Sannarlega eigum viđ ađra kosti í Icesave-máli, eins og Bjarni Ben. segir

Kostirnir, sem Steingrímur og Össur ađ mćla ákaft međ fyrir ţjóđaratkvćđiđ, eru afarkostir og ţrćlalög. Stađan er enn ţannig, eins og sjálf Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur sagt, ađ viđ vorum ekki skyldug til ađ semja um neinar greiđslur til Breta og Hollendinga fyrir Icesave-lögin 28. ágúst, og ţetta er stađreynd, sem ýmis lögfrćđiálit, íslenzk sem erlend, stađfesta. Ef menn hamra hins vegar á ţví, ađ okkur hafi veriđ skylt ađ borga – ţvert á móti réttindum ţeim, sem tilskipunarákvćđi Evrópubandalagsins 94/19/EC á ađ tryggja okkur (ţađ sem sýnir og sannar sakleysi íslenzka ríkisins og ţjóđarinnar í Icesave-málinu) – ţá eru menn í raun ađ vega í eigin knérunn, ţ.e.a.s. ađ veikja samningsstöđu okkar. Gerum ţađ ekki, heldur heimtum okkar ýtrasta rétt! Börnin okkar og fjölskyldur eiga ţađ skiliđ.

Íslenzka ţjóđin átti ekki ţennan banka og tók ekki viđ ţessum Icesave-innlánum, og hún á heldur ekki ađ borga! Eignasafn Landsbankans á líka alveg ađ duga fyrir lágmarkstryggingum (20.887€) innistćđnanna, og viđ eigum alls ekki ađ ljá máls á ţví, ađ Bretar ţynni út forgangskröfu Tryggingasjóđsins íslenzka í eignasafniđ međ ţví ađ gera kröfu sína vegna innistćđna umfram 20.887€ jafngildar lágmarkskröfunum. (Ţađ er Ragnars Hall-ákvćđiđ, sem átti ađ rétta hlut okkar gagnvart ţessu ósanngjarna samningskröfumáli Breta og Hollendinga, en Svavar, Indriđi, Steingrímur, Össur og Jóhanna og öll ţeirra handbendi ţvertóku fyrir ađ halda ţeirri kröfu til streitu í upphaflega Svavars-samningnum og í Icesave2-samningnum og lögunum frá 30. desember.)

Og ef ţađ er á annađ borđ fariđ ađ semja um eitthvađ frá ríkinu, sem okkur ber ţó ekki ađ gera, ţá eru alltjent vextirnir glćpsamlega háir (5,55%), 3,7-falt hćrri en ţeir mćttu mestir vera (1,5%) samkvćmt jafnrćđisreglum EES-svćđisins, og hef ég skrifađ mikiđ um ţađ mál, bćđi hér og á vef Kristinna stjórnmálasamtaka, Krist.blog.is.*

Málstađur okkar er stórum ađ styrkjast eftir allt moldrokiđ 5. og 6. janúar. Öll töf málsins hefur veriđ okkur til góđs. Nú eiga Bretar og Hollendingar ţađ jafnvel yfir höfđi sér ađ fá ekki fyrri löggjöfina, af ţví ađ ţeir hafa hafnađ fyrirvörunum í dćmalausum hroka sínum og af ţví ađ allt er ađ snúast ţeim í mót, eins og sést af fjölmörgum ummerkjum erlendis, t.d. skrifum í Wall Street Journal, leiđara- og greinaskrifum í Financial Times og Independent (sjá sama Fréttablađ 8. janúar, bls. 8: "Leiđarar Financial Times og Independent: Ekki setja Ísland í skuldafangelsi"), af bloggskrifum víđa um lönd, af yfirlýsingu utanríkisráđherra Lettlands og nú í dag Litháens, af kröftugum orđum Evu Joly (miklu meira en ţetta sem hér var sagt, sbr. nánar á ţessum vef mínum) og af ţeirri ákvörđun Norđmanna ađ tefja ekki lániđ til okkar, ásamt mörgu öđru.

Málstađur sannleikans og Íslands er ósigrandi. Viđ ţurfum bara ađ passa upp á, ađ Fjórflokkurinn fari ekki međ sigurlíkur okkar út í veđur og vind međ óráđs-atferli sínu.

Margt vćri hćgt ađ skrifa um all-kröftuga rćđu Bjarna, en ég lćt ađ sinni nćgja ađ vitna í ţessi lokaorđ fréttarinnar ýtarlegu á Mbl.is: 

  • Eva Joly segist hafa fengiđ ţađ stađfest hjá höfundum Evrópureglugerđarinnar um innstćđutryggingar, sem liggur til grundvallar Icesave-deilunni, ađ reglugerđinni hafi aldrei veriđ ćtlađ ađ takast á viđ hrun bankakerfis heillar ţjóđar. Hún hafi rćtt viđ höfunda reglugerđarinnar og ţeir stađfest ţetta.* Ţetta er svipađ sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur sagt og meirihluti ţjóđarinnar er sammála, ađ sögn Bjarna.
  • Hvernig er hćgt ađ rökstyđja ţađ ađ viđ tökum á okkur ţessar skuldbindingar fyrir einkabanka, sagđi Bjarni á fundinum í Valhöll ţar sem fjölmenni fylgdist međ formanni Sjálfstćđisflokksins fara yfir stöđu mála í Icesave-málinu.

mbl.is Bjarni: Eigum ađra kosti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Fara Jóhanna og Steingrímur ekki ađ mćđast á ţví ađ róa gegn međbyrnum? Ef ekki vćri fyrir Evu Joly vćrum viđ löngu komin undir grćna torfu á köldum klaka - enda ţreytist Fréttablađiđ flokksholla ekki á ţví ađ vefengja ţennan verndarengil sem međ veseni sínu og niđurrifsstarfsemi tefur sífellt fyrir ánauđarsamningunum.

Nú verđur ađ hamra járniđ međan heitt er og semja upp á nýtt. Annađ eru hrein og klár embćttisafglöp.

Jón Agnar Ólason, 9.1.2010 kl. 15:59

2 Smámynd: Einar Karl

Eru margir sem trúa ţví ađ íslensku bankarnir hafi falliđ VEGNA ađgerđa Breta, eins og HHG segir í ţessari grein?

Vissulega hefur hann haldiđ ţessu fram ótal sinnum, en ţađ er nú einu sinni svo ađ lygi verđur ekki sönn viđ ađ ţađ endurtaka hana nógu oft.

Og áđur en ţú ferđ ađ blammera mig og ásaka um ađ koma međ rangfćrslur hingađ inn biđ ég ţig ađ rifja nú upp í huganum, ţví ţetta er ekki langt síđan:  Hvenćr féll Landbankinn? Hvenćr settu Bretar hryđjuverkalög? Ćtlar ţú ađ halda ţví fram ađ Glitnir hefđi lifađ af ef Bretar hefđu ekki gripiđ til ţessara ráđstafana, sá banki sem var í mestu lausafjárkröggum og fékk ađ kenna á bananastjórnsýslu DO?  Eđa heldurđu ađ Kaupţing hefđi lifađ af og ekki orđiđ fyrir áhlaupi dauđhrćddra sparifjáreigenda eftir ađ fréttirnar bárust um Icesave? Lastu ekki fréttirnar sem láku af lánabókinni?

Ţú mátt alveg halda áfram ađ berjast fyrir ţínum sjónarmiđum í ţessu máli, en málstađ ţínum er lítill greiđi gerđur međ orđum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem sat í bankaráđi Seđlabankans, og sagđi svo frá í febrúar 2009 ađ einu verkefni Seđlabankans vćru "smáverkefni eins og lausafjárskýrslur og gengisjafnađarreglur"

Einar Karl, 9.1.2010 kl. 20:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband