Fćrsluflokkur: Umhverfismál

Loftslagshlýnunar­kenn­ingar­trúin "af manna­völdum" verđur okkur dýrkeypt áđur en yfir lýkur

og mun heimta sístćkkandi sneiđ af ţjóđar­kökunni. Forstjóri Umhverfis­stofnunar segir ill­mögu­legt ađ draga hratt og verulega úr losun "gróđur­húsa­lofttegunda" og ţví ţurfi ađ kaupa auknar losunar­heimildir af öđrum ţjóđum. Frá ţessu var sagt í hádegisfréttum Rúv. Máliđ verđur einnig reifađ í Sjónvarpi í kvöld og yfirvofandi útgjaldatölurnar ţá vonandi látnar fylgja međ.

Ítrekađ hefur veriđ bent á, ađ engar afgerandi sannanir liggi fyrir um loftslags­breytingar af mannavöldum. Á jörđu hafa komiđ bćđi hlýinda- og kuldaskeiđ án ţess ađ mađurinn hefđi nokkuđ um ţađ ađ véla. Einna pínlegust er ţessi sérstaka hjátrú, ţegar hún gengur út á ađ gera einkabílinn ađ megin-synda­hafrinum í ţessum málum. Borgaryfirvöld, sem teppa umferđ međ ótal hrađahindrunum og auka ţannig útblástur bifreiđa, halda áfram ađ leggja stein í götu fjölskyldubílsins í orđsins fyllstu merkingu, en standa sjálf fyrir rekstri strćtisvagna sem menga langtum meira!

En jafnvel strćtisvagnar menga sáralítiđ til móts viđ stórar farţega­flugvélar og risa-skemmti­ferđaskip, ađ ógleymdum fiskveiđi- og farskipa­flotanum.

Sannarlega er díselkynt mengun af hinu illa og getur ýtt undir öndunar­sjúkdóma og full ástćđa til ađ taka hér einungis viđ skemmtiferđaskipum sem búin eru tryggum hreinsiútbúnađi eđa mengunarlitlum orkugjöfum, ellegar ađ banna ţeim ađ hafa stćrstu vélar sínar í gangi međan ţau liggja hér í höfn. Mengun af bílum er algert smárćđi í samanburđi viđ ţau skip.

Sbr. einnig ţessar Rúv-fréttir um málin:

Ég spái ţví raunar, ađ innan áratugar verđi meirihluti ríkja heims farinn ađ brjóta hiđ háheilaga Kyoto-samkomulag og Parísarsáttmálann, ţótt miklu púđri hafi veriđ eytt í hann og ótćpilegri íslenzkri flugvélamengun til ađ koma honum á koppinn!


mbl.is Umhverfisţing hafiđ í Hörpu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Frá einfeldni til glćpa

Fyndiđ er ađ lesa um bandarískar mćđgur sem endursendu til Íslands smá-sandpoka og steinvölu tekna ófrjálsri hendi á strönd hér. Hitt er verra ađ hér hafa menn rćnt sjaldgćfum steintegundum af friđuđum svćđum og jafnvel rćnt eggjum fálka og arna. Viđ ţví eiga ađ gilda háar sektir í refsingar- og fráfćl­ingarskyni og fangelsisvist viđ ítrekađ brot.


mbl.is Skiluđu sandinum og steinvölu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Náttúran tćkninni ofar

Ekki er laust viđ ađ Ţórđargleđin vakni ţegar lesiđ er um frćkilega árás álftar, einnar í 300 svana hópi, sem tók sig til og réđst á ágengan dróna sem stýrt var ađ hópi ţeirra, en erlendir ferđamenn áttu ţar hlut ađ máli, óupplýstir eflaust um íslenzkar reglur á ţessu sviđi. Ţćr reglur ţarf greinilega ađ herđa.

„Ţarna voru um 300 álft­ir. Drón­inn kom beint und­an vindi í augn­hćđ viđ álft­irn­ar. Ţćr voru ekki sér­stak­lega glađar á svip ţar sem ţćr horfđu á drón­ann nálg­ast eins og í stór­svigi, enda var ţetta frek­legt inn­grip í einka­líf ţeirra.“ 

Ţetta seg­ir Berg­sveinn Reyn­is­son, bóndi á Gróu­stöđum og krćk­linga­rćkt­andi, um at­lögu álft­ar viđ dróna ind­verskra ferđamanna, sem um er fjallađ í Morg­un­blađinu í dag. (Mbl.is, nánar ţar)

Ein álftin í flug­taki sló drónann kald­an, eins og bóndinn orđađi ţađ, drón­inn fór á hvolf, tćknin laut í lćgra haldi fyrir náttúrunni!


mbl.is Álftin sló drónann niđur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Brjálćđislegt met í mengunarmálum

Í stađ ţess ađ saur­meng­un yf­ir­borđs­vatns vegna hol­rćsa­út­rása verđur skv. reglum í 90% til­vika ađ haldast undir 100 hita­ţol­num kólí­bakt­eríum eđa saur­kokkum á hverja 100 ml, ţá mćld­ust í raun 20.000 saur­gerl­ar í 100 milli­lítra sýni sem tekiđ var 7. ţ.m. aust­an Faxa­skjóls -- meng­un­in fór sem sé 200-falt yfir leyfi­legt há­mark sem kveđiđ er á um í reglu­gerđ um­hverf­is- og auđ­linda­ráđu­neyt­is­ins nr. 798/1999 um frá­veit­ur og skólp!!!

Segđu af ţér, Dagur B. Egg­erts­son! Og taktu međ ţér í eilífa fríiđ hina ábyrgu međal yfir­manna okur­fyrirtćkisins Veitna!


mbl.is Mengunin fór 200 falt yfir mörk
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Orri Vigfússon látinn

Orri Vigfússon. Ţađ er sorglegt ađ ţessi mćti mađur, einn međal fremstu Íslendinga, er allur. Hugsjónarmađur var hann og beitti sér gegn netaveiđi á laxi í sjó, eđa međ jákvćđu formerki: fyrir friđun villtra laxastofna viđ Norđvestur-Atlantshaf, og hafđi sannarlega árangur sem erfiđi (sjá fréttartengil). Orri er gott dćmi ţess, hvernig menn geta náđ langt alţjóđlega án ţess ađ starfa í gegnum stjórnmálin eđa flokksađild.

Ég kynntist Orra ađeins lítillega, sáumst helzt á stórhátíđum, og góđur var hann viđrćđu. Ég votta eftirlifandi konu hans og fjölskyldu innilega samúđ. Guđs eilífa ljós lýsi honum.


mbl.is Andlát: Orri Vigfússon
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Burt međ allar gróđaframkvćmdir sem skyggja á Seljalandsfoss: risa-ferđamannaskúrinn!

Í myndbandi er dreginn upp 2.000 fermetra stór og 7 ...

"Fyrirćtlanir um einhvers konar ferđamannaskúr viđ Seljalands­foss eru gott dćmi um mistök sem ţarf ađ forđast. Fólk kemur hingađ til ađ njóta óspilltrar náttúru. Allar viđbćtur ţurfa ađ taka miđ af ţví og falla inn í umhverfiđ. Annars skemmist einfaldlega upplifunin."

Svo ritar Stjórnarmađurinn í Markađi Fréttablađsins í dag. Vel mćlt. Og upplifun af fossinum er ekki ađeins sú ađ ganga nálćgt honum og bak viđ hann, heldur líka ađ sjá hann úr fjarlćgđ, eitt af djásnum Eyjafjalla, sbr. lýsingu ágćtrar söngkonu í sama Fréttablađi um helgina, ţar sem manni kom á óvart, hve sjaldgćf sú upplifun er hjá mörgum útlendingum ađ sjá til fossa, en međ ţví einu ađ sjá til ţeirra úr farţegaskipi sem siglir umhverfis landiđ fćr ţetta fólk varla sterkari fegurđarupplifun.

Ég hef ritađ um ţetta mál tvisvar áđur stuttlega, ţetta mun vera annađ inn­leggiđ, hjá Sigurđi Antonssyni:

Ţađ er til skammar ađ ćtla sér ađ reisa ţennan skála ţarna, sem spillir útsýninu. Ţađ er allt og sumt sem ég, gamall ađdáandi Eyjafjallasveitar, vil segja um ţetta hér og nú.

En fróđlegt vćri ađ sjá viđhorf lesenda hér í ţessu máli.


mbl.is „Dreginn upp kassi í ćpandi lit“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Blessuđ sólin elskar allt

Nú eru krakkar loksins orđnir eins og ţeir eiga ađ sér ađ vera, úti ađ leika, í körfu- og fótbolta, hoppandi á trampólínum, í sundi og á rúlluskautum, engum til setunnar bođiđ inni í tölvutćkjum og snjallsímum, enda heiđskírt og hlýtt (ég náđi ađ sjá 16,6°C í Reykjavík). 

En karlarnir eru farnir ađ taka fram grillin sín, ţví ađ eins og ţiđ vitiđ, skiptist tilveran í ţađ karllćga og kvenlćga, jing og jang ...

Og vel er hún kveđin ţessi vísa Hannesar Hafstein:

 • Blessuđ sólin elskar allt,
 • allt međ kossi vekur.
 • Haginn grćnn og hjarniđ kalt
 • hennar ástum tekur.

Ţetta síđastnefnda er náttúrlega í fullum gangi núna á fjöllum og heiđum ...


Stöndum međ bćndum og ţeim samtökum sem vilja varđveita ásjónu landsins gegn Landsneti sem starfar í ţágu erlendra auđhringa

Glćsileg var vörn bćnda og samfélags ţeirra, einkum í Skagafirđi, gegn há­spennu­möstrum sem Landsnet ćtlađi sér ađ leggja í gegnum sveit­irnar, jafnvel mörg friđuđ svćđi. Yfir­gangur Landsnets og lyga­starfsemi virđist blasa viđ af ţeirri vel gerđu og vel samsettu kvikmynd sem sýnd var um máliđ í kvöld í Sjónvarpi. Ţađ var sannarlega mikils virđi, ađ tryggt var, ađ samfelldri upplýs­inga­söfnun var haldiđ viđ, međ viđtölum viđ íbúa árum saman, fundunum á Mćlifellsá og gagnlegum rćđubútum ţađan og víđar ađ.

Aulaháttur stjórnmála­manna, einkum hinna hćstsettu, s.s. ţingmanna Norđ­vestur­kjördćmis á kjördćmisfundi og sjálfs Alţingis, sem renndi í gegnum sig nýjum raforku­lögum međ jafn-lystugum hćtti eins og gómsćtri pízzu, var öllum viđkomandi til skammar, en ţetta tókst Landsneti, ađ véla ţingiđ til fullkom­innar međvirkni. En sem betur fer eru líka dómstólar og fleiri stofnanir í landinu sem geta sett strik í ţennan gróđareikning Landsnetsmanna.

Frábćr var sigur landeigenda á Vatnsleysu­strönd sem unnu loks mál sitt í Hćstarétti gegn lagn­ingu háspennu­línu ofan jarđar, en sigur ţeirra var sigur okkar allra og ţeirra sem eiga eftir ađ fara um ţađ hérađ.

Ađ rćna sveitarfélög skipulags­valdinu međ samţykkt hinna breyttu raforkulaga var meiri háttar slys, sem ekki er of seint ađ snúa frá, breyta lögunum á ný og viđurkenna áfram óskert sjálfrćđi sveitarfélaga. Small is beautiful (Schumpeter).

Ţađ liggur viđ, ađ mađur vilji, ađ stjórnvöld verđi látin sćta refsingu fyrir ađför sína ađ bćndum, landeig­endum og sveitar­félögum hinna dreifđu byggđa lands­ins. En mér er ofar í huga ţakklćtiđ til ţessa einarđa bćndafólks, eins og m.a. fjöl­skyldunnar á Mćlifellsá, Margeirs bónda og konu hans og sonanna Hrafns, sem oftast hafđi orđ fyrir hópnum og gerđi ţađ afar vel, og Sveins bróđur hans og annarra skýrmćltra í ţeim hópi og ţar á međal mjög skeleggra kvenna. Og nú er Landsnet aftur komiđ á byrjun­arreit í ţessu máli, húrra fyrir ţví.

Heiđur ţeim sem heiđur ber, og megi náttúra Íslands lengi fá ađ njóta ţess, ađ valkostur jarđstrengja í stađ háspennu­lína verđi vćntanlega ofan á sem víđast um landiđ.


Göfuglyndi milljarđamćrings

Glćsilega gjöf, mikiđ og fagurt landsvćđi í Patagóníu í suđurhluta Chile, ánafnađi Douglas Tompkins chilísku ţjóđinni eftir sinn dag.

Ţetta er enn hćgt: ađ ţeir ríku horfi út fyrir eigin hag og láti marga njóta auđćfa sinna og fyrirhyggju.

Höfum viđ Íslendingar átt slíka menn? Ég nefni eitt dćmi: Sigurđ Jónasson forstjóra sem gaf okkur jörđ sína Bessastađi undir forsetabústađ. Slíkra má minnast međ ţakklćti.


mbl.is Milljarđamćringur gaf land undir ţjóđgarđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gleđi yfir góđum snjó, hreinum og fögrum í trjánum og býr til kynjamyndir

Ţvílík gleđi fyrir alla krakka sem fullorđna ţessi hálfs metra snjór í Reykjavík, sem féll svo undurlétt í nótt og veđriđ glimrandi bjart og stillt í dag. Ţetta minnir mann á bernsku manns í Skerjafirđi og í Kleppsholtinu, ţar sem oft varđ nú tregt um samgöngur međ strćtó í snjóbyl, og vissulega féll ţá meiri snjór í minning­unni -- kannski misminni, nema ţetta sé sá mesti sem falliđ hafi á einum degi síđan á 6. áratugnum, en stundum safnazt upp enn meiri snjór á fáeinum dögum áđur fyrr.

En margir taka fallegar myndir í dag og njóta sín, heilu fjölskyldurnar spretta fram, í göngutúra, snjókast, međ sleđa eđa (flestir) án. Hér var yngri dóttir hennar Sigríđar Á. Andersen dómsmálaráđherra búin ađ finna sér sinn stađ í snjónum:

P1010521

Í nótt var fariđ ađ ryđja götur í tćka tíđ, en gangstéttirnar látnar vera. Í morgun voru nánast allar götur orđnar göngugötur, fyrst og fremst fólk á ferli, íslenzkt og erlent, en afar fáir bílar; ţeir biđu innilokađir á stćđum međ hálfs metra snjólag ofan á sér!

En ýmsar kynjamyndir sjást í snjókomunni. Herra Davíđ, biskup kaţólskra, benti mér á brjóstmyndina af fyrirrennara sínum, Marteini Meulenberg, ţeim frćga,* og kvađ hann hafa breytzt í egypzkan sfinx međ snjóhettu yfir sér! Hér er hann:

P1010515

 •  (smelliđ á myndirnar)
 •  
 • Vetrarvísa (stirđ fyrst, skánar svo)
 •                                                               .
 • Sér til snjávar, hvíts og hreins,
 • hjartans lifna slögin.
 • Ađ hanga inni´ er ei til neins,
 • allir í vetrartauin !
 • Fátt hefur bjargađ bćndum eins
 • og blessuđ snjóalögin.

Tvíeđli veđurfarsins á vetri var mér nefnilega hér í hug. Ţannig er um gjafir Guđs: viđ getum líka upplifađ mikla fegurđ í vetrarveđrinu, jafnvel stormi, og ţađ sem virđist fyrst og fremst "ófćrđ" eđa fannfergi, sem tálmar ferđir okkar um landiđ, getur á sama tíma birt upp tilveruna í mesta skammdeginu og jafnvel verndađ tún og haga bćnda gegn kalskemmdum. Og mér varđ hugsađ til frćgs kvćđis eftir skólamanninn mikla (lćriföđur sjálfs Jónasar Hallgrímssonar og fleiri góđra manna), ţ.e. rektor Bessastađaskóla og síđar Menntaskólans í Reykjavík: Sveinbjörn Egilsson. Hér eru fyrstu tvö erindi ţess kvćđis:

Ei glóir ć á grćnum lauki

Ei glóir ć á grćnum lauki
       sú gullna dögg um morgunstund, 
né hneggjar loft af hrossagauki, 
       né hlćr viđ sjór og brosir grund. 
Guđ ţađ hentast heimi fann, 
       ţađ hiđ blíđa
       blanda stríđu. 
Allt er gott, sem gjörđi hann. 

Ei heldur él frá jökultindi
       sér jafnan eys á klakađ strá, 
né nötrar loft af norđanvindi, 
       sem nístir jörđ og djúpan sjá. 
Guđ ţađ hentast heimi fann, 
       ţađ hiđ stríđa
       blanda blíđu. 
Allt er gott, sem gjörđi hann. 

 

* Hann var mikils metinn hér og í vinfengi viđ marga, m.a. dr. Jóni Ţorkelsson ţjóđskjalavörđ (skáldiđ góđa Fornólf) og fleiri skáld: séra Matthías Jochumsson, sem og Halldór Laxness og Stefán frá Hvítadal, sem báđir tóku kaţólska trú (eins og prófessor Guđ­brandur rithöfundur, sonur Fornólfs), en Meulenberg var fyrsti erlendi mađurinn sem fekk hér ríkisborgararétt eftir ađ viđ urđum sjálfstćđ 1918 og var vel ađ ţví kominn, sá menningarmađur.


mbl.is Götupartí í Hlíđunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband