Verður Samherja-spillingin viðurkennd hér?

Dómsmála- og sjávar­útvegs­ráð­herrar Namibíu hafa nú sagt af sér vegna máls Samherja, undir þrýstingi forsetans, en seint mun kvótakónga-vinurinn Bjarni Ben. gera Kristjáni Þór, þægum þjóni sínum, það sama. Málið allt er hneyksli, augljóslega fyrir Namibíu og eins fyrir Ísland, sem má naumast við því, nýkomið inn á gráan lista um lönd þar sem peningaþvætti hefur viðgengizt og jafnvel auðveldað framlög til hryðjuverka erlendis!

Gunnar Smári Egilsson spáði því fyrir fram í gær, að Samherji myndi kaupa sérumfjöllun í Fréttablaðinu um þetta hneykslismál fyrirtækisins og að það ætti sér fordæmi þar á bæ áður. Í dag kemur svo í ljós, að aðferðin, sem orðið hefur ofan á hjá blaðinu, er greinilega sú að fela málið sem mest, nánast eins og í viðleitni til að þagga það niður með lágmarks-umfjöllun -- alls ekki slegið upp á forsíðu, heldur troðið í eins dálks frétt á bls. 2!

"Áhrifakaup" (öðru nafni mútur) eru ekkert nýtt fyrirbæri hér á Íslandi, í stjórnkerfinu jafnvel (m.a.s. í alvarlegustu málum) og af hálfu fyrirtækja, m.a. með keyptri, hagstæðri umfjöllun fjölmiðla. Þetta er þeim mun auðveldara þegar fyrirtæki eru með drjúgan hluta rekstrar síns eða sölustarfsemi erlendis, og fróðlegt væri að vita, hversu feitir eru aflands-reikningarnir sem þau hafa með ólög­mæt­um hætti komið í skattaskjól í öðrum löndum. Þegar svo jafn­vel Seðlabanki Íslands stóð að því að bjóða eigendum fjármagns erlendis 20% afslátt af kaupum íslenzks gjaldeyris, þá var það enn eitt ranglætið, verið að hygla sumum, gegn stjórnarskrárákvæði um jafnstöðu lögaðila gagnvart mismunun!


mbl.is Forseti Namibíu vill losna við spillta ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband