Vegna ítrekađra árása á Hannes Gissurarson fyrir meinta ritstuldi frá Halldóri Laxness

Ţađ var ekki Halldór sem fann upp orđ­in "kraft­birt­ing­ar­hljómur Guđ­dóms­ins", heldur Magnús nokkur, al­ţýđu­mađur á Vest­fjörđ­um, vel ćtt­ađ­ur ađ vísu, ná­frćndi Jóns for­seta Sig­urđs­son­ar.

Ef einhver hefur "stoliđ" frá öđrum höfundum og án ţess ađ geta ţess jafnóđum, hvađan heimildin var komin, ţá er ţađ Halldór Kiljan Laxness, eins og Eiríkur Jónsson sýndi fram á (Rćtur Ís­lands­klukkunnar, 1981). Gunnar M. Magnúss rithöfundur hafđi áđur sýnt ţetta í ćvisögu sinni um Magnús Hj. Magnússon (Skáldiđ á Ţröm, 1956; annađ rit hans er svo ađ auki Ósagđir hlutir um skáldiđ á Ţröm, 1973).

Ţađ var í túnfćtinum á Hesti í Önundarfirđi sem Magnús "heyrđi alla náttúruna taka undir kraft­birt­ing­ar­hljóm Guđ­dóms­ins" (handrit Magnúsar, Lbs. 2238, 4to, bls. 57*).

Og ţetta og fleiri hugmyndir úr dagbókar­fćrslum Magnúsar eru ekki ţađ eina sem Halldór nýtti sér, ţví ađ "allt fólkiđ úr bađ­stof­unni í Efrihúsum [hinu erfiđa uppeldis­heimili Magnúsar í Ön­und­ar­firđi] birtist á leik­sviđi Laxness og er flest auđ­kennan­legt undir grím­unni," eins og einn ađdáandi Laxness viđurkennir, Kjartan Ólafsson, fyrrv. alţm. og Ţjóđvilja­ritstjóri, í hans frábćr­lega vel unna verki Firđir og fólk 900-1900: Vestur-Ísa­fjarđar­sýsla, árbók Ferđa­félags Íslands 1999, bls. 356.

Hvergi í verki sínu Heimsljósi minnist Halldór Laxness einu orđi á heimildir sínar eđa nefnir Magnús Hjaltason á nafn; Ólafur Kárason Ljósvíkingur er hins vegar nafniđ sem sögupersónan fćr, eins og alkunna er. Hitt er á hreinu, ađ ţegar Hannes Gissurarson skrifađi mikiđ rit um Halldór Laxness, ţá hlaut hann ekki sízt ađ byggja ţađ á endur­minninga­bókum Halldórs, ţađ var allan tímann augljóst. Ađ hann hafi ekki nákvćmn­is­lega sett allt lántekiđ í gćsa­lappir og međ neđan­máls­tilvísunum, verđur ekki lagt honum til lasts og sízt lagt út sem sú beina fölsun sem ritstuldur yfirleitt er. Ađ horfa hér til alfrjálsrar notkunar Laxness á heimildum í stórvirkjum eins og Heimsljósi og Íslands­klukkunni ćtti svo ađ koma ţessum svćsnu árásar­mönnum á Hannes garminn aftur niđur á jörđina, enda voru ţeir međ aula-ásök­unum sínum einfald­lega ađ fóđra sína gömlu pólitísku andúđ á ţeim vel lćrđa manni og ágćta rithöfundi.

* Hér til vísađ skv. áđurnefndu riti Kjartans Ólafssonar, bls. 357 nm.


Bloggfćrslur 7. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband