Fćrsluflokkur: Andlát mćtra manna

Orri Vigfússon látinn

Orri Vigfússon. Ţađ er sorglegt ađ ţessi mćti mađur, einn međal fremstu Íslendinga, er allur. Hugsjónarmađur var hann og beitti sér gegn netaveiđi á laxi í sjó, eđa međ jákvćđu formerki: fyrir friđun villtra laxastofna viđ Norđvestur-Atlantshaf, og hafđi sannarlega árangur sem erfiđi (sjá fréttartengil). Orri er gott dćmi ţess, hvernig menn geta náđ langt alţjóđlega án ţess ađ starfa í gegnum stjórnmálin eđa flokksađild.

Ég kynntist Orra ađeins lítillega, sáumst helzt á stórhátíđum, og góđur var hann viđrćđu. Ég votta eftirlifandi konu hans og fjölskyldu innilega samúđ. Guđs eilífa ljós lýsi honum.


mbl.is Andlát: Orri Vigfússon
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Langlífastur Íslendinga - en ţjóđlegur í matarćđi og auglýsti ekki fyrir vegan!

Georg Breiđfjörđ Ólafsson.

Látinn er ţessi höfđingi, Georg Breiđfjörđ Ólafsson, smiđur í Stykkishólmi, heiđursborgari ţar, áđur bóndi í Ögri í Helgafellssveit. Hann ţótti snjall báta- og skipasmiđur.

"Georg ţakkađi lang­lífi sitt ekki matarćđi. Hann borđađi all­an venju­leg­an mat, bćđi saltađan, súr­an og hert­an, fisk, sel, lamba­kjöt, sjó­fugl, egg og annađ sem var í bođi, frem­ur lítiđ af grćn­meti, en mik­inn syk­ur." (Mbl.is, leturbr.jvj)

Já, ţađ er ekki endilega ávísun á mesta langlífiđ ađ "vera vegan"!

Reyndar er ţađ svo, ađ ...

lang­lífi er í ćtt Georgs. Báđar ömm­ur hans urđu 95 ára, föđurafi hans 83 ára og ann­ar bróđir hans rétt tćp­lega 100 ára.

Ţetta virđist oft skýra langlífi manna, en eins má ţađ vera hugarró og stressleysi sem hefur oft einkennt fólk og fjölskyldur sem lifa reglusömu lífi, međ einföldum lifnađarháttum, en kemst ţó sćmilega af.

Drottinn gefi dánum ró, en hinum líkn, sem lifa.


mbl.is Elsti Íslendingurinn látinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gunnar Eyjólfsson - minning

Gunnar Eyjólfsson

Horfinn er nú úr okkar hópi góđur mađur, Gunnar Eyjólfsson, snill­ingur í leik­húsinu og í kvik­myndum. Hann var mér kćr viđ­rćđu­félagi í hóp međ okkar trú­systk­inum. Vel vann hann fyrir skátana og ađstöđ­una á Úlf­ljóts­vatni, enda skáta­höfđingi Íslands um átta ára skeiđ.

En Gunnar var líka gagnkaţólskur, mćtti jafnan í messu, og međal mestu áhugamála hans var ađ fá viđurkennda helgi Jóns biskups Arasonar, forföđur okkar allra, síđustu alda Íslendinga. Gleymist mér ekki, međ hvílíkum tilţrifum hann flutti tillögu sína í s.k. akademíu biskups (Alfređs Jolson Reykjavíkur­biskups) um ađ viđ styddum ţađ mál af krafti.

Ekki síđur minnist ég hins, í pílagrímaferđ ađ Skálholti, ţegar hann sagđi okkur frá útlendri konu kaţólskri, sem kom ţar ađ aftökustađ og minningarsteini Jóns biskups og sona hans. Ţar kraup hún niđur, bađst fyrir og kyssti steininn, sem ţeir voru höggnir á, "ţetta er helgur stađur, hér hefur píslar­vćttis­blóđ runniđ," sagđi hún, og fóru allir í hópnum ađ hvöt Gunnars ađ krjúpa ţar viđ steininn.

Ţađ var mér mjög ánćgjulegt ţegar Gunnar og félagi hans Baldvin Halldórsson leikari buđu mér ţátttöku í námskeiđi í Tal­skól­anum í Reykja­vík, sem ţeir ráku saman, en ţar var lćrdómsrík áherzla á öndun og framburđ og framkomu ţeirra sem ţurfa ađ halda rćđur eđa koma fram í fjölmenni ţannig ađ eftir sé tekiđ.

Svo sannarlega bar ćvistarf Gunnars ţví vitni, hve menntun hans var góđ viđ fyrsta flokks leiklistarskóla, Royal Acacdemy of Dramatic Art í London, á árunum 1945-47, og lék hann um skeiđ í bć Shakespeares, Stratford-upon-Avon, og í Lund­únum. Hann skarađi ţar svo fram úr öđrum, ađ hann hlaut Shakespeare-verđlaunin hjá RADA, fyrstur útlendinga. Og enn minnast hans margir, einnig ég, ţegar hann vann einn sinn mesta leiksigur hér á landi, sem Hamlet í samnefndu leikriti meistarans. Rödd hans, hlý og hljómmikil, lifir áfram međ ţjóđinni.

Ég votta ekkju hans Katrínu, dćtrunum tveimur og barnabörnum, sem og öđrum ástvinum, innilega samúđ. Blessuđ sé minning ţessa sífellt uppörvandi málvinar míns og annarra, Gunnars. Guđs eilífa ljós lýsi honum.

PS.

Hér er líka fullt af myndum af Gunnari og atvikum af löngum lífsferli hans:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/11/22/astsaell_leikari_kvedur_myndir/


mbl.is Andlát: Gunnar Eyjólfsson
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Góđur mađur fallinn frá

Kristján Bergţórs­son, sem nú er nýlátinn, var önd­vegis­mađur og sárt ađ horfa eftir honum. Hann var verk­stjóri í fram­leiđslu­deild Morg­un­blađsins og ţ.m.t. verk­stjóri okkar prófarka­lesar­anna. Ćvin­lega voru öll okkar samskipti ánćgju­leg, hjálp­semi hans, tillits­semi og leiđ­beining viđ tćkni­nýjungar ávallt til stađar og nota­legt ađ setjast endrum og sinnum hjá honum til spjalls. 

Guđ blessi minningu góđs manns og styrki eftirlifandi ástvini hans.


Góđur hugsjónarmađur fallinn frá: Ásgeir Hann­es Eiríksson

Ađeins 67 ára er Ásgeir Hann­es fallinn frá, ţessi líflegi, vaski baráttumađur, einn stofnenda Borgara­flokksins, ţingmađur hans um tíma, verzlunar- og veitinga­mađ­ur. Ég kynntist Ásgeiri ágćtlega, bćđi í stefnuskrár­nefnd Borgara­flokksins og ýmsu starfi innan flokksins, auk ţess ađ hitta hann oft á förnum vegi, glađan og hressan. Drengilegur ţótti mér hann jafnan, ötull liđsmađur Alberts Guđmundssonar, stofnanda flokksins, og trúr hugsjónum okkar, sem ţangađ höfđu ratađ – ýmsir fullsaddir á forsćtisráđherranum, sem ţá var (ŢP), en ađrir komu m.a. úr Framsóknarflokknum, enda hafđi Albert tengzt Jónasi frá Hriflu, sem ritađi ćvisögu knattspyrnukappans frćga nokkuđ snemma á ćvi hans.

Ásgeir Hannes var einlćgur lýđrćđissinni og andkommúnisti, stuđn­ings­mađur sjálfstćđis Eystrasaltsríkjanna eins og ég og sannur lífsverndar­sinni ađ auki. Hann var einn helztu manna í ţingflokknum, sem báru fram ţetta síđast­nefnda stefnumál Borgaraflokksins, ţ.e.a.s. í viđleitni til ađ verja líf hinna ófćddu – nokkuđ sem Sjálfstćđisflokks-ţingmenn höfđu flestir gefizt upp viđ, ađ ógleymdum ţó góđum mönnum, Ţorvaldi Garđari KristjánssyniAgli Jónssyni á Seljavöllum, Pálma Jónssyni á Akri, Salóme Ţorkelsdóttur, Lárusi Jónssyni o.fl. 

Setja skal ég vefslóđir inn á ţingrćđu(r) Ásgeirs Hannesar um lífsrétt hinna ófćddu (sbr. einnig Lífsvon, fréttabréf Lífsvonar, samtaka til verndar ófćddum börnum, 2. tbl. 7. árg. (júní 1991), ţar sem birtist hluti ţingrćđu hans 6. marz 1991 undir fyrirsögninni: Réttindi og skyldur). En hér er rétt ađ rifja upp ţetta stefnu­skrár­mál úr stefnuskrá Borgaraflokksins, sem dreift var um allt land eftir stofnun hans 1987:

  • "Umhyggja fyrir mannlegu lífi, gagnstćtt eyđingu ţess, er ćđsta markmiđ góđrar ríkistjórnar. Ţví mun Borgaraflokkurinn beita sér fyrir ţví, ađ sett verđi ný löggjöf um fóstureyđingar og ófrjósemisađgerđir og frćđsla ţar ađ lútandi verđi aukin.
  • Borgaraflokkurinn mun leggja áherzlu á ađ leysa félagsleg vandamál vegna barneigna og stórauka ađstođ viđ einstćđa foreldra."

Ţannig sameinađi flokkurinn ţađ ađ berjast bćđi fyrir lífi hinna ófćddu og hag foreldra ţeirra (eins og Ţorvaldur Garđar gerđi raunar ćvinlega) og sýndi ţađ í verki í nokkrum ţingfrumvörpum á Alţingi, en allt kom fyrir ekki – Fjórflokkurinn réđ sem fyrrum. En ţetta er ţađ lengsta, sem málstađur lífsverndar hefur náđ í nokkrum starfandi stjórnmálaflokki á Íslandi, enda áttu lífsverndar­sinnar áreiđ­an­lega nokkurn ţátt í glćsilegum sigri hans í kosningum 1987, ţegar hann hlaut sjö ţingmenn. Séđ geta menn rök ţessa og andrúms­loftiđ ađ nokkru í ţessari grein minni í Morgun­blađinu 22. apríl 1987: Hvers vegna ađ ganga til liđs viđ Borg­araflokkinn? Lífsverndarmáliđ í öndvegi. Aftur á móti er nú enginn flokkur til ađ taka upp ţetta merki, en H É R er ţó stjórnmálafélag sem vinnur ađ ţví máli.

Áhugaverđ er bók Ásgeirs Hannesar, Ein međ öllu, ţar sem í meira mćli en annars stađar er, ađ ég hygg, rakin saga Borgaraflokksins (gćti reyndar veriđ rakin líka í óútgefnum háskóla­ritgerđum), ţótt meira efni fylgi ţarna međ. Undir­titill bókarinnar er Áfanga­skýrsla frá áhorf­anda, en út var hún gefin af Fróđa hf. 1990, ţegar hallađi undan fćti fyrir flokknum, og tileinkuđ minningu Bene­dikts Bogasonar, ţingmanns Borgara­flokksins. (Getiđ er mín og fjölmargra annarra á bls. 39 og 204 í ţessu líflega riti sem skreytt er mörgum myndum.)

Vel var hann ćttađur, sá sem viđ syrgjum nú, langafi hans Hannes Hafstein, skáldiđ góđa, fyrsti innlendi ráđherra Íslands, en móđir Ásgeirs Hannesar, Sigríđur Ásgeirsdóttir hdl., var dótturdóttir Hannesar, og fađir hins nýlátna var Eiríkur Ketilsson stórkaupmađur.

Menntun Ásgeirs Hannesar bjó hann vel undir ćvistörfin, hann lauk verzl­un­ar­prófi frá Verzl­un­ar­skóla Íslands 1967 og prófi frá Hót­el- og veit­inga­skól­an­um 1971. Geta menn lesiđ nánar um starfsferil hans heima og erlendis í ţessari grein á Mbl.is: And­lát: Ásgeir Hann­es Ei­ríks­son, fv. alţing­ismađur.

Hann var mikill fé­lags­málamađur, eins og lesa má í sama ćviágripi, ritađi einnig ţrjár bćk­ur: Ţađ er allt hćgt, vin­ur, Ein međ öllu og Sög­ur úr Reykja­vík. Ţá ţekktu hann margir sem höfund blađagreina í DV o.fl. blöđum, en hann var djarfur penni og ferskur í mörgum viđhorfum. Hann gaf einnig út áhugavert blađ, sem ég man ekki hvort kom út í fleiri en einu eđa tveimur tölublöđum.

Eft­ir­lif­andi eig­in­konu hans, Val­gerđi Hjart­ar­dóttur, börnum ţeirra og barna­börn­um votta ég alla samúđ mína.

Ţađ sló einlćg taug mannvinar í Ásgeiri Hannesi, hann var flestum öđrum fremur vinur ţeirra sem á mis fóru viđ velgengni lífsins, ţađ sá ég margoft og heyrđi af vitnisburđum manna, og margir trúađir kynntust honum sem bróđur í reynd.

Útför­ ţessa ţekkta, vinmarga athafnamanns úr miđborginni verđur gerđ frá Dóm­kirkj­unni mánu­dag­inn 23. fe­brú­ar kl. 13.00. Blessuđ sé minning hans.


Andlát: Egill Ólafsson blađamađur

Eg­ill Ólafs­son, sem lengi hefur starfađ sem blađamađur og fréttastjóri á Morg­un­blađinu og mbl.is, er fallinn frá, ađeins 52 ára ađ aldri. Hann var í tveggja ára leyfi viđ ritun sögu Borgarness og var langt kominn međ ţađ verk.

Egill var sagnfrćđingur og mjög hćfur blađamađur. Viđ störf mín viđ prófarkalestur á Morgunblađinu ţekkti ég vel ritfćrni hans í fréttum og greinum og get ţakkađ honum hjálpsemi og alúđleg samskipti.

Ţađ er hörmulegt ađ missa slíkan hćfileikamann á bezta aldri. Foreldrar hans lifa, og votta ég ţeim og eftirlifandi konu og börnum innilega samúđ mína.

Hér er nánari frétt á Mbl.is, međ mynd: Andlát: Egill Ólafsson blađamađur.


Frumherjinn í baráttu fyrir lífsrétti hinna ófćddu er látinn

Ţorvaldur Garđar Kristjánsson  Ţorvaldur Garđar Kristjánsson, sem lengi var forseti efri deildar Alţingis og sameinađs ţings, er látinn, nírćđur ađ aldri. Hann var glćsilegur fulltrúi Vestfirđinga sem ţingmađur ţeirra um langt árabil. Hann var vel menntađur lögfrćđingur, síđar hćstaréttarlögmađur, en gekk ungur til starfa fyrir Sjálfstćđisflokkinn, var framkvćmdastjóri hans um 11 ára skeiđ og bjó ađ mikilli reynslu og yfirsýn um málefni, eins og nánar má lesa um í ćviskrá hans á vef Alţingis og í minningarorđum um hann viđ upphaf ţingfundar í morgun (sjá fréttartengil hér fyrir neđan). Ţar má m.a. lesa um áhuga hans á starfsháttum og deildaskipun Alţingis, en hann var ţeirra manna helztur, sem andmćltu ţví, ađ deildaskiptingin var aflögđ, og skrifađi bćkling međ heitinu Deildir Alţingis. Alls sat hann 29 ţing, var fyrst kosinn 1959 og sat ţar síđast samfleytt 1971–1991. Međal margvíslegra félagsmálastarfa í ţágu ţjóđar og ţings, flokks síns og góđra málefna, var hann borgarfulltrúi í Reykjavík 1958–1962 og manna lengst fulltrúi Íslands á ţingi Evrópuráđsins (1962–1987), gegndi ţar oft varaforsetastörfum og var kjörinn heiđursfélagi Evrópuţingsins áriđ 1988.

Ţorvaldur Garđar var lífsverndarmađur Íslands par excellence. Hann stóđ í fylkingarbrjósti ţeirra, sem mćltu gegn frumvörpum um víđtćka rýmkun á eldri lögum sem heimiluđu fósturdeyđingu á Íslandi, en slík lög náđu ţó fram ađ ganga áriđ 1975, honum til mikillar hryggđar. Fyrstur manna flutti hann frumvarp um, ađ slíkar lćknisađgerđir skyldu ekki leyfđar af félagslegum ástćđum, enda ćtti ađ leysa félagsleg vandamál međ félagslegum ađgerđum, ţađ var jafnan hans viđmiđ, og hann lét líka ekki undir höfuđ leggjast ađ bera fram tillögur í ţví efni, einstćđum mćđrum og fátćkum fjölskyldum til ađstođar. Ţótt hann sigldi á móti straumi ţess tíma og talađi fyrir daufum eyrum margra ţingmanna, fekk hann líka ađra ţingmenn til liđs viđ sig, m.a. Salóme Ţorkelsdóttur, Lárus Jónsson og Árna Johnsen. Alls flutti hann slíkt frumvarp á a.m.k. sex ţingum, oftar en ekki í samfloti viđ ađra, en jafnan var hann leiđtoginn. Aldrei sveik hann sína hugsjón, heldur hélt ţessu málefni manna mest á lofti í rćđu og riti.

Hann var útnefndur heiđursfélagi Lífsvonar, samtaka til verndar ófćddum börnum, á ađalfundi ţeirra 1992, og hélt ţar rćđu ţar sem hann fjallađi almennt um málstađ lífsverndar. Rćđan er birt í Lífsvon, fréttabréfi samtakanna.

Meistaralega uppbyggđar rćđur og greinar Ţorvaldar Garđars verđa lífsverndarsinnum á Íslandi áfram aflvaki og hugmyndabanki í baráttunni fyrir helgi lífsins.

Međ mikilli virđingu og söknuđ í huga minnist ég Ţorvaldar Garđars og hans göfugu hugsjónarbaráttu. Tel ég ţađ til gćfu minnar ađ hafa fengiđ ađ kynnast honum persónulega, á skrifstofu hans í ţinginu og heima viđ, og ţiggja af gnćgtabrunni reynslu hans. Hann var höfđinglegur í sjón og reynd og naut virđingar jafnt samherja sem pólitískra andstćđinga á ţingi, eins og sýndi sig ţegar vinstri stjórnar meirihlutinn kaus hann áfram sem forseta efri deildar 1978.

Fagurt heimili áttu ţau Ţorvaldur og hans elskulega kona Elísabet María Kvaran, lengi í Útnesi viđ Skerjafjörđ, en fluttu sig seinna um set í sama bćjarhluta. Hún lézt áriđ 2006. Ég votta dóttur ţeirra, Elísabeti Ingibjörgu, og öđrum ástvinum samúđ mína. Drottinn veiti dánum ró, en hinum líkn, sem lifa.


mbl.is Ţingmenn minntust Ţorvalds Garđars
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Egill Jónsson á Seljavöllum látinn

Mćtur mađur og vinsćll er fallinn frá, alţingismađurinn fyrrverandi Egill Jónsson á Seljavöllum í Nesjum, lengi formađur fjárveitinganefndar. Ég vil minnast Egils vegna mikilvćgrar ţátttöku hans í ţví, sem sneri ađ vernd fćddra sem ófćddra barna. Áđur en ég kynntist honum, hafđi hann ásamt samflokksmönnum sínum, Salóme Ţorkelsdóttur (síđar forseta Alţingis), Lárusi Jónssyni (síđar bankastjóra) og Árna Johnsen, gerzt međflutningsmađur međ Ţorvaldi Garđari Kristjánssyni ađ lagafrumvörpum á Alţingi um takmörkun s.k. fóstureyđinga af félagslegum ástćđum. Hafđi Ţorvaldur áđur (ekki seinna en á ţinginu 1978–1979*) haft frumkvćđi ađ slíku frumvarpi, međ afar vönduđum undirbúningi, en ţau slógust í för međ honum. Alls var frumvarpiđ, í lítt breyttri mynd gegnum tíđina, flutt um sex sinnum, m.a. 1985 (ţá af Ţorvaldi, Agli og Árna).

Fyrir ţetta, ţótt jafnvel eitt vćri, hlýt ég ađ bera mikla virđingu fyrir Agli Jónssyni, ţví ađ ţađ ţarf ţor og dug til ţess ađ fylgja slíkum málum, ţegar heiftúđlega er barizt gegn lífsréttri ófćddra af einsýnum, félagspólitískum öflum, sem ţurftu ekkert á meirihlutastuđningi ađ halda til ađ leyfa sér ađ ausa yfir málsvara saklausra barna í móđurkviđi hneykslunarorđum og fordćmingu. Ţótt Alţingisforsetinn Ţorvaldur Garđar Kristjánsson sé sá, sem höfuđ og herđar ber yfir lífsverndarsinna í hópi alţingismanna, ber ađ meta ađ verđleikum allt ţađ góđa, sem reynt hefur veriđ, bćđi hjá ţessum fimmmenningum og eins hjá ţingmönnum Borgaraflokksins, sem um 1987–1990 fluttu nokkur frumvörp um fósturverndarmál, en ţar var um ađ rćđa ţingmennina Guđmund Ágústsson lögfrćđing, Kolbrúnu Jónsdóttur, Ásgeir Hannes Eiríksson verzlunarmann og Huldu Jensdóttur, forstöđukonu Fćđingarheimilisins í Reykjavík.

Nú um langar stundir hefur ekkert veriđ gert í ţessum efnum á Alţingi, en ţađ ţarf sannarlega ađ breytast. Vera má, ađ menn öđlist síđar svo mikinn skilning á ţessum málum (og ţó ekki án baráttu og umfram allt frćđsluherferđar), ađ hér verđi löggjöfinni umbylt og lífi hundrađa ófćddra barna bjargađ á ári hverju; en vera má, ađ ţađ gerist ekki fyrr en neyđin hreki okkur til ţess, ţegar illar afleiđingar fósturdeyđinga eru farnar ađ dynja svo yfir ţjóđina, í formi fólksfćkkunar, ófrjósemi vegna ađgerđarinnar og annarra eftirkasta, ađ jafnvel ţeir blindu fari ađ sjá.

En Egill Jónsson var ekki ađeins málsvari hinna ófćddu, hann studdi einnig hjálparstofnunina Móđur og barn og starf hennar fyrir einstćđar mćđur. Ég kynntist honum fyrst sem stjórnarmađur ţar vegna fundar sem Móđir og barn átti međ fjárlaganefnd; ţar var hann einn ţeirra sem tóku erindi okkar ljúflega og hlynntir voru framlagi til ţess starfs, en sú sjálfseignarstofnun var mest međ 11 leiguíbúđir á sínum vegum fyrir 13 konur og börn ţeirra og niđurgreiddi leiguna verulega, auk annarra verkefna.

Egil hitti ég alloft síđar um árin á förnum vegi, rćddum ţá m.a. málefni austur í Skaftafellssýslu, og minnist ég hans sem afar viđkunnanlegs, háttvíss manns og viđrćđugóđs. Samúđ mín er međ ćttingjum hans og ástvinum. Blessuđ sé minning Egils Jónssonar. Drottinn gefi dánum ró, en hinum líkn, sem lifa.
___________________

* 208. mál á 100. löggjafarţingi.


Séra Sigurđur skáld í Holti


        Nćrfellt liđiđ ár er eitt
        frá aldar ţinnar fyrsta degi.
        Einatt hafđi sál ţín seitt
        sefa minn. Í austurvegi
        skín viđ himni háleit, björt
        hróđri vafin jökladrottning.
        Ţar hjá Katla, ţar hjá ört
        ţitt nam krauma brjóst í lotning.
  
        Undur lífs og eilíf rök
        andann fýsti' ađ skilja' og lćra...
        Vorsins kliđ og vćngjatök
        veittist betr í ljóđ ađ fćra.
        Bjargsins máttku, djúpu dul
        og dagsins ljóma' á sólarhlađi,
        fjallablómin fögur, gul
        fangađir ţú á hvítu blađi.
  
        Hlust viđ innstu hrífur nú
        hlýr og dimmur andans rómur.
        Rétt til getiđ - ţađ ert ţú,
        en Ţórđar frćnda orgelhljómur
        sćtar enn mér syngur ţó
        og sálmar ykkar kórćfinga
        í hreiđri ţví, sem Hanna bjó
        ţér, heiđursklerkur Eyfellinga.
  
        Mannsins vinur hjartahreinn,
        hásal Drottins gista máttu.
        Tryggđamál ţín tefji' ei neinn,
        trúarbćn ţá heyrast láttu
        mćlta fram fyrir mína ţjóđ:
        Međan anda nokkur lungu,
        tali' hún, syngi og listaljóđ
        lćri á ţinnar móđur tungu.
  

-------------------

Ljóđiđ er ort í minningu séra Sigurđar Einarssonar í Holti undir Eyjafjöllum, en hjá honum og Hönnu konu hans var höfundurinn í sveit á unga aldri. Ţórđur frćndi er Ţórđur Tómasson, ţá ţegar sagnamađur mikill og rithöfundur og síđar safnvörđur í Skógum, en hann átti ţá heimili í Vallnatúni í nágrenni Holts og kenndi sig löngum viđ ţann bć. Var Ţórđur organisti sveitarinnar, og fóru kórćfingarnar fram viđ orgeliđ í stofu ţeirra Holtshjóna. Hann var frćndi ömmu minnar Valdísar Jónsdóttur, en sjálf var hún uppeldissystir Hönnu Karlsdóttur, konu séra Sigurđar, og var ţađ hin heppilega ástćđa sumardvalar minnar hjá ţessum ógleymanlegu afburđahjónum.

(Ljóđ ţetta birtist áđur í Lesbók Morgunblađsins 6. nóv. 1999.)

Menn hafa vćntanlega veitt eftirtekt stuttri klausu um Sigurđ Einarsson í Fréttablađinu 29. okt. sl. (bls. 18), ásamt mynd. Ţar er hann kallađur "skáld, rćđuskörungur og pólitíkus, sem oft talađi í útvarpiđ," og höfđ eftir honum ţessi ágćtu orđ: "Íslenzk ćttjarđarást er ađ ţví leyti auđkennileg, ađ í hana er sáralítiđ ofiđ af hatri og beizkju til annarra ţjóđa."

Sigurđur var fćddur ađ Arngeirsstöđum í Fljótshlíđ 29. október 1898, en lézt í Reykjavík 23. febrúar 1967. Hann varđ stúdent utan skóla frá Menntaskólanum í Reykjavík 1922 og cand. theol. frá Háskóla Íslands 13. febrúar 1926. Var hann sóknarprestur í Flatey á Breiđafirđi frá sumri 1926 til hausts 1927. Kynnti sér uppeldis- og skólamál á Norđurlöndum og í Ţýzkalandi 1928-29 og fór fleiri utanferđir til náms og annars. Eftirlitsmađur međ kennslu í ćđri skólum 1929-30, kennari viđ Kennaraskólann frá 1930, dósent í guđfrćđi viđ Háskóla Íslands 1937-1944, skrifstofustjóri frćđslumálaskrifstofunnar frá 1944, tíđindamađur Ríkisútvarpsins frá ársbyrjun 1931, fréttastjóri ţar 1939-41. Landskjörinn alţingismađur (fyrir Alţýđuflokkinn) 1934-37. Sóknarprestur í Holti undir Eyjafjöllum 1946-dd. Kom hann víđa viđ í félagsmálum, var m.a. formađur Jafnađarmannafélags Íslands 1931-34. Ljóđabćkur hans voru: Hamar og sigđ 1930, Yndi unađsstunda, 1952, Undir stjörnum og sól, 1953, Yfir blikandi höf, 1957, og Kvćđi frá Holti, 1961. Hann á sjö ljóđ í safnritinu Íslenzk ljóđ 1944-1953 (útg. Menningarsjóđur, Rv. 1958), ţar á međal hiđ fagra og eftirminnilega 'Kom innar og heim', og átta í nćstu bók, Íslenzkum ljóđum 1954-1963 (1972). Fleiri frumsamin rit liggja eftir hann, m.a. Kristin trú og höfundur hennar (1941), Íslenzkir bćndahöfđingjar (1951) og ein síđasta stóra bókin: För um fornar helgislóđir (1959, ferđaminningar frá Egyptalandi, Líbanon, Sýrlandi, Jórdaníu og Ísrael), einnig fjöldi greina í blöđum og tímaritum. Hann var listamađur orđs og tungu, ţýddi einnig fjölda bóka, m.a. Talleyrand eftir Cooper, Byron lávarđ eftir André Maurois, Salóme og Myndina af Dorian Gray eftir Oscar Wilde, einnig varnađarrit til Evrópumanna: Á bak viđ tjaldiđ eftir Douglas Reed og Örlaganótt yfir Eystrasaltlöndum eftir Ants Oras (1955), en Sigurđur var mikill fylgismađur varnarbandalags gegn ágangi kommúnismans í Evrópu. Hann hlaut gullstjörnu Stúdentafélags Reykjavíkur 1955 og 1. verđlaun í samkeppni um hátíđarljóđ í tilefni af 900 ára afmćli biskupsstóls í Skálholti 1956. Sigurđur var yfirburđa­mađur í flestum efnum, vinsćll og vinmargur.

Bókin Yndi unađsstunda ber sama heiti og eitt ljóđanna í bókinni, sem er mér kćrt umfram önnur, ţví ađ ţađ orti hann viđ brúđkaup foreldra minna 1947.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband