Max Keiser á Russia Today er minn maður í Icesave-máli!

Þetta er brilljant náungi og spurning hvort hann notar brilljantín til að undirstrika þá staðreynd. En aufúsugestur var hann í stofum Íslendinga* í dag í Silfri Egils. Egill var lengi staður og tregur, en skánar óðfluga í Icesave-málinu með því að hleypa slíkum mönnum að. Max Keiser hefur þegar unnið ómælt gagn fyrir Ísland, meira en milljónfalt á við okkar veiklunduðu stjórnvöld og slöppu samninganefndir.

Mbl.is hermir hér alveg rétt frá:

  • Fréttaskýrandinn Max Keiser segir að Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands og Gordon Brown, forsætisráðherra, hafi beitt hryðjuverkum á Ísland og Íslendingum beri ekki að greiða Bretum og Hollendingum vegna Icesave. Frekar eigi Ísland að fara fram á skaðabætur frá Bretum.

Hve miklar skaðabætur? – Jú, fimm til sex milljarða punda, "if not double or triple that amount," eins og hann sagði þegar hann tók Birgittu Jónsdóttur í frábært viðtal í sjónvarpsþætti sínum. En 2–3 x 5.000.000.000 pund = 2.065 milljarðar króna til 3.717 milljarðar (eða gróft talað um 2–3,7 billjónir króna; ein billjón er milljón milljónir). Samt er þetta maður sem veit fullvel, um hvað hann er að tala.

  • Egill Helgason tók viðtal við Keiser í Silfri Egils í dag en Max Keiser hefur fjallað talsvert um Ísland undanfarin ár og lýsti í viðtalinu þegar hann ræddi við starfsmenn erlendra banka á 101 hóteli fyrir nokkrum árum. Þar lýstu þeir því hvernig þeir tækju stöðu gegn krónunni. 
  • Keiser segir eðlilegt að lögsækja bankamennina íslensku sem beri ábyrgð á hruni bankanna. Hann segist von að þeir fái harðari refsingu heldur en þeir fái í Bandaríkjunum. 

Þeir voru snöggir á Mogganum að skrifa frétt um þetta – það er vel. Max þekkir afar vel til okkar mála, það fer ekki a milli mála. Okkur vantar svona aggressívan mann í baráttuna erlendis. Hann hefur raunar þegar gefið sig fram. Hann heitir Max Keiser!

  • Hann segir að ef Íslendingar vilji ekki verða skuldaþrælar næstu áratugina þá greiði þeir að sjálfsögðu atkvæði gegn Icesave-lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni.  

Það er gott að fá einn algáðan, ótimbraðan mann í Silfur Egils öðru hverju! 

Og vitaskuld lít ég á það sem laukrétt hjá honum, að Alistair Darling og Gordon Brown hafi beitt Ísland hryðjuverkum og að Íslendingum beri ekki að greiða Bretum og Hollendingum vegna Icesave. Skömm þeirra er að magnast, og það vitlausasta sem við gætum gert núna væri að fara í hrossakaupasamninga við þá, t.d. með helmings-aflætti á þeirra siðlausu, ólöglegu rukkun. VIÐ EIGUM EKKI AÐ BORGA NEITT.

Meira á eftir. 

Hér er viðtalið frábæra sem Max Keiser hafði við Birgittu Jónsdóttur og birt var í þætti hans, Kaiser Report, 14. þessa mánaðar (hún kemur þar, þegar um 13,55 mín. eru liðnar af þættinum):

 

* A.m.k. 80% Íslendinga, sjá HÉR!

Hér er hægt að lesa eldri umfjöllun mbl.is um Keiser 


mbl.is Segir Darling og Brown vera hryðjuverkamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: VAT

milljarður og billjón er fyrir löngu talið vera það sama... þ.e. þúsund milljónir...

fyrir breytingu táknaði billjón 10^12, en ekki lengur...

VAT, 31.1.2010 kl. 16:33

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Vladislav, þú ferð með rangt mál. Billjón hjá okkur er 1000 milljarðar, en 1 billion í Bretlandi er = 1000 milljónir (1 milljarður).

Jón Valur Jensson, 31.1.2010 kl. 16:48

3 identicon

Undirskriftasöfnun www.afram-island.is ...beintengt við þjóðskrá...skráið ykkur og látið alla vita....við viljum dómstólaleiðina

sandkassi (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 18:26

4 Smámynd: Björn Birgisson

Hvar er færslan mín?

Björn Birgisson, 31.1.2010 kl. 19:28

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hún datt út, Björn minn! Ég hafði svo ekki tíma til að koma með þessa orðsendingu til þín (var sendur út í búð í brýnum erindum): Björn, þú verður að setja innleggið inn aftur, ég varð að svæfa það. Þú gerir þetta fyrir mig, en slepptu þvi að vísu að minnast á tiltekinn garð í Landinu helga, og gættu þess líka, að ég er ekki í Sjálfstæðisflokknum, ég gekk úr honum þegar þeir sátu hjá um Icesave-ólögin 28. ágúst sl., 14 af 16 þingmönnum flokksins. Nú stefni ég með ýmsu nýju fólki á að stofna kristinn stjórnmálaflokk. – Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 31.1.2010 kl. 19:49

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eigirðu ekki innleggið, þá get ég vakið það til lífs að nýju um svo sem þriggja mínútna skeið!

Jón Valur Jensson, 31.1.2010 kl. 19:51

7 Smámynd: Björn Birgisson

Ég á það ekki.

Björn Birgisson, 31.1.2010 kl. 20:14

8 Smámynd: Björn Birgisson

Þú endurvekur bara þennan draug frá Grindavík, sem þú "varðst að svæfa"! Hvað þýðir það?

Björn Birgisson, 31.1.2010 kl. 20:16

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er e-h sem þarf að skoða. Má vera að taki fleiri ár - en, við ættum að eiga inni milljarða punda skaðabætur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.1.2010 kl. 20:17

10 Smámynd: Björn Birgisson

Getur verið að sumum henti betur að "svæfa" en svara?

Björn Birgisson, 31.1.2010 kl. 20:19

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég verða að segja, að - Björn og Jón - að þetta er undarlegt rifrildi.

Ekki veit ég hver spurningin hans Björns, var.

------------------------

Annars, mjög áhugaverður þáttur hjá honum Keiser.

Búinn að horfa á hann.

Takk fyrir að setja hann inn.

---------------------------

Spurning hvað þessi "Jubilee" hreyfing gerir, en hún ku vera að íhuga, að taka upp málsstað Íslands.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.1.2010 kl. 20:45

12 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Valur, hvað ætlar þú að gera? Minn næsti leikur ræðst af því.

Björn Birgisson, 31.1.2010 kl. 20:58

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kæri Björn minn, ég fór svo beint í matinn og gleymdi þér! En hér er innleggið þitt, eins og það er í stjórnborði mínu, en ég sleppi orðinu eina:

Björn Birgisson: Icesave? EM í handboltanum lét mig gleyma því drullumalli í nokkra daga. Jón Valur, hvað finnst þér um aðkomu Bjarna og Sigmundar Davíðs að því máli að undanförnu? Styður þú þinn formann afdráttarlaust? Eða ertu kannski kominn með hann í [...]garðinn?

31. jan. 2010 19:05.

Jón Valur Jensson, 31.1.2010 kl. 21:16

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

OK, Björn - innleggið er komið fram.

Ég skal svara þessu fyrir mitt leiti.

---------------------------

Ég vil benda á umfjöllun Silfurs Egils í dag, 

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4472550/2010/01/31/

en þar kom fram einstaklingur, titlaður húseigandi, 

hann sýndi fram á, - og mynnti á gagnrýni félagsmálaráðherra þess efnis að aðgerðir í skuldamálum mættu ekki gagnast þeim ríku fyrst og fremst- að aðgerðir þær sem eru í gangi í skuldamálum, eru einmitt að gagnast hinni ríku yfirstétt fyrst og fremst.

Þ.e. mjög áhugaverð útkoma, og algerlega þvert á loforð forsætisráðherra.

------------------------

Ég minnist á þetta, til að minna á, að það eru engir englar þarna á Háa Alþingi. Sannarlega má vera að Sigmundur og Bjarni Ben, séu í einhverjum pólitískum hráskinnaleik.

En, ef við segjum svo, þá virðist fullljóst, að það á einnig við um ríkisstjórnina.

-------------------------

Er þá ekki valið, á milli slæmur og verri?

Nefni hér ekki hvor er hvor.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.1.2010 kl. 21:26

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Björn, ég hef nú eitthvað tjáð mig hér um þessa ferð þeirra Sigmundar og Bjarna og vísa til þess, en var eðlilega mjög tortrygginn, enda er allt merkt í bak og fyrir af leyndarhyggjunni sem ríkt hefur lengst af um þetta mál. Sigmundur heyrðist mér þó heimkominn hljóma býsna róttækur um málið, og hvorugur þeirra vill einhverja grunnrista andlitslyftingu fyrir Bretana og Hollendingana. Sigmundur vill greinilega Ragnars Hall-hugsunina inn í samningana, ef af þeim verður, og trúlega ekki þessa vaxtauppsöfnun í mörg ár, sem og (örugglega) í mesta lagi þá vexti sem hans eigin fulltrúi í bankaráði Seðlabankans, dr. Daniel Gros, vill. Ég viðurkenni, að að öllu þessu væri drjúg vörn í málinu, ef allt kæmi til, en myndi þó ekki kalla það varnarsigur. Sigur vinnst aðeins, ef sakleysi okkar er viðurkennt að fullu (þó að Landsbankinn verði auðvitað að borga sitt og TIF sömuleiðis það sem hann getur); það þýðir, að ekki verði greitt eitt penný né ein evra úr ríkissjóði til þessarar vitleysu.

VIÐ EIGUM EKKI AÐ BORGA! En ég læt aðra um að meta mátulegar skaðabætur sem Brown-stjórnin ætti að borga okkur!

Jón Valur Jensson, 31.1.2010 kl. 21:26

16 Smámynd: Björn Birgisson

Herra Jón Valur Jensson. Ritskoðun er eymdarleg og ekki í anda þess gegnsæis sem þjóðin þarf á að halda nú. Skítt með það! Viltu svara spurningunni um aðkomu Bjarna og Sigmundar? Eða viltu "svæfa" hana? Öldungis stórmerkileg fælnin við "garðinn"  Hvernig víkur því við?

Björn Birgisson, 31.1.2010 kl. 21:32

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Björn minn, ég var nú að svara þessu þarna fyrir ofan þig.

En kallarðu allt ritskoðun, sem felur í sér, að ekki megi sturta hverju sem er í fjölmiðlana? Nú varst þú reyndar ekki með neinn óhroða þarna, en þú veizt vel, að ég vil ekkert hér inn sem varpar minnsta skugga á sérstöðu Krists (og það vitaskuld að óþörfu!).

Jón Valur Jensson, 31.1.2010 kl. 22:08

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Seint kom þetta svar mitt, en það var af því að ég var ekkert að fylgjast með honum Birni, heldur upptekinn á öðrum slóðum, hér á þessari CNN-vefsíðu, sem nefnist Iceland president: We are being bullied, en þar á ég allnokkur innlegg í vörn fyrir okkar réttindi. Athugið, að smella þarf á "more" til að sjá þau innlegg til fulls.

Jón Valur Jensson, 31.1.2010 kl. 22:14

19 Smámynd: Björn Birgisson

Jesús Kristur Jósefsson, var lang flottasti  maður sem gengið hefur á  þessari jörð. Sannur jafnaðarmaður í orði og anda.

Óhroða? Ég? Aldrei.

Aðrir, þér þóknanlegir, sjá um þann þátt mála, ásamt þér sjálfum, þegar hentar. Gusugangurinn á þessari síðu, í garð ríkisstjórnarinnar, verður oft til þess að orðið óhroði kemur upp í koll lesenda. Er óhroði eins betri en óhroði annars. Ekki finnst mér það.

Varðandi baráttu þína í þessu Ísbjargar máli Kjartansdóttur vil ég segja eitt.

Hún er til fyrirmyndar. Ég vona að þín sjónarmið verði ofan á að lokum.

Efa það þó. 

Björn Birgisson, 31.1.2010 kl. 22:32

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Björn minn. Hafðu þetta eins og þú vilt.

Jón Valur Jensson, 31.1.2010 kl. 23:05

21 Smámynd: Sævarinn

Auðvitað skuldum við Bretum og Hollendingum ekki penní, það var alla tíð vitað og ég skil ekki hvað þessi auma ríkisstjórn er að þverskallast við að ná einhverjum díl á einhverju sem á að tryggja eftir á, maður tryggir ekki eftir á, ef svo er þá er komið líka þetta fína fordæmi.Staðreynd nr 1: Breska ríkið vissi að Icesave var aldrei með Íslenska ríkisábyrgð, Staðreynd 2: Breska ríkið varaði þegna sína frá því að leggja inn peninga á Icesave út af staðreynd nr 1. Staðreynd 3: Breska ríkið hótaði okkur efnahaglslegum árásum og gerðu það með því að setja okkur á hryðjuverkalista og frysta allar eigur Seðlabankans(peninga og gullforða) og allar eigur íslenskra banka í Bretlandi. Staðreynd 4: Við slíka framkvæmd ölli það algeru efnahagslegu hruni annarra banka og laskaði ímynd Íslands stórkostlega á alheimsvísu. Bretar skulda okkur billjarða í skaðabætur og það á ekkert að vera að semja við þá um eitt né neitt, þeir skulu gjöra svo vel og koma til okkar og semja um fyrstu greiðsluna frá þeim til okkar en ekki öfugt.

Sævarinn, 31.1.2010 kl. 23:40

22 Smámynd: Elle_

Jón, ég vildi koma þessu inn hér strax.  RUV þýddi orð Max Keiser vitlaust.  Hann sagði TRILLIONS (1.000.000.000.000.000.000) OF DOLLARS og RUV þýddi það sem billjónir.  Það eru grafalvarleg mistök. Elle

Elle_, 31.1.2010 kl. 23:59

23 Smámynd: Elle_

Nei, Jón, verkfræðingur nokkur (ekki Loftur) sagði mér að trillion væri með svona mörgum núllum, en ég gáði í Wiki Answers (http://wiki.answers.com/Q/How_many_zeros_are_in_a_trillion) og þar segir að trillion sé svona:
1.000.000.000.000.  Þýðir það þá billjón miðað við íslenska orðið billjón? (Ekki billion eins og í USA, sem er milljarður á íslensku).

Elle_, 1.2.2010 kl. 00:14

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég held það einmitt, Elle, grunaði að þetta væri rangt hjá þér í fyrra innlegginu, og svona tölum við um billjón hér: 1.000.000.000.000.

Í Ensk-ísl. orðabók Arnar og Örlygs segir reyndar: trillion, n. 1. (í Bandaríkjunum og Kanada) billjón, milljón milljónir. 2. trilljón, milljón milljónir milljóna.

Jón Valur Jensson, 1.2.2010 kl. 01:15

25 Smámynd: Sævarinn

Bretland notast við lengri mælikvarða (long scale) og Bandaríkjamenn nota stuttan mælikvarða (short scale), og það ruglar marga, ætli Jóhanna viti af þessu ? nei afsakið, hún skilur ekki ensku ...

Sævarinn, 1.2.2010 kl. 02:16

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sævar, ég er alveg sammála innleggi þínu hinu meira, fyrir utan þetta atriði: "Staðreynd 2: Breska ríkið varaði þegna sína frá því að leggja inn peninga á Icesave út af staðreynd nr 1." Ég spyr: Varaði brezka ríkið fólk við því að leggja inn á Icesave-reikninga nema þá hugsanlega mjög seint í markaðssetningu þeirra?

Jón Valur Jensson, 1.2.2010 kl. 03:12

27 Smámynd: Sævarinn

Sæll Jón, ef ég man rétt þá var það gert nokkrum mánuðum fyrir hrunið því þeir sáu að bankinn var að taka inn miklu meira af pening en allir hinir, eins og einhver Breti sagði "þetta var of gott til að vera satt og þeir sem áttu peninga áttu ekki að kaupa svona gyllilboð, þeirra er tapið, og ekki annarra að borga það" og ég bætti við "maður tryggir ekki efir á", en það vill Íslenska ríkisstjórnin gera til að blíðka fyrir EU inngöngu, mikið mega okkar kynslóðir þurfa að fá að súpa seyðið af þessum fáránleika. Ísland á ekkert erindi í EU og það bjargar engu, við getum alveg komið okkur á réttan kjöl því við erum skuldlaus við Breta og Hollendinga að mínu viti og þeir skulda okkur peninga og það mikla, ekki öfugt.

Sævarinn, 1.2.2010 kl. 11:27

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þér, Sævar, um a.m.k. allt það, sem þú segir hér í seinni hlutanum, og um lokaályktun þína!

Jón Valur Jensson, 1.2.2010 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband