Fleiri eru ánćgđir (37%) en óánćgđir (27%) međ gildandi stjórnarskrá landsins

Megingallinn viđ hjal Katrínar Jak­obsd. um "nýja stjórn­ar­skrá" frá "stjórn­laga­ráđi" er sá, ađ ţađ ráđ var um­bođs­laust frá ţjóđ­inni, skipađ ólög­lega af 30 al­ţingis­mönn­um ţvert gegn ţá­gild­andi lög­um um stjórn­laga­ţing.

Réttilega kallađi Valgerđur Bjarna­dóttir, formađur stjórn­sýslu- og eftir­lits­nefndar Alţingis, stjórnlagaráđiđ "nefnd skipađa af Alţingi."

Auk ţessa eru svo hinir ótrúlega mörgu vankantar og ţverstćđur í afurđ "stjórn­laga­ráđs", ţ.á m. um 70 sem Feneyja­nefndin tók ađ sér ađ lagfćra.

Einn ćpandi galli er sá, ađ vćri ţetta plagg nú í gildi sem stjórnar­skrá Íslands, vćri Steingrímur J. Sigfússon (međ öll sín brot á bakinu gegn réttindum landsins, í Icesave- og ESB-málum) nú starfandi vara­forseti lýđveldisins međ fullu forseta­valdi, hvenćr sem Guđni Th. vćri erlendis eđa vegna heilsu­fars hans (82. tillögu­grein "stjórn­lagaráđs" felldi niđur, ađ stađgenglar forseta vćru ţrír, nú skuli forseti Alţingis vera sá eini!!).

Ţá fór ţessi ódćla ţingnefnd (stjórnlagaráđ) ekki eftir verkefnaskrá sinni, tók sér miklu meira vald og virti ekki ţá leiđsögn Ţjóđ­fund­ar­ins 6. nóv. 2010, ađ leggja ćtti áherzlu á fullveldi lýđveld­isins. Í stađinn bjó ráđiđ til billegt ákvćđi fyrir ESB-sinna (í 111. grein) til ađ auđvelda all-skyndilegt framsal ríkisvalds til ESB, en batt um leiđ svo um hnútana í sinni 67. grein, ađ ekki fengi ţjóđin eđa hluti hennar ađ krefjast ţjóđ­ar­atkvćđa­greiđslu um uppsögn inngöngu­samnings viđ Evrópu­sambandiđ! Ţađ mátti sem sé fara inn í ESB (ţrátt fyrir missi fullveldisréttinda), en ekki nýta sér 65.-66. grein­ina frá "ráđinu" til ađ fara út úr ţví!

Og ekki fekk ţjóđin ađ hafna áđurnefndum tveimur valds­framsals­greinum (111 og 67) í ţjóđ­ar­atkvćđa­greiđsl­unni 20. okt. 2012, ţegar ađeins fekkst kosiđ um sex spurningar!

Ekki mjög "sexý" lýđrćđi ţetta!!! (svo ađ gripiđ sé til orđalags Tonys Blair og helzta ráđgjafa hans á sínum tíma).


mbl.is Fleiri ánćgđ međ stjórnarskrá
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 1. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband