntali 1845 á Íslandi, nćstneđstur í III. bindi, s. 816 (í Melkoti í Leirársókn). 

Heimildir: nafnalyklar viđ manntölin 1801 og 1845 og almennar mannfjölda-upplýsingar, sem m.a. eru ásamt öđru teknar saman í námskeiđshefti mínu, Ćttfrćđinámskeiđ í Reykjavík, á síđunni Manntöl 1703-1930.


mbl.is Enginn Jón Jónsson síđustu ţrjátíu ár
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband