Fćrsluflokkur: Skođanakannanir

Ađeins 12,4% styđja ríkisstjórnina -- nei segja 85,2% -- á vef Útvarps Sögu. Fćrri ţar styđja hana en óvinsćlan Frakklandsforseta!

Ţetta kemur mér ekki á óvart, svo illa hefur ţessi ríkisstjórn reynzt ţjóđinni, hugsar um sig og sína flokka, en eykur álögur á lands­menn, nú síđast međ veg­gjöldum ofan á um 70 milljarđa bifreiđa-, benzín- og olíugjöld sem ađ mestu leyti fara í allt annađ en sam­göngu­málin, og samt reyna ţeir ađ réttlćta ný veggjöld!
 
Macron Frakklandsforseti nýtur ekki nema 18% fylgis, enda veriđ hart og maklega gagnrýndur og ekki ađeins af gulu óaldar­hóp­unum, sem ćđa ţar um borgir, brjótandi allt og bramlandi. En ţessi óvinsćla ríkisstjórn okkar virđist trausti rúin, jafnvel međal margra í eigin flokkum, og ekki bćtti ţađ um fyrir henni ţegar fréttist, ađ nú er bćtt viđ á fjórđa hundrađ milljóna króna árlega til flokks­skrifstofa ţeirra! Ţetta getum viđ hćglega kallađ opin­bert rán úr ríkissjóđi og minnir á ţađ hvernig ţýzkir furstar og skandinav­ískir kóngar og síđar franskir stjórnar­byltingar­menn létu greipar sópa um kirkjufé. Samt höfđu ţingflokkarnir neytt fćris strax eftir kosning­arnar 2017 til ađ stórhćkka ríkisstyrki til stjórn­mála­flokka, í beinu hlutfalli viđ höfđatölu ţeirra á Alţingi!!
 
Nú í haust höfđu borizt fregnir af gríđar­legum skuldum bćđi Sjálfstćđis­flokks og Vinstri grćnna, upp á marga tugi milljóna. Ráđiđ sem ósvífnir stjórn­mála­menn hafa viđ ţví er ađ ausa fé úr ríkissjóđi beint í Valhöll og ađrar skrifstofur flokkanna, alveg fyrir utan svínslega há laun ţingmanna. En vitaskuld ćttu alţingis­menn ađ teljast stórlega vanhćfir til ađ taka ákvörđun um ađ hygla svo svívirđi­lega sínum eigin flokkum á kostnađ alţýđu, enda engin hemja, hve svimandi háar ţessar upphćđir eru orđnar (sem voru "ekki nema" um 1300-1400 milljónir á hverju kjörtímabili til 2017)!
 
Skuldirnar, sem ţeir geta nú borgađ, komu ekki ađeins til af dag­legum rekstri flokkanna, heldur af stríđs­kostnađi ţeirra vegna alţingis­kosninga! Ţótt fáir hafi lengur geđ í sér til ađ styđja flokka sína međ framlögum (eđa kaupum á happdrćttis­miđum eins og tíđkađist áđur), ţá er almenningur samt látinn borga brúsann! Ţessir rćningjaflokkar tryggja međ ţessu áframhaldandi yfirburđi sína á sviđi auglýsinga- og kynningarmála.
 
Vilji menn breyta ţessu međ nýjum ađferđum nýrra flokka, verđa ţeir ađ virkja hugsjónarfólk til útbreiđslu­starfa, hvern í sínu byggđ­ar­lagi eđa borgarhverfi; ţetta er vel hćgt međ góđum undir­búningi í tćka tíđ fyrir kosningar!
 
Dalandi gengi ríkisstjórnarinnar eftir kosningarnar sést líklega óvíđa eins skýrt og međal hlustenda Útvarps Sögu (sami andi er ţar međal innhringjenda), en ţađ mun ekki sízt koma til af ţví, ađ ţar eru fátćkir, öryrkjar og eftirlaunaţegar fjölmennir.
 
Í nýrri skođanakönnun MMR, birtri í dag, hefur Sjálfstćđis­flokkurinn tćplega 22,1% fylgi (skv. heimasíđu MMR, rangt á Mbl.is), Sam­fylk­ingin 16,9%, Píratar 14,4%, Vinstri grćn 12,9%, Framsókn­ar­flokkurinn 12,5% (bćt­ir viđ sig fimm pró­sentu­stig­um frá síđustu könn­un) "Viđreisn" 8,5%, Miđflokkurinn 5,9% (var međ 13,1% síđast, fyrir Klaustur­máliđ) og Flokkur fólksins 4,2% og hefur ţá tap­ađ 3,4 af sínum pró­sentu­stig­um. Ađrir flokkar fengu 2,6%.
 
Í ţessari könnun MMR segj­ast 40,3% styđja rík­is­stjórn­ina (39,9% síđast). Könn­un­in var fram­kvćmd 5.-11. des­em­ber (sem sé ađ mestu fyrir fréttirnar af stór­hćkkuđu flokks­styrkjunum og fyrir SŢ-fólks­flutn­inga­ráđstefn­una í Marokkó, sem hneykslađi marga hér, en ríkis­stjórnar­flokkarnir gerđust sekir um ađ láta einn fulltrúa Íslands skrifa upp á ţá afar skuld­bind­andi pappíra, án ţess ađ ţingi og ţjóđ hefđi veriđ kynnt máliđ, enda ekki hirt um ađ ţýđa 34 blađsíđna sáttmálann á íslenzku!! Ţetta vita ţví ekki allir, jafnvel ekki ennţá, en hlustendur Útvarps Sögu eru ţó einmitt vel upplýstir um ţađ mál.)
 
Í könnun ÚS var spurt: Styđur ţú ríkisstjórnina? Niđurstađan var eftirfarandi:
 
Nei 85,2%
Já 12,4%
Hlutlaus 2,4%
Heimild: frétt Jóhanns Kristjánssonar tćknimanns á vef ÚS:

PS.  Hér var í gćr rćtt um nokkur mál, sem vakiđ hafa megna óánćgju, en ýmist veriđ á vegum Sjálfstćđisflokksins eđa ríkisstjórnarinnar sem slíkrar. Ţar á ég viđ:

 • Ţriđja orkupakkann frá Evrópusambandinu,
 • SŢ-ţjóđflutninga-samţykktina,
 • stórlega íţyngjandi og kostnađarsöm ESB-persónuverndarlög,
 • fósturdeyđinga-frumvarpiđ (sem ţau voguđu sér jafnvel ađ gera ađ stjórnarfrumvarpi!!),
 • vegtollamáliđ skyndilega
 • og 90 milljarđa aukaútgjöld í Flugstöđ Leifs Eiríkssonar! (mál sem skipulagsstjóri segir ađ eigi fremur ađ vera á könnu flugfélaga en ríkisins).

Ýmis ţessara mála eiga sinn stóra ţátt í ţví ađ fćla marga kjós­endur Sjálf­stćđis­flokks­ins frá honum; hefur ţeim óánćgju­röddum fariđ fjölgandi og gerzt hávćrari nú í haust. Međal ţeirra, sem mest gagnrýna forystu flokks­ins í ţessum málum, eru langtíma-stuđn­ings­menn flokksins eins og Halldór Jónsson verk­frćđingur, Jón Magnússon hrl., Hrólfur Hraundal, Halldór Egill Guđnason og ritari forystu­greina í Morgunblađinu!


Ánćgjuleg tíđindi: einungis smáflokkar orđnir eftir í pólitíkinni, skv. MMR

Sjálfstćđisflokkur féll í 19,8% (slefar ţó enn yfir Svíţj.demókrata), Sam­fylk­ing međ 16,6%, Miđflokkur 12,1%, VG 11,5%, Pírat­ar 11,3%, Fram­sókn­ar­fl. 8,8% (bćtti viđ 1%), Viđreisn 7,8% (2,1% hrundu af henni), Flokkur fólks­ins bćtir sig í 7,3%, en var síđast međ 5,9% í hliđstćđri könnun MMR 22. október (ţessi könnun fór fram 8.-12. nóvember).

Og ţađ sem meira er: Einungis "37,9% sögđust styđja rík­is­stjórn­ina nú, sam­an­boriđ viđ 43,2% í síđustu mćl­ingu, ađ ţví er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá MMR" (mbl.is).

Er ţetta einhvers konar ógćfuliđ sem situr á Alţingi Íslendinga? Á máliđ ekki enn eftir ađ versna hjá Sjálf­stćđisflokki, ef hann svíkur mótađa lands­fundar­stefnu međ ţví ađ leyfa ţing­mönnum sínum ađ kjósa Ţriđja orku­pakka ESB? Rýkur ţá ekki Miđflokk­urinn upp fyrir hann í fylgi, eins og Styrmir er farinn ađ ýja ađ, en Sjálf­stćđis­flokkurinn niđur í ţađ ađ fá áttunda hvert atkvćđi (12,5%, svipađ og Miđflokkurinn er međ nú, 12,1%).

Verđur ţá hallarbylting í Sjálfstćđisflokknum, eđa verđur landsfundar­tillaga um ađ breyta nafni hans í Ósjálfstćđis­flokkinn naumlega felld?

Hvađ viđ mun taka, er enn óljóst, en greinilega er pláss ţarna fyrir fleiri smá­flokka. Sameinist jafnvel einhverjir slíkir, eins og ţreifingar eru um, gćti ţađ breytt miklu. En takiđ eftir ţessu: í könnun MMR 22. okt. kusu 2,3% "annađ", en nú hefur sú tala rúmlega töfaldazt, orđin 4,7%.

Ekki er ţađ beysiđ fylgi ríkisstjórnarinnar, ađ ná ekki 38 prósentum, greinilega enginn spenningur fyrir henni! Enn frekar yrđi ţađ henni til ófrćgđar, ef ofbeld­is­fullt fósturvígsfrumvarp verđur boriđ fram sem stjórnarfrumvarp. Ţá er kominn tími til ađ prestar landsins sameinist um ađ biđja fyrir heill og hag ófćddra barna, ţvert gegn vilja vegvilltra stjórn­valda, sem međ stuđningi viđ frumvarpiđ vćru ađ ögra Ţjóđ­kirkjunni međ stefnu sem gengur gróflega í berhögg viđ yfir­lýsingar Kirkju­ţings og Presta­stefnu í fóstur­varna­málum, en ţetta eru einróma og bindandi samţykktir ćđstu stofnana Ţjóđkirkjunnar.


mbl.is 38% styđja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Óvinsćll Dagur B. af braggamáli o.fl. vandrćđamálum?

Ekki kom hann vel út úr sólarhrings langri skođanakönnun Útvarps Sögu, sem var ađ ljúka rétt í ţessu. "Á Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ađ segja af sér?" var spurt ţar. 554 tóku ţátt. JÁ sögđu 90,8%. NEI sögđu 8,3%, en 0,9% sátu hjá. Ekki er stađan beysin samkvćmt ţessari mćlingu. Viđ vonum ţó, ađ hann braggist af veikindum sínum.

PS.

Og vitaskuld er ég ekki ađ halda ţví fram, ađ skođanakannanir Útvarps Sögu séu áreiđanleg mćling á afstöđu ţjóđarinnar; hlustendur ţar og notendur vefs ÚS eru ugglaust heldur eldri (og reyndari!) en ţverskurđur af ţjóđarmassanum myndi gefa til kynna. En ţora ţá ađrir, Gallup o.fl., ađ láta fara fram ađra og skárri skođanakönnun um máliđ?


Á ađ banna laxeldi á Vestfjörđum?

var spurt í skođanakönnun Útvarps Sögu. Niđurstađan var birt á hádegi í dag og reyndist mjög afgerandi. NEI sögđu 77,78%. JÁ sögđu ađeins 18,95%. 

"Á Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ađ segja af sér?" er spurt ţar í nćstu könnun og tilefniđ ugglaust "braggamáliđ" o.fl. hneykslismál sem nú eru dregin fram um rekstur borg­arinnar, sbr. skarpa grein Hildar Björnsdóttur borgar­fulltrúa í miđopnu Morgun­blađsins í dag: "Byggja borgir bragga?" og eitilharđan leiđara blađsins: "Óskilj­anleg forgangs­röđun" ţar sem talađ er gegn gegndar­lausri sóun á fjármunum borgarbúa í hin ađskiljan­legustu gćluverkefni.

Eins og Hildur vekur athygli á, stefna ráđamenn í borgarstjórn ađ ţví ađ hirđa 14 milljarđa í arđ af Orkuveitunni fremur en ađ lćkka álögur og ţjónustu­gjöld. Ennfremur er borgin međ útsvar í hćstu hćđum og hefur hćkkađ skattgjöld sín um 30 milljarđa á ári, á sama tíma og skuldir hafa aukizt um 45% og halda enn áfram ađ aukast! Ţá er nú tilvaliđ ađ byggja flottan nútíma-bragga upp á nćr hálfan milljarđ og eyđa nćr milljón í nokkur strá ţar um kring! Um ţađ er líka fjallađ í Staksteinum Moggans í dag, einum snarpasta föstum ţćtti í íslenzkri blađamennsku.

Ég er sammála ţeim sem vilja verja laxeldi á Vestfjörđum og Austfjörđum, ţótt fara ţurfi međ gát međ smithćttu o.fl. Enn­fremur ćttu sveitarfélög ađ leggja áherzlu á, ađ eignarhaldiđ verđi ekki alfariđ norskt!


mbl.is Björt fer međ rangt mál
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Styđur ţú ríkisstjórnina?

Ţannig var spurt á vef Útvarps Sögu frá föstudegi til ţessa mánudags á hádegi. Niđurstađan kemur á óvart, var meira afgerandi en í nokkrum öđrum slíkum könnunum fram til ţessa. Já sögđu 15,1%, en NEI rúmlega 82%!

Ekki hefur ESB-undirgefni ţessara stjórnvalda aukiđ vinsćldir ţeirra, nema síđur sé:

1) Persónuverndarlögin, samţykkt í vor, valda sveitar­félögum og ríkis­stofn­unum miklum fjárútlátum. Nú síđast í háegisútvarpi Rúv kom í ljós, ađ enn eiga mörg ţeirra eftir ađ ráđa sér persónuverndarfulltrúa, međ sínum mikla til­kostn­ađi, auk ţess sem refsivöndur ESB mun til frambúđar hanga yfir ţeim, međ afar háum sektardómum, allt ađ 2,2 milljörđum króna, fyrir brot gegn löggjöfinni, og ţeir sektar­dómar verđa ekki einu sinni kveđnir upp hér á landi né áfrýjan­legir til Landsdóms eđa Hćstaréttar Íslands! -- Evrópu­samband­inu var framsalađ allt dómsvald í málunum! Svei ykkur, alţingismenn! Svo er ţessi löggjöf strax farin ađ hafa hamlandi áhrif á netinu, menn verđa fyrir töfum vegna ţessa og ađ sum vefsetur eru gerđ ţeim óađgengileg, jafnvel prýđis-vefsetur, og samskiptum viđ Ameríku o.fl. heimshluta er sízt hjálpađ vegna ţessa. Í takti viđ önnur flćkjulög ESB getur stórveldiđ svo eftir á bćtt nýjum skilgrein­ingum mála, ţannig ađ áhrif ţessara persónuverndalaga verđa enn víđtćkari en séđ var fyrir í byrjun, án ţess ađ viđ höfum nokkur áhrif á ţađ, og er ţess ţegar fariđ ađ gćta.

2) Oftrúna á "manngerđa hlýnun vegna kolvetnismengunar" hafa stjórn­völd hér, í fullkominni međvirkni međ ESB og fleiri ríkjum heims, gert ađ tálm­andi löggjöf hér, međ sérstökum kolvetnissköttum ađ óţörfu, og sitjandi ríkis­stjórn hefur međ nýlegum ákvörđunum gengiđ enn lengra, hćkkađ ţá ađ mun og ţykist stćrilát hafa gert vel, en verđskuldar skammarheitiđ Kolvetnisstjórnin fyrir vikiđ, en hún ćtlar ađ láta banna innflutning benzín- og diesel-knúinna ökutćkja áriđ 2030, eftir ađeins tólf ár!!

3) Ţriđji orkumálapakki Evrópusam­bands­ins hangir eins og refsisverđ yfir ţjóđinni, ţví ađ ríkisstjórnin hefur nú leyft, ađ ţađ mál verđi tekiđ á dagskrá Alţingis í febrúar á nćsta ári! Umsvifalaust ber ađ hafna ţeim pakka, eins og a.m.k. einn ţingflokkur vill (Miđflokkurinn), enda yrđi ţetta mikil áţján fyrir íslenzku ţjóđina, myndi hćkka hér stórlega verđlag á raforku, tvöfalt til ţrefalt, og valda hér verđbólgu. Ekkert gagn hefđum viđ af ţeim "pakka" og yrđum sennilega tilknúin af "Lands­reglara" ESB hér, sem tćki viđ hlutverki Orku­stofnunar (og yrđi hvorki undir­settur stjórn­völdum né dómstólum hér!), til ađ selja rafmagn gegnum sćstreng til útlanda.

Viđ erum ţví međ stjórnvöld, sem í međvirkni međ smeđjulega "dipló" fulltrúum erlends valds og tízkuhreyfinga eins og loftslags-hjátrúarinnar láta narra sig til ađ gera skulbindandi sáttmála fyrir Íslands hönd, oftast án ţess ađ bera ţađ undir kjósendur sína eđa flokksmenn og jafnvel í beinu trássi viđ samţykktir eigin landsţings eins og í tilfelli Sjálfstćđisflokksins. Ţađ er ekki búiđ ađ samţykkja hér Ţriđja orkupakkann, en varaformađur flokksins, iđnađarráđherra, vinnur ađ ţessu máli ţvert gegn samţykkt landsfundar flokksins í marz á ţessu ári og í beinni mótsögn viđ einróma samţykkt fjölmenns fundar sjálfstćđismanna (bođađs af nokkrum hverfafélögum flokksins) í Valhöll 30. fyrra mánađar.


Hver á ađ verđa nćsti forsćtisráđherra? Óvćntar niđurstöđur?!

"Hvern vilt ţú sjá sem nćsta forsćt­is­ráđherra?" Ţannig var spurt yfir helg­ina ţar til nú á hádegi á vef Útvarps Sögu. Niđur­stađan er komin, hlust­end­ur út­varps­ins og ađrir not­endur vefs ÚS kusu ţessa (og afar fáir, 1/28, kusu Katrínu, núver­andi forsćtis­ráđherra):

 • Sigmund Davíđ Gunnlaugsson (59,40%) -- nćr 6 af hverjum tíu!
 • Ingu Sćland (19,50%) -- ţađ munar um slíkt fylgi.
 • Bjarna Benediktsson (8,87%) -- lítiđ hjá formanni stćrsta flokksins!
 • Katrínu Jakobsdóttur (3,55%) -- já, ađeins einn af hverjum 28 kaus hana!!!
 • Loga Einarsson (3,19%) -- hann og ađrir hér fyrir neđan hafa ekkert í ţetta!
 • Sigurđ Inga Jóhannsson (2,13%) -- ţrátt fyrir ađ hafa mátađ sig í ţann ráđherrastól!
 • Smára McCarty (1,77%) -- jafnvel meira en ESB-innlimunarsinninn Ţorgerđur!
 • Ţorgerđi Katrínu Gunnarsdóttur (1,60%) -- greinilega enginn áhugi almennings á fullveldis­framsali "Viđreisnar" og ESB-taglhnýtinga á sjálfu aldarafmćli fullveldis okkar og sjálfstćđis!

Til hamingju međ kvenréttindadaginn, íslenzkar konur! -- Og af skođanakönnun

Ţađ er sjálfsagt ađ hafa ţennan dag í heiđri og minnast alls ţess sem konur hafa gert fyrir okkar samfélag, í uppeldis- og félagsmálum sem á mörgum öđrum sviđum mannlífsins, og nú eru ţćr verulegur meirihluti háskólanema, ţađ bendir til bjartari framtíđar.

Hér er myndband međ hinum frćga og vinsćla sálfrćđiprófessor Jordan Peterson, ţar sem hann sýnir fram á jafna vitsmunagetu kvenna á viđ karla:

...

Međan ég hef ekki fundiđ aftur myndbandiđ, geta menn séđ hér mikinn fjölda myndbanda međ Peterson ţar sem hann fjallar um konur (og karlmenn), mjög margt áhugavert ţar:

https://www.youtube.com/results?search_query=Jordan+Peterson+women

Eitt mál enn: Rćtt er um ađ bćta stöđu einkarekinna fjölmiđla, Lilja Dögg menntamálaráđherra var í sjónvarpsviđtali um ţađ mál. Í skođanakonnun, sem stóđ í sólarhring á vef Útvarps Sögu og niđurstöđur birtar úr nú í hádeginu, var spurt hvort ríkiđ ćtti ađ styrkja einkarekna fjölmiđla. 53% sögđu JÁ, 40% sögđu NEI, en ađrir voru hlutlausir. Ég mun svo fjalla nánar um ţau mál hér undir kvöldiđ.


Ný skođanakönnun ÚS međ óvćntar niđurstöđur

Hvađa flokk myndir ţú kjósa í borg­ar­stjórn­ar­kosningunum ef kosiđ yrđi í dag?

var spurt ţar. Miđflokkurinn er ţar efstur međ 19,63% atkvćđa, Eyţór Arnalds & Co. kemur ţar í humátt á eftir Vigdísi Hauksd. & Co. međ 16,16%, ţví nćst Flokkur fólksins 14.72% og Framsókn 14.31%, Borgin okkar 11.04% og Íslenska ţjóđfylkingin 8.38%, en ađrir flokkar međ minna en 5%. Athyglisvert er, ađ Samfylkingin er međ einungis 0,41% atkvćđa umfram Sósíalistaflokk Gunnars Smára, en VG međ ekkert atkvćđi! Íslenska ţjóđfylkingin er ţarna međ 2,28 sinnum meira fylgi en samanlögđ Samfylkingin, Píratar, VG og Viđreisn!
Ţetta sögđust menn myndu kjósa í könnuninni:
 
   • Miđflokkinn (19.63%)
   •  
   • Sjálfstćđisflokkinn (16.16%)
   •  
   • Flokk fólksins (14.72%)
   •  
   • Framsóknarflokkinn (14.31%)
   •  
   • Borgina okkar - Reykjavík (11.04%)
   •  
   • Íslensku ţjóđfylkinguna (8.38%)
   •  
   • Frelsisflokkinn (4.50%)
   •  
   • Höfuđborgarlistann (3.48%)
   •  
   • Samfylkinguna (2.45%)
   •  
   • Sósíalistaflokkinn (2.04%)
   •  
   • Karlalistann (1.23%)
   •  
   • Alţýđufylkinguna (0.61%)
   •  
   • Viđreisn (0.61%)
   •  
   • Pírata (0.61%)
   •  
   • Kvennahreyfinguna (0.41%)
   •  
   • Vinstri grćna (0.00%)
   •  
 

Ómarktćk "skođanakönnun" hins rammhlutdrćga Fréttablađs!

Hvernig dettur blađamönnum mbl.is í hug ađ taka mark á "skođanakönnun" Fréttablađsins?!!!

Eđa blasir ţađ ekki viđ sjónum allra hugsandi manna ađ ţessi skođanakönnun blađsins er gersamlega ómarktćk?

Eđa hvernig myndu menn líta á ţađ, ađ MORGUNBLAĐIĐ fćri ađ láta blađamenn sína hringja út um allan bć til ađ spyrja fólk hvernig ţađ ćtli ađ kjósa?! Tćkju menn mark á niđurstöđunni? Teldu menn Moggann og hans menn sjálfkrafa áreiđanlega og könnunina trausta?! Heldur betur ekki! -- enginn vinstri mađur tćki mark á henni. En ţeir gera enga athugasemd viđ hitt, ađ ESB-Fréttablađiđ hans Jóns Ásgeirs ESB-innlimunarsinna ţykist geta framkvćmt trúverđuga skođanakönnun um stórpólitísk mál, blađiđ sem studdi stjórn Steingríms J. og Jóhönnu í gegnum ţykkt og ţunnt, međan ţađ níddi niđur og hćddi Jón Bjarnason ráđherra, Vigdísi Hauksdóttur alţm. og Gunnar Braga Sveinsson međan hann sem utanríkisráđherra var enn ađ reyna ađ ógilda Össurar-ESB-umsóknina -- blađiđ sem studdi Icesave-samningana ólögmćtu, ţvert gegn ţjóđarhag og ţjóđarrétti!

En skođanakönnun blađs, sem er rammhlutdrćgt um íslenzk stjórnmál, skođanakönnun framkvćmd međ ţví sniđi ađ hringja í menn persónulega skv. símanúmerum ţeirra, er vitaskuld EKKI sambćrileg viđ LEYNILEGA KOSNINGU til borgarstjórnar eđa Alţingis!

Ritstjórar Moggans hafa ţó ţá sjálfsvirđingu ađ láta ekki eigin starfsmenn hringja í menn persónulega í slíku máli, enda yrđu ţeir ţá fljótt bornir ţeim sökum ađ stunda PERSÓNUNJÓSNIR!

Ritstjórn Moggans hefur ţá sjálfsvirđingu ađ láta óháđa, faglega ađila framkvćma fyrir sig skođana­kannanir, ţ.e.a.s. Félags­vísinda­stofnun HÍ, Gallup eđa MMR.

Hvenćr ćtlar Fréttablađiđ ađ láta af ţessu einelti sínu og ófaglegu vinnubrögđum og hćtta ađ selja mönnum köttinn í sekknum í "ókeypis blađi" sem varpađ er inn fyrir hvers manns dyr?

Og segiđ mér, vinstri menn: Af hverju ćttu ţeir, sem eru lengst frá Fréttablađsmönnum í pólitík, t.d. kjósendur Íslensku ţjóđfylk­ing­ar­innar og Frelsisflokksins, ađ upplýsa hina fyrrnefndu um ţađ, hvađ ţeir ćtli ađ kjósa? Ćtli margir ţeirra (t.d. óflokksbundnir, en leyndir stuđningsmenn í hjarta sínu) kćri sig nokkuđ um ađ vinstri menn Frétta­blađsins komist í slíkar upplýsingar um ţá?

Ţađ sýnir sig líka í tveimur síđustu meintu könnunum Frétta­blađs­ins, ađ ţar er fjöldi manns sem vill ekki upplýsa um afstöđu sína í komandi kosningum (eru ţar báđum megin viđ 20%) fyrir utan ţá, sem segjast óákveđnir. Alls eru um 35% ýmist óákveđnir eđa vilja ekki gefa ţađ upp, hvađ ţeir ćtli ađ kjósa, í ţessari nýjustu "könnun" sem vinstri menn ţykjast taka sem marktćka!

En á endanum mun ţađ koma í ljós, ađ kjósendur ÍŢ verđa ekki 0 talsins, eins og Fréttablađiđ rapporterađi í gćr, heldur eiga ţeir eftir ađ koma ykkur sannarlega á óvart međ fjölda sínum!


mbl.is Samfylkingin međ mikla forystu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vigdís Hauks međ tvöfalt fylgi á viđ Líf í VG. Miđflokkur međ 161% meira fylgi en Framsókn

Ţetta er skv. skođanakönnun Félags­vísinda­stofnunar HÍ áđur en full kynning frambjóđenda 17 flokka liggur fyrir. "Viđreisn" er međ 5,15 sinnum minna fylgi en Sjálf­stćđis­flokkur og ađeins einn borgarfulltrúa.


mbl.is Meirihlutinn heldur naumlega velli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband