Fćrsluflokkur: Karlmenn og karlmennsku-barátta

Ţeir gefa allt sitt í ţetta

Ţađ er nánast ţjóđ­hátíđ á Íslandi rétt eins og á áhorf­enda­bekkj­unum međ ţús­und­um Íslendinga í Nice. Knatt­spyrnu­liđ Íslands er stolt ţjóđ­ar­innar.

Hannes Ţór Halldórsson landsliđsmarkvörđur.

Skemmti­legt og fallegt er mynd­bandiđ um Hannes mark­vörđ međ lagi Jóns vinar hans Jóns­sonar, Gefđu allt sem ţú átt, en Jón sendi Hannesi vini sínum ţessa vel gerđu saman­tekt sem spannar yfir feril­inn frá upphafi. Hannes Ţór Hall­dórs­son er klárlega í stjörnuhópi mótsins, sá sterki og stökkglađi međ lím­hanzkana!

Gefđu allt sem ţú átt -- orđ ađ sönnu, ţannig eru strák­arnir okkar: gefa alla sína getu, hćfni, orku og hugsjón í ţetta mót. Ţvílík sam­heldni, ţvílíkur árangur: Ísland 2, England 1 !

Til hamingju, allir, og gangi ykkur vel gegn nćsta liđi: sjálfs Frakklands!


mbl.is Stuđningsmyndband Jóns Jónssonar til heiđurs Hannesi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mannbjörg viđ erfiđustu ađstćđur

Ţórđur međ sonum sínum, Bjarna og Hektori Inga. Hér segir í vel skráđri Mbl.is-frásögn af svađilför Ţórđar Almars Björnssonar, sem missti bát sinn, Herkúles SH-147, ađeins árs gamlan, í hafiđ utan viđ Hellis­sand í liđinni viku. Eftir 15 mín. í sjónum tókst strák­un­um á Ólafi Bjarna­syni ađ bjarga honum eftir mikiđ volk í haugasjó. Mikil mildi ađ ţessi mannbjörg varđ, ţví ađ illa horfđi, og hafđi sitthvađ gefiđ sig um borđ, vélin stöđvazt og vélknúnu dćlurnar međ, Ţórđur á fullu ađ nota handdćlu, en lokađist nćr inni í stýrishúsinu, ţegar báđurinn var ađ sökkva niđur ađ aftan; björgunar­gallinn hafđi ekki passađ og gúmbáturinn ekki básiđ út, ţótt útbúnađurinn vćri nýyfirfarinn -- sönn blessun ađ Ţórđur gat ţó haldiđ sér ađ einhverju leyti á floti á honum í sjónum, ţótt hann rúllađi líka yfir undan höndum hans. 

  • Ég reyndi ađ vera ró­leg­ur og hugsa um ađ halda mér á floti, mađur ćtti nátt­úr­lega tvö börn heima og fleira í ţeim dúr,“ seg­ir hann. Ţegar ţeir tóku mig upp í Ólaf Bjarna­son, ţá var ég orđinn svo mátt­laus ađ ég gat ekki stađiđ í fćt­urna og hrundi á dekkiđ,“ seg­ir Ţórđur.
  • Ţeir pökkuđu mér inn í teppi og héldu mér vak­andi,“ seg­ir Ţórđur. Ţegar í land var komiđ var hann skođađur af lćkni áđur en hann fór heim til ađ hvíla sig. „Ég fékk mér ađ borđa, fór í bađ og svaf meira og minna í tvo daga,“ seg­ir Ţórđur. Spurđur seg­ist Ţórđur ekki smeyk­ur viđ sjó­inn eft­ir ţessa lífs­reynslu. „Helst lang­ar mig ađ kom­ast á sjó­inn sem fyrst,“ seg­ir Ţórđur.

Sönn sjómannshetja, og héđan fylgja honum, sonum hans og öđrum í fjölskyld­unni hamingjuóskir međ giftudrjúga björgun hans. En lesiđ lifandi frásögn Ţórđar sjálfs á tenglinum á Mbl.is hér fyrir neđan.


mbl.is Barđist út úr bátnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband