Fćrsluflokkur: Ferđalög

Yndisleg frétt

Brúđhjónin Eric og Jennifer Stover í sérprjónuđu... Ţađ var sannarlega gaman ađ lesa fréttina af bandaríska parinu Jennifer og Eric Stover sem giftu sig í sínum íslenzku lopapeysum á Hlemmi mathöll. Lesiđ fjörlega fréttina!

Ţeim er óskađ áframhaldandi lukku og gćfu, en ţau halda nú til Parísar, borgar ástarinnar, ađ eyđa ţar hveitibrauđsdögunum. smile


mbl.is Gengu í ţađ heilaga á Hlemmi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Eyţór Arnalds međ pálmann í höndunum

Allt, sem Eyţór Arnalds sendir frá sér til undir­búnings próf­kjör­inu um borg­ar­stjóra­efni flokks hans, sýnist mér 100% pott­ţétt og vandađ. Svo var um grein hans í Frétta­blađinu í dag. Hann segir m.a.:

Ég vil bćta almennings­samgöngur međ ţeim leiđum sem eru raunhćfar og markvissar og bćta leiđakerfiđ. Svo er hćgt ađ styđja viđ ungt fólk í strćtó óháđ efnahag. Ţađ gerđi ég međ félögum mínum í Árborg ţegar viđ sam­ţykkt­um ađ leyfa grunn­skóla­börnum ađ ferđast ókeypis međ strćtó innan sveitar­félagsins. Ţeir sem ekki hafa fengiđ bílpróf hafa jú engan annan kost. Ţetta minnkar skutl og nýtir vagnana betur. Ennfremur er ţađ jafnréttismál ađ ungt fólk komist kostnađarlítiđ í íţrótta- og tómstundastarf frá heimili sínu. Kannski vćri hćgt ađ lćra af ţessari reynslu og ná raunhćfum árangri án ţess ađ veđja á risalausnir fyrir tugi milljarđa sem verulegar efasemdir eru um ađ gangi upp.

Enn eru ađeins um 4% ferđa almennings í Reykjavík međ strćtó. Ţađ er vel ţess virđi ađ hćkka töluna međ ţví ađ senda borgarbúum (en ekki erlendum ríkis­borgurum og ferđamönnum) gjafakort í vagnana á hálfs eđa eins árs fresti. Akureyringar fá frítt í strćtó. Ţetta sparar strax ţar í götuviđhaldi. Eins er sú lausn frábćr sem Eyţór og félagar hafa reynt í Árborg: ađ krakkar og unglingar fái frítt í strćtó. En vinstri menn í Reykjavík međ sinn eymdarbúskap eru blindir á ţessar jákvćđu lausnir.

Til hamingju, Austfirđingar, međ Norđfjarđargöng!

Ţetta er glćsilegt mannvirki, sjö og hálfs kílómetra göng milli Eskifjarđar og Norđfjarđar og bćtast viđ ţau sem fyrir eru og tengja saman byggđarlögin niđri á fjörđum og auđvelda alla mann- og vöru­flutninga međ öruggum hćtti og greiđ­fćrum. Heild­ar­kostnađur er 14,3 millj­arđar króna, einungis einum millj­arđi meiri en upp­haf­lega var gert ráđ fyr­ir.

Ţröngt var á ţingi í gangamunnanum í dag.

Ţröngt var á ţingi í ganga­munn­an­um í dag, segir Mbl.is, en ljós­myndin, skemmti­lega lífleg, er Jens Ein­ars­sonar. Ţar má m.a. líta elzta Norđfirđinginn, Stefán Ţorleifsson, 101 árs, í hópi margra bćjarmanna og annarra, m.a. eru ţarna Jón Gunnarsson samgöngu­ráđherra og dr. Hreinn Haraldsson vegamála­stjóri, minn gamli bekkjar­bróđir og vinur frá bernskuárum.

Ég vil nota tćkifćriđ til ađ ţakka ţeim Norđfirđingum og öđrum Austfirđingum sem ég hitti haustiđ 2016 á ferđ minni um firđina á vegum Íslensku ţjóđfylkingarinnar, sem og félaga mínum Pétri Gissurarsyni á Egilsstöđum og öđrum á Hérađi sem ég kynntist í ţeirri ferđ. Var ţar margt minnisstćtt ađ sjá og upplifa, náttúrufegurđ og mannlíf, ekki sízt viđ hafnirnar, alveg suđur ađ Djúpavogi, en einnig iđandi mannlíf í stórmörkuđum ţar, auk kjördćmis­fundarins góđa í Hótel Valaskjálf, og svo til dćmis ađ fara um hin glćsilegu Fáskrúđsfjarđargöng sem tengja Reyđarfjörđ og Fáskrúđsfjörđ, 5,9 km löng. En ţessi nýju göng eru allra ganganna glćsilegust og búin 14 út­skotum, ţar af fjórum snún­ingsút­skotum, fjórum tćkn­i­rýmum og neyđarrými fyr­ir um 150 manns viđ hvert ţeirra, ţannig ađ hér er sannarlega hugsađ fyrir öryggi alls ferđafólks.

Ekki upplifđi afi minn, Hinrik Hjaltason, járnsmíđameistari og vélstjóri á Norđfirđi, d. 1956 á 68. ári, ađ fara um Oddskarđsgöng (640 m löng), en ţau voru opnuđ 1977. Á hans tíma voru samgöngur um sjó algengari, međ strandferđa- og öđrum skipum, ţannig kom ég einnig ţangađ, en líka međ Catalina-flugvél sem lenti ţar á firđinum viđ Neskaupstađ, og er bjart yfir öllum ţeim minningum á bryggjunum ţar, í smiđju afa míns og í sundlauginni, m.a. viđ hátíđahöld á sjómannadegi, sem og heima ţar í Miđstrćti međ afa mínum og Karítasi ömmu (einnig hér), en bćđi voru ţau ađkomin, hann vestan af fjörđum, hún af Álftanesi syđra, en áttu heimili á Norđfirđi í ţrjá áratugi, og ţar ólust upp synir ţeirra, báđir vélstjórar, Jens fađir minn og Jósafat, sá ţekkti atorku- og athafnamađur, sem Norđfjarđarbćr heiđrađi međ verđskulduđum hćtti. Mćtti hér minnast ýmissa annarra um leiđ, vina föđur míns, eins og Reynis Zoega, sem og höfđingjanna ţriggja, Jóhannesar Stefáns­sonar, Lúđvíks Jósepssonar og Bjarna Ţórđarsonar bćjarstjóra, sem ţeir brćđur virtu mikils sem ađrir, en af ţeim kynntist ég ađeins Jóhannesi, gisti eitt sinn um stund hjá ţeim ágćta manni ađ tilvísan föđur míns, á leiđ minni á Seyđisfjarđar­togarann Gullver sem ég var ţá á.

En til hamingju aftur, Norđfirđingar, međ ađ hafa nú fengiđ ţessa öruggu sam­göngu­bót, sem styttir leiđina til Eskifjarđar um fjóra kílómetra og nýtist öllum sem erindi eiga á Fjórđungs­sjúkrahúsiđ og til ađ sćkja sér ađra ţjónustu um firđina. Var eđlilega haldiđ upp á ţennan stóratburđ međ hátíđahöldum á ţessum friđarins degi 11. nóvember.


mbl.is Norđfjarđargöng opin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Frá einfeldni til glćpa

Fyndiđ er ađ lesa um bandarískar mćđgur sem endursendu til Íslands smá-sandpoka og steinvölu tekna ófrjálsri hendi á strönd hér. Hitt er verra ađ hér hafa menn rćnt sjaldgćfum steintegundum af friđuđum svćđum og jafnvel rćnt eggjum fálka og arna. Viđ ţví eiga ađ gilda háar sektir í refsingar- og fráfćl­ingarskyni og fangelsisvist viđ ítrekađ brot.


mbl.is Skiluđu sandinum og steinvölu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Náttúran tćkninni ofar

Ekki er laust viđ ađ Ţórđargleđin vakni ţegar lesiđ er um frćkilega árás álftar, einnar í 300 svana hópi, sem tók sig til og réđst á ágengan dróna sem stýrt var ađ hópi ţeirra, en erlendir ferđamenn áttu ţar hlut ađ máli, óupplýstir eflaust um íslenzkar reglur á ţessu sviđi. Ţćr reglur ţarf greinilega ađ herđa.

„Ţarna voru um 300 álft­ir. Drón­inn kom beint und­an vindi í augn­hćđ viđ álft­irn­ar. Ţćr voru ekki sér­stak­lega glađar á svip ţar sem ţćr horfđu á drón­ann nálg­ast eins og í stór­svigi, enda var ţetta frek­legt inn­grip í einka­líf ţeirra.“ 

Ţetta seg­ir Berg­sveinn Reyn­is­son, bóndi á Gróu­stöđum og krćk­linga­rćkt­andi, um at­lögu álft­ar viđ dróna ind­verskra ferđamanna, sem um er fjallađ í Morg­un­blađinu í dag. (Mbl.is, nánar ţar)

Ein álftin í flug­taki sló drónann kald­an, eins og bóndinn orđađi ţađ, drón­inn fór á hvolf, tćknin laut í lćgra haldi fyrir náttúrunni!


mbl.is Álftin sló drónann niđur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Aulaháttur borgaryfirvalda er ţeim til vansćmdar. Skolphneyksliđ risavaxna kórónar skömmina

Vanvirđa Íslands og borgarinnar er ekki lítil ađ hér er ekki bođiđ upp á nein almennings­salerni. Ţetta ásamt okri í verđlagningu veldur nú vax­andi óánćgju ferđa­manna og fćkkar umtalsvert pönt­unum á ferđum hingađ, einkum frá Bretlandi og Frakklandi. Viđ stćrum okkur af menningu, en bjóđum upp á ómenningu í hreinlćtismálum. Viđ eyđum milljónum í bađherbergi fyrir okkur sjálfa, en ćtlumst til ađ gestir okkar "haldi bara í sér" ţar til ţeir eru komnir á hóteliđ sitt eđa í Leifsstöđ. Á einstöku stađ fá ţeir ţó ađ gera nr.1 eđa nr.2 fyrir vel á fjórđa hundrađ krónur. Búumst viđ svo viđ virđingu ađ launum?

Áratugum saman, međan borg­arbúar voru margfalt fćrri, hafđi borgin opin vatnssalerni í Bankastrćti 0. Svo allt í einu, međ margfaldađar útsvars- og fasteignatekjur, ţóttust ţau ekki hafa efni á ţessu og lokuđu! Eins fór á Hlemmi og í Mjódd. Vanvirđa og skömm ţessara ađila er ekki lítil.

En nú hefur borgin og Veitur (fyrirtćki borgarinnar, sem viđ erum alltaf ađ borga til ótrúlega há frárennslisgjöld) kallađ yfir sig enn meiri skömm međ skolp­rennsl­is­hneykslinu risavaxna viđ Skerjafjörđ. Dagur B. ţóttist ekkert hafa vitađ í heila viku! Einhverjir "hausar" verđa vćntanlega látnir fjúka, enda um skýrt lögbrot ađ rćđa eins og prófessor í umhverfismálum hefur bent á. Sammála er ég Birni Bjarnasyni ađ Dagur eigi ađ segja af sér vegna ţessa grófa felumáls borgarinnar.

"Ítrekađ hefur veriđ reynt ađ ná sambandi viđ Dag B. Eggertsson vegna málsins á síđustu dögum án árangurs," segir í frétt Morgunblađsins í gćr, bls. 2.


mbl.is Kona í spreng hljóp Hólmgeir nćstum niđur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Burt međ allar gróđaframkvćmdir sem skyggja á Seljalandsfoss: risa-ferđamannaskúrinn!

Í myndbandi er dreginn upp 2.000 fermetra stór og 7 ...

"Fyrirćtlanir um einhvers konar ferđamannaskúr viđ Seljalands­foss eru gott dćmi um mistök sem ţarf ađ forđast. Fólk kemur hingađ til ađ njóta óspilltrar náttúru. Allar viđbćtur ţurfa ađ taka miđ af ţví og falla inn í umhverfiđ. Annars skemmist einfaldlega upplifunin."

Svo ritar Stjórnarmađurinn í Markađi Fréttablađsins í dag. Vel mćlt. Og upplifun af fossinum er ekki ađeins sú ađ ganga nálćgt honum og bak viđ hann, heldur líka ađ sjá hann úr fjarlćgđ, eitt af djásnum Eyjafjalla, sbr. lýsingu ágćtrar söngkonu í sama Fréttablađi um helgina, ţar sem manni kom á óvart, hve sjaldgćf sú upplifun er hjá mörgum útlendingum ađ sjá til fossa, en međ ţví einu ađ sjá til ţeirra úr farţegaskipi sem siglir umhverfis landiđ fćr ţetta fólk varla sterkari fegurđarupplifun.

Ég hef ritađ um ţetta mál tvisvar áđur stuttlega, ţetta mun vera annađ inn­leggiđ, hjá Sigurđi Antonssyni:

Ţađ er til skammar ađ ćtla sér ađ reisa ţennan skála ţarna, sem spillir útsýninu. Ţađ er allt og sumt sem ég, gamall ađdáandi Eyjafjallasveitar, vil segja um ţetta hér og nú.

En fróđlegt vćri ađ sjá viđhorf lesenda hér í ţessu máli.


mbl.is „Dreginn upp kassi í ćpandi lit“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Okurliđiđ er ţjóđarskömm

Ljót var fréttin í Fréttablađi dagsins af hjónum brezkum sem hingađ komu í hveitibrauđsdaga-ferđ eftir mikla tilhlökkun. Íslenzk okurfyrirtćki náđu af ţeim allri ánćgjunni, verđlagiđ ótrúlega margfalt á viđ ţađ sem tíđkast í Bretlandi, og ein skitin ferđ í Gullna hringinn og norđurljósaskođun kostađi ţau geypifé á fáeinum dögum.

Hér eiga hlut ađ máli ofurgróđa-ferđafyrirtćki, sem miklu lofa fyrir mikiđ fé, en "varan" svikin og ómerkileg.

Og hvernig ćtli ţeim gangi ađ borga skatt af ofurgróđa sínum?

En fullar skattgreiđslur réttlćta ţó ekki okriđ á grandalausu ferđafólki frá Evrópu sem Ameríku eđa Asíu.

Ţessi ofurgróđastefna á eftir ađ koma niđur á ferđamannastraumi hingađ, enda er ţetta landinu til hneisu og nánast eins og rán eđa (eins og brezku hjónin orđuđu ţađ) eins og fjárkúgun. Siđferđislega er ţetta líka óréttlćtanlegt, og ćttu stjórnvöld ađ banna slíkt margfalt okur.


mbl.is Hćkkuninni beint gegn ferđamönnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ótrúleg veđrátta

Frá 16 og upp í 20 gráđa hitamet á Dala­tanga í nóvember-desember! Og hér syđra fer hitinn upp undir 10 gráđur. 

Ţökkum ţađ, međan er.

 


mbl.is Sumarveđur ţađ sem af er desember
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ríkisstjórnin viđurkennir afglöp sín gagnvart eldri borgurum og öryrkjum, reynir á síđustu metrum fyrir kosningar ađ bjarga ćru sinni ... og kjörfylgi!

Og ţessu ber í raun ađ fagna, ţótt ţremur árum fyrr hefđi veriđ! Kostnađurinn er lítill (4,5ma) m.v. yfir 500 milljarđa gjaldeyrisforđann.

En syndalistinn er miklu lengri. Einkavinavćđing á fullu í kjölfar Borgunarmáls og annarra slíkra, fyrirćtlanir Sjálfstćđisflokks um sölu Landsvirkjunar og Landsbanka, sleitulaust unniđ gegn sjálfstćđum sjómönnum í stađ ţess ađ losa um kvótakerfi stórfyrirtćkjanna, stöđva fákeppni ţeirra, gefa öđrum stóran hluta allra nýrra aflaheimilda og gefa sjómönnum og sjávarplássum eftir frjálsar strandveiđar (krafa Íslensku ţjóđfylkingarinnar; og ţar ađ auki er krafa hennar: 6% sjómannaafsláttur, nánar síđar).

Ennfremur eiga stjórnarflokkarnir ađ sýna sóma sinn í ţví ađ ganga endanlega milli bols og höfuđs á Össurarumsókninni ólögmćtu um inntöku landsins í erlent stórveldi. Ţetta ţarf ađ gera međ ţingályktunartillögu, samţykktri af meirihluta ţessara flokka á Alţingi, međan tími ţeirra er ekki útrunninn -- uppáskriftir Gunnars Braga eru hvort sem er ekki virtar viđlits.

Og ţá eru ţađ hin ofurheimskulegu útlendingalög, sem einnig ţurfa ađ hverfa úr bókum Alţingis. Ţađ er kominn tími fyrir Sjálfstćđisflokkinn ađ hlusta á sitt bezt upplýsta fólk í ţeim efnum, ekki berja hausnum viđ stein og stefna landinu í sama kviksyndiđ og skandinavísku ţjóđirnar lentu í međ sífellt meiri fjölda múslima ţar, ásamt međfylgjandi vandrćđum.

PS. Merkilegt má ţađ nú heita, ađ ţótt hér sé um býsna veglega hćkkun á bótum almannatrygginga ađ rćđa (sem ađ vísu kemst ekki til fulls til fram­kvćmda fyrr en 1. janú­ar 2018), ţá ţarf núverandi ríkisstjórn í raun ekkert ađ leggja út, engar hćkkanir koma á fjárlög ársins, nema hugsanlega til ađ prenta frumvarpiđ! En ţetta er alkunn ađferđ stjórnvalda sem kunna ađ vera á útleiđ: ađ samţykkja útgjaldafrumvörp sem binda nćstu ríkisstjórn fremur en ţau sjálf! Eru ýmis slík dćmi ţekkt, m.a. frá ţessari öld. Engu ađ síđur verđur ţetta veruleg kjarabót fyrir ţá, sem njóta, en í raun var bćđi búiđ ađ lofa ţessu löngu fyrr og alveg nóg fé tiltćkt til ţess allan tímann.


mbl.is Hćkka framfćrslu aldrađra og öryrkja
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband