Frćđimannsefni á Landsbókasafni um 1968-70

 

P1020128 2

Hér sit ég viđ ađ lesa, örugg­lega eitthvađ annađ en skólabćk­urnar (viđ MR), heldur ćttfrćđi, ađ ćtla má, ekki ólík­lega í Presta­ćvum Sig­hvats Gríms­sonar Borg­firđ­ings eđa Ćtta­tölu­bók hans. Lá ég í ţeim bók­um og í Ćvum lćrđra manna (66 binda verki dr. Hann­esar Ţor­steins­sonar í Ţjóđ­skjala­safni) sem og í kirkju­bók­um og mann­tölum auk fjölda ann­arra bóka í Safna­húsinu, sćllar minningar. Myndin er nokkuđ óskýr, enda einungis ljósmynd af prentađri mynd í bókinni Safnahúsiđ 1909-2009 Ţjóđ­menning­ar­húsiđ (Rv.2009), bls.87, ţar sem hún er bćđi skýrari, stćrri umleikis (og annar mađur á henni ađ auki) og tilkomumeiri. Ljósmyndari er ókunnur -- eđa hér međ lýst eftir honum!

Borđin og stólarnir í Safnahúsinu, ţví mikla frćđasetri, voru ekki af verri endanum og allt ţar međ virđulegum blć, og má enn sjá ţar merki ţess, ţótt húsiđ hafi sett ofan ađ vera gert ađ nokkru leyti ađ veizlusölum stjórnvalda, jafnvel til ađ kynna landráđa­samninga um Icesave-máliđ! En ţar hafa ţó líka veriđ menningarlegar sýn­ingar (s.s. um Hannes Hafstein og Heimastjórnina) og viđburđir, til dćm­is til heiđurs höfuđskáldinu Snorra Hjartarsyni og nýlegri ráđ­stefna um Jónas Hallgrímsson, ennfremur handrita- og sögu­sýningar o.m.fl.


Bloggfćrslur 13. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband