Fćrsluflokkur: Suđurland

Til hamingju, Vestmannaeyingar, međ nýjan Herjólf!

Loksins er hann kominn frá skipasmíđa­stöđ­inni í Gdynia í Póllandi, lang­ţráđ skip og vel búiđ, ţótt ţađ risti grynnra en "gamli" Herjólfur. Sjálfur kom ég fyrst til Eyja međ enn eldri Herjólfi, um eđa upp úr 1961, ţegar fađir minn leysti ţar af sem vélstjóri, en Sigurđur O.K. Ţorbjörnsson yfirvélstjóri ţar. Ţađ voru ćvintýra­ferđir, ţótt sjólagiđ fyrir Reykja­nes­röst gćti fariđ í magann á manni! En síđar kom ég ţangađ á togara frá Hafnar­firđi og enn síđar í skemmtiferđ til vina.

Vonandi verđur góđ reynsla af siglingum ţessa nýja Herjólfs, ţótt mađur sé, vegna vandrćđa­gangs og fjárausturs í Landeyjahöfn, sem og vegna samgöngu­erfiđleika á köflum, farinn ađ halda, ađ tillaga Árna Johnsen um jarđgöng til Eyja hefđi gefizt langbezt.

Falleg mynd af Herjólfi á leiđinni til Eyja (ţakkir, Tryggvi Már!):

Nýi Herjólfur viđ Bjarnarey í gćr. TRYGGVI MÁR, EYJAR.NET


mbl.is Nýr Herjólfur kom undir kvöld
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Banna ber alla lausagöngu vígalegra hunda og aflífa ţá sem ráđast á börn

Hér er í raun hrikalegt ástand í ţessu efni, ítrekađar árásir hunda á börn og ađra saklausa, t.d. póstburđarfólk. Ţađ er orđiđ mjög mikiđ um hundahald, margir ţeirra reyndar litlu stćrri en kettir, en einnig stórir og vígalegir hundar sem bćđi fyrir óađgćzlu og ábyrgđarleysi hafa sloppiđ og ráđizt á menn og skepnur. Vill ţetta nokkur í alvöru? 

Hrćđilegt var ađ lesa um stúlkuna níu ára, sem viđ skólann sinn í Reykjanesbć varđ fyrir árás hunds sem beit hana illilega í magann og klórađi hana í framan.


mbl.is Stúlka bitin og klóruđ af hundi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Til hamingju, Kristján 2., vígslubiskup í Skálholti !

Vel er hann kominn ađ ţví embćtti, sem hann fekk biskupsvígslu til í dag, viđ fjölmenni presta og leikmanna í vel setinni Skálholtsdómkirkju. Međal bođsgesta voru nokkrir biskupar, fyrirrennari hans Kristján Valur Ingólfsson, sem lćtur nú af starfi viđ góđan orđstír, fulltrúar norrćnna kirkna og herra Davíđ Tencer Reykja­víkur­biskup, sem er biskup kaţólskra á Íslandi. Einnig, međal bođsgesta á fremsta bekk, var dr. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, sem ásamt dótturdóttur sinni var međal ţeirra sem gengu til altaris. En Guđni Th. Jóhann­es­son, forseti Íslands, var ekki viđstaddur ţessa biskupsvígslu.

Um sr. Kristján Björnsson fjallađi ég hér (međ myndum), ţegar hann hlaut sína kosningu í embćttiđ:

Nćsti vígslubiskup í Skálholti: sr. Kristján Björnsson

Guđ blessi hann og allt hans fólk og söfnuđi landsins. Ţví má bćta viđ, ađ herra Kristján er sonarsonur Sigurđar Stefánssonar, vígslubiskups á Hólum.

Skálholtsdómkirkja var ţétt setin er nýr vígslubiskup var vígđur til ...


mbl.is „Kristján kveđur og Kristján heilsar“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsti vígslubiskup í Skálholti: sr. Kristján Björnsson

Séra Kristján Björns­son verđur bráđlega vígđur sem vígslu­bisk­up í Skál­holti, en hann hlaut kosningu ţar í seinni umferđ biskups­kosn­inganna, ţegar taliđ var upp úr köss­unum í dag, hafđi ţar betur en séra Ei­ríkur Jó­hanns­son í Hruna. Af 682 at­kvćđum hlaut Kristján 371, ţ.e. 54%, en sr. Eiríkur 301 at­kvćđi eđa 44%.

Kristján var fyrst prestur í Breiđabólsstađarprestakalli í Húnavatnsprófastsdćmi, rúm 9 ár, en ţjónađi síđan lengi í Vest­mannaeyjum, um 17 ára skeiđ, en síđan uppi á landi, í Eyrarbakkaprestakalli um tveggja ára skeiđ og hefur veriđ Kirkjuráđs-mađur um nokkurt árabil, auk margháttađrar reynslu annarrar, m.a. sem ritstjóri Kirkjuritsins og viđ sálgćzluţjónustu. Hann er hinn mćtasti mađur, af kynnum mínum af honum ađ dćma. Í nýju starfi hans reynir á, ađ ţar sé hann mađur fólksins og kenni­mađur góđur, en jafnframt hagsýnn og úrrćđa­góđur um rekstur Ţjóđ­kirkjunnar og hugsan­lega nýjar leiđir, sem fara ţarf, svo ađ hún geti gegnt hlutverki sínu međ sóma. Ekki hvađ sízt er ţar mikil­vćgt, ađ hann geti átt hlut ađ ţví ađ stöđva flóttann frá kirkjunni, sem vantrúar­menn róa undir međ lúmskum áróđri og hefur jafnframt aukizt vegna fáeinna alvarlegra hneykslis­mála og ennfremur vegna óánćgju međ lausungu í siđabođun og kenningu ţar sem sízt skyldi (sbr. um ţađ og fleiri mál HÉR).

 Hér er sr. Kristján međ konu sinni, Guđrúnu Helgu Bjarnadóttur, leikskóla­kennara og leiđsögumanni. Sjá nánar um ćviatriđi hans, störf og ţjónustu, ţessa vefsíđu hans. Hann er einnig ađ finna á Facebók.

Séra Kristján tekur viđ af herra Kristjáni Vali Ingólfs­syni, valinkunnum manni, sem ég ritađi um HÉR viđ embćttistöku hans í Skálholti.

Á kjör­skrá voru 939 manns. Kosn­ingaţátt­taka var um 73%, ađ ţví er seg­ir á vefn­um kirkj­an.is. Alls greiddu 682 at­kvćđi, ţar af voru sjö seđlar auđir og ţrír ógild­ir (mbl.is).


mbl.is Kristján vígslubiskup í Skálholti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sunnlendingar eiga fullan stuđning annarra landsmanna skilinn viđ andstöđu sína viđ Hvammsvirkjun

Ţetta er fallegt náttúru­svćđi og engin ţörf á ađ fórna ţví fyrir virkjana­áform Lands­virkjunar. Sjálf­stćđis­flokkurinn bauđ fyrir ţónokkrum árum í rútuferđ til ađ skođa Ţjórsárvirkjanir, og ţá voru Hvamms-, Núps- og Urriđafossvirkjana-valkostirnir kynntir í sömu ferđ og agiterađ fyrir ţeim, og leist mér á engan ţeirra -- of miklu fórnađ fyrir of lítiđ.


mbl.is Ađeins „ágangur og ánauđ“ af Hvammsvirkjun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband