Fćrsluflokkur: Alţjóđamál

Sveiflar Trump forseti bjúgverpli kringum sig?

Á Mbl.is er sagt frá merkilegri grein eft­ir Davíđ Örn Svein­björns­son, ađjúnkt viđ laga­deild HÍ, hdl., í nýútkomnum Úlfljóti, ţar sem hann telur hótanir Trumps um gereyđingu N-Kóreu geta faliđ í sér lagalega réttlćtingu fyrir ráđamenn í Norđur-Kóreu til ađ beita kjarnavopnum.

Menn ćttu ađ kynna sér ţessa grein Davíđs, sem teflir ţar fram úrskurđum Alţjóđadómstólsins í Haag 1974 og einkum 1996, ţar sem dóm­stóll­inn taldi sig ekki geta "úti­lokađ ţann mögu­leika ađ beit­ing eđa ógn um beit­ingu kjarna­vopna kynni ađ vera rétt­lćt­an­leg í sér­stök­um ađstćđum ţegar til­vist rík­is­ins er í húfi," og Davíđ reynir ađ leiđa rök ađ ţví, ađ ráđmenn Norđur-Kóreu kunni ađ telja ađ ţetta eigi viđ í ţeirra tilviki.

Viđ vitum, ađ ţađ er gott mál, sem Trump vill fá framgengt: ađ Norđur-Kórea hćtti ađ ögra og ógna nágrönnum sínum og Bandaríkjunum og semji um afvopnun, trúlega gegn tryggingu alţjóđasamfélagsins um, ađ ekki verđi ráđizt á ţađ ríki. En međ óvarlegum ummćlum kann Trump ađ hafa fengiđ sínum verstu óvinum vopn í hendur, ţannig ađ norđurkóreskir ráđamenn, sem fara ţó (í fullu samrćmi viđ hefđir kommúnista frá 1917) hrikalega međ sína eigin ţjóđ, gćtu ţótzt hafa réttlćtingu fyrir vörn eigin lands međ ţví ađ gera árás á Bandaríkin.

Nánar tiltekiđ er ţetta lunginn í rökstuđningi Davíđs:

Rćđa Trumps hafi veriđ flutt á alls­herj­arţingi SŢ og orđunum ţannig beint til alţjóđasam­fé­lags­ins í heild. „Efni yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar var skýrt, gjör­eyđing Norđur-Kór­eu var hótađ, kćmi til átaka. Sú hót­un er einkar trú­verđug í ljósi fram­kvćm­an­leika henn­ar, en Banda­rík­in búa yfir einu stćrsta kjarna­vopna­safni heims­ins ásamt Rússlandi. Ţó um­mćl­in eigi sér stađ í sam­hengi ögr­andi ađgerđa Norđur-Kór­eu felst í um­mćl­un­um hót­un um svo ofsa­feng­in viđbrögđ af hálfu Banda­ríkj­anna ađ skođa verđi ţau sjálf­stćtt, enda kom­in framúr eđli­legri árétt­ingu um sjálfs­varn­ar­rétt ríkja.“

Međ hliđsjón af ţeim viđmiđunum sem Alţjóđadóm­stóll­inn hafi lagt til grund­vall­ar í fyrr­greind­um mál­um kemst Davíđ ađ ţeirri niđur­stöđu ađ ekki sé annađ hćgt en ađ álykta sem svo ađ um­mćli for­seta Banda­ríkj­anna verđi ađ taka al­var­lega og ađ ţau kunni ađ hafa laga­leg áhrif á hugs­an­leg­an rétt Norđur-Kór­eu til sjálfs­varn­ar.

„Banda­rík­in hafa međ skýr­um og op­in­ber­um hćtti frammi fyr­ir alţjóđasam­fé­lag­inu hótađ gjör­eyđingu Norđur-Kór­eu. Í sjálfu sér kann hér ađ vera um ólög­mćta hót­un ađ rćđa sem brjóti gegn grunn­regl­um ţjóđarétt­ar um bann viđ beit­ingu eđa hót­un um beit­ingu vopna­valds. Međ skýr­ari hćtti fel­ast hin laga­legu áhrif í ţví ađ Norđur-Kórea má ótt­ast um til­vist rík­is­ins komi til vopnađra átaka.“

Ţannig kunni ótti Norđur-Kór­eu ađ opna á lög­mćta beit­ingu rík­is­ins á kjarna­vopn­um gegn Banda­ríkj­un­um ađ öđrum skil­yrđum upp­fyllt­um í ljósi álits Alţjóđadóm­stóls­ins frá 1996. „Af­leiđing­arn­ar eru al­var­leg­ar, lög­mćt notk­un kjarna­vopna er ekki úti­lokuđ, ţó vissu­lega sé ţćr enn fjar­lćg­ar í ljósi eđlis og áhrifa kjarna­vopna,“ seg­ir Davíđ Örn Sveinbjörnsson.


mbl.is Hćgt ađ réttlćta beitingu kjarnavopna?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Samstađa Katalóníumanna virđist augljós: ađ 90% kjósenda styđji sjálfstćđi

Djúp og harmrćn er alvaran yfir ţessari mynd af hetju­leg­um bar­áttu­kon­um Katalóna, eftir kosn­inga­dag­inn ţegar hátt í ţús­und lands­manna ţeirra voru sćrđ­ir viđ kjörstađi af spćnsku lög­regl­unni.

90 prósent kjósenda kusu 90 prósent kjósenda kusu "já“ (), međ sjálf­stćđi Katalóníu frá Spáni. 

 

Yfir­völd í Katalóníu segja niđurstöđur kosninganna í dag sýna fram á yfir­gnćfandi stuđning Katalóna viđ sjálfstćđi hérađsins. 90 prósent kjósenda kusu međ sjálfstćđi Katalóníu frá Spáni. The Guardian greinir frá.

Jordi Turull, talsmađur ríkis­stjórnar Katalóníu, tjáđi fjölmiđlum ytra snemma ađ morgni mánudags 2. október ađ 90% af ţeim 2,26 millj­ónum Katalóna, sem greiddu atkvćđi í kosning­unum á sunnudag, hefđu kosiđ „já“.

Turull sagđi enn fremur 8 prósent kjósenda hafa greitt atkvćđi gegn sjálf­stćđri Katalóníu og 2% kjörseđla hefđu veriđ auđir og ógildir. Enn átti eftir ađ telja um fimmtán ţúsund atkvćđi ţegar fjölmiđlar náđu tali af Turull.

Ţá sagđi Turull ađ ţeir kjörseđlar, sem spćnska lögreglan hefđi gert upp­tćka í átökum viđ kjósendur í dag, vćru ekki međ í talningunni. 5,3 milljónir eru á kjörskrá í Katalóníu og kjörsókn ţví um 42,3 prósent. (Visir.is)

Katalónía er afar ríkt hérađ og mikiđ ferđamannasvćđi og spćnskum yfirvöldum ţví mjög í mun, ađ landiđ rífi sig ekki laust frá Spáni. En Katalónar hafa sína eigin tungu og menningu og nú ţennan stađfesta og stađfasta sjálfstćđisvilja. Ţeir eru hátt á 10. milljón. Getur Spánn og alţjóđasamfélagiđ međ réttu neitađ ţeim um sjálfstćđi? Munu veruleg átök hljótast af, ef lýst verđur yfir sjálfstćđi -- jafnvel stríđsástand? En ef spćnsku stjórninni tekst ađ halda ţessari andstöđu niđri, mun ţađ ţá leiđa til ţess ađ róttćkustu öflin ţar grípi til svipađra međala og öfgafullstu Baskar (ETA-samtökin) gerđu á 20. öld?

Ţetta eru alvörutímar og harmur kveđinn ađ mörgum heimilum í Barcelona og Katalóníu, en heitar vonir krauma međ ţjóđinni.


mbl.is 90% sögđu já viđ sjálfstćđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skammarlegt réttarfar

"Lögmađur fórn­ar­lamba Smiths, Ruth Mo­ney, seg­ir ađ máliđ sé til skamm­ar fyr­ir Nýja-Sjá­land og hún hafi enga samúđ međ Smith. Ekk­ert frek­ar en hann hafi sýnt fórn­ar­lömb­um sín­um samúđ." 

Sannarlega rétt og nóg sagt um ţennan svívirđilega morđingja sem spottar réttlćtiđ og leiđir dómara sinn eins og fáráđling međ sér sína afvegu.


mbl.is Sköllóttur morđingi hafđi betur í hárkollumáli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Alltaf er mikiđ á seyđi í veröldinni

Fréttaflutningurinn á Mbl.is er kostulegur og grafalvarlegur í senn. Hér eru ţćr helztu erlendu síđan í gćr (ađeins 3-4 sleppi ég úr röđinni; svo geta menn smellt og rýnt í fréttirnar):

Eins og kerlingin sagđi í heimsstyrjöldinni: "Ţetta endar á ţví ađ ţeir drepa einhvern."


Glćsileg rćđa nýs forseta Bandaríkjanna

Hann olli sínum stuđningsmönnum engum vonbrigđum og talađi göfugmannlega til allra kynţátta og stétta. Viđ "diplómatískri" rćđu bjuggust ýmsir, en hann sló hvergi af sínum hugsjónum og stefnumiđum. Hann vill endurreisa styrkleik bandarísks iđnađar og efnahags og forystuhlutverk landsins, já og ţjóđarstolt, en einnig međvitundina um ađ vera undir blessun almáttugs Guđs og treysta á hann.

Já, góđ var ţessi innsetningarrćđa Donalds Trump og gott líka ađ heyra fyrirbćnir bornar fram fyrir forseta, landi og ţjóđ og fyrir friđi međal ţjóđa.


mbl.is Trump orđinn forseti Bandaríkjanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Múrinn mun rísa

Múrinn mun rísa, segir Trump í fyrsta umtals­verđa viđtali sínu eftir kosning­arnar, í 60 Minutes, og spáir ađ ţrár milljónir inn­flytj­enda úr suđri ţurfi ađ flytjast brott. Ţar fer ţá mörg heimilis­hjálpin, enda er ekki viđ ţví ađ búast, ađ ţarna losni hann viđ 2-3 milljónir eitur­lyfja­sala á einu bretti.

„Ţađ sem viđ ćtl­um ađ gera er ađ ná fólk­inu sem er glćpa­menn og hef­ur flekkađa saka­skrá, međlimi glćpa­gengja, eit­ur­lyfja­sala, ţađ er mikiđ af ţessu fólki, lík­lega tvćr millj­ón­ir, gćtu jafn­vel veriđ ţrjár millj­ón­ir. Viđ erum ađ fara ađ fá ţau burt úr land­inu okk­ar eđa viđ fang­els­um ţau,“ seg­ir Trump í ţví broti úr viđtalinu sem birt hefur veriđ.

Skyldi hann vera ađ skjóta mönnum skelk í bringu eđa meina ţetta í alvöru?

Eins og "veggurinn" frćgi milli Ísraels og byggđa Palestínumanna á ţessi "múr" ekki einfaldlega ađ vera múr alla leiđ. Ţarna eru stórfljótin Rio Grande og Colorado River líka á milli, og Trump hyggst hafa girđingu fremur en múr ađ hluta á landamćrunum, en alls eru ţau 3.201 km löng, og fćri býsna mikiđ smíđaefni í ţá vegalengd, ţótt árnar dragist ţar frá. En nú ţegar eru landmćrin víđa afmörkuđ međ múr eđa girđingu, sbr. hér:

 Vinstra megin er hér bćjarfélagiđ Nogales í Arizona, en til hćgri Nogales í Sonora, Mexíkó.

Hér er svo ađskilnađarveggur á bađströndinni í Tijuana:  

Skyldi ţessi garđur vera granna sćttir eđa tilefni misklíđar og árekstra?


mbl.is Heitir ţví ađ flytja milljónir úr landi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hrćđsluáróđur vesturveldanna veldur spennu ađ óţörfu

Herviđbúnađur NATO-ríkjanna nálćgt landamćrum Rússlands er allt of mikill, en ţar er nú blásiđ til fjölmennra herćfinga NATO. Fráleitt er ađ ćtla, ađ Rússar ráđist aftur inn í Eystrasaltsríkin, og nú er jafnvel svo komiđ, ađ Steinmeier, utanríkisráđherra Ţýzkalands, hefur gagnrýnt ţessar herćfingar Atlantshafsbandalagsins.

Norđmenn eru einnig ađ auka varnarmátt sinn, međfram vegna aukinnar umferđar rússneskra herflugvéla, og leggst ţetta međ öđru til ţessarar auknu spennu.

Ţátttaka ríkisstjórnar Íslands í sóknarađgerđum gegn Rússlandi vegna Krímskaga-málsins er ráđherrunum til skammar og í óţökk ţjóđarinnar.


mbl.is Gagnrýnir herćfingar NATO
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Katalónskir sjálfstćđissinnar unnu sigur

Ekki lízt mér illa á, ađ Catalónía verđi sjálfstćtt ríki, eins og nú eru horfur á; ţađ vćri ţá ekki alveg í fyrsta sinn. 1137 mynduđu Barcelóna og Aragon konungs­ríkiđ Aragon sem sam­ein­ađist loks konungs­ríkinu Castilíu áriđ 1469 međ hjónabandi Ferdinands II í Aragon og Ísabellu I í Castilíu.

Barcelóna er eitt fjögurra hérađa Catalóníu, ađalborgin, sú nćststćrsta á Spáni, enda međal stćrstu borga Evrópu, međ fjórar til 5,4 milljónir íbúa. Hér á ég smápistil um frćga höfuđkirkju í Barcelona: Páfinn vígir basiliku í Spánarferđ.

Margt er óráđiđ enn. Yrđi Catalónía lýđveldi eđa konungsríki? Fer landiđ inn í Evrópusambandiđ? Verđur ţađ í NATO?


mbl.is Sjálfstćđissinnar lýsa yfir sigri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

The Guardian áfram hlutdrćgt til vinstri

 Katharine Viner ritstjóri Guardian

Katharine Viner kann ađ vera frábćrlega hćf og fullreynd ađ góđum verkum til ađ taka viđ starfi ađalritstjóra Guardians, en ólíkleg til ađ sveigja frá vinstri áherzlum ţess. Hún ritar sjálf: "I am committed to developing the Guardian as the pre-eminent progressive and liberal voice" [1]. Ţetta slćr tóninn og er í samrćmi viđ ţá lýsingu Guardians á Wikipediu, ađ ţađ sé miđ-vinstri blađ.

Ţađ er eins gott ađ menn séu sér ţessa međvitađir, sem og, ađ komiđ hefur áđur í ljós í athugunum á fréttaflutningi BBC, ađ starfsmenn fréttastofu ţess fjölmiđils hneigjast oftar til ađ taka viđ ţrćđinum frá Guardian heldur en öđrum brezkum blöđum, og birtist ţađ m.a. í félagspólitískum málum, málefnum Ísraels og Palestínu og um bandarísk mál.

Ţetta er sérstök ástćđa til ađ minnast á í íslenzku umhverfi, ţví ađ Fréttastofa Rúv hefur gjarnan haft fréttaflutning BBC sem sinn meinta, trausta bakhjarl sem trúverđuga heimild. En fréttatúlkanir fjölmiđla bera oft međ sér pólitíska afstöđu fréttamanna; ţar er BBC ekki undanskiliđ.

Ţar fyrir utan er ţađ ekki rétt hjá blađinu, er ţađ segir í sinni mjög svo sóttu vefútgáfu: "Comment is free"! ţví ađ blađiđ útilokar sum innlegg sem eru ţví ekki ađ skapi, ţótt kurteisleg séu, eins og ég hef ítrekađa reynslu af og ţađ nýlega, vegna írska ţjóđaratkvćđisins um breytingu á hjúskaparlögunum, og hef ţó t.d. átt ţar eitt smá-innlegg nýlega um niđurstöđu brezku kosninganna. [2] 

[1] http://gonuj.org/public/ballot/candidates/katharine_viner.html

[2] http://www.theguardian.com/politics/2015/may/08/nigel-farage-shows-the-risks-and-merits-of-a-marmite-politician-ukip#comment-51772830 -- Hér má svo lesa allnokkur innlegg mín á vefsíđur Guardians síđustu fimm árin (ţar af eitt um írska máliđ, en ţónokkur upplýsandi um sama mál útilokađi blađiđ međ sinni ritskođun); flest eru ţessi innlegg ţarna um Falklandseyjamál og varnir fyrir okkur í Icesave-málinu: https://profile.theguardian.com/user/id/4537497 


mbl.is Fyrsta konan í 194 ár
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Frumort ljóđ á ensku eftir íslenzka konu

Ţađ er verulega gaman ađ ţví ljóđi sem birtist međ viđtali viđ Völu Hafstađ í Mbl. og á mbl.is, Lost and Found heitir ţađ og lofar góđu, fyrir hagleiks sakir, um ţau ensku ljóđ hennar sem hún gaf ný­lega út á ljóđabók­inni News Muse, en hún fćst í öllum helztu bókabúđum. Til hamingju, Vala.
mbl.is Yrkir um furđulegar fréttir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband