Já, tíminn vinnur međ Íslandi í Icesave-máli! Kanadamenn bregđa nýju ljósi á réttar- og samningsstöđu okkar

"ÓHEPPILEGT" vćri, ef ráđgjafar í Icesave-deilunni fengju ţau fyrirmćli "ađ leysa bćri máliđ fyrir 6. marz, svo hćtta mćtti viđ ţjóđaratkvćđagreiđsluna," segir Harvard-doktor í hagfrćđi sem stendur nćrri Donald Johnston, kanadíska lögmanninum sem skipađur hefur veriđ ráđgjafi Íslands í nýjum Icesave-samningum ásamt Lee Buchhheit. Ţessi Harvard-doktor er Grant Reuber, sem var stjórnarmađur Canada Deposit Insurance Corporation, félags í eigu Kanadastjórnar, sem fer međ innistćđutryggingar, en hann hefur einnig veriđ bankastjóri Bank of Montreal "međ yfirumsjón međ endurskipulagningu skulda hjá ýmsum ríkjum, ţ.m.t. Brasilíu, Argentínu, Kosta Ríka og Mexíkó," eins og segir í merkri frétt Baldurs Arnarssonar á bls. 6 í Mbl. í dag: Tíminn vinnur međ Íslandi í Icesave-málinu. Reuber var ađstođarfjármálaráđherra Kanada 1979–80 og rektor viđ University of Western Ohio 1988–92.

Donald J. Johnston, ráđgjafi okkar, var fjármálaráđherra Pierres Trudeau í ríkisstjórn Kanada 1980–84, gegndi ýmsum störfum fyrir yfirvöld ţar, síđast sem yfirmađur fjárlaganefndar ríkisins og var bćđi "öflugur ráđherra" og "einstaklega skýr og góđur lögmađur" ađ sögn Reubens.

Hér vćri freistandi ađ koma međ miklu meira úr ţessari frétt Mbl., en ég hvet alla til ađ koma höndum yfir blađiđ, og raunar er ţađ naumast vansalaust fyrir ţá, sem vilja fylgjast á ábyrgan hátt međ umrćđu og fréttum ađ vera ekki áskrifendur ađ ţessu dagblađi, sem birtir miklu meira efni og málefnalega umfjöllun um Icesave-máliđ og um fleiri stórmál í okkar stjórnmálum heldur en Fréttablađ Jóns Ásgeirs gerir! – Ég er ekki feiminn viđ ađ segja ţetta og sé ekki ástćđu til ađ bćta neinu öđru viđ um ţađ en ţví, sem Skapti Hallgrímsson endađi pistil sinn međ í Mbl. sl. laugardag: "Sími áskriftardeildar er 569-1100."

Ţađ blása ferskir vindar um ţessi mál, ţegar erlendir sérfrćđingar eiga skyndilega innkomu í stađnađ reykjarloft skotgrafarhernađar ríkisstjórnarinnar í málinu. Hér er ekki veriđ ađ mćla niđur málstađ Íslendinga – ţvert á móti. Reuber segir, ađ Íslandi beri "engin tafarlaus skylda til ađ endurgreiđa féđ sem Bretar og Hollendingar hafa greitt sparifjáreigendum í löndum sínum. Ég lít svo á, ađ á ţessari stundu ćttuđ ţiđ ekki ađ borga nokkurn skapađan hlut."

Lesiđ greinina og skođiđ ţar, hvađa samningstíma hann talar um sem eđlilegan, ef viđ ákveđum ađ borga, og á hvađa vöxtum!!! 


mbl.is Tíminn vinnur međ Íslandi í Icesave-málinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Haraldsson

Er á verđi gegn landráđastjórnvöldunum

Sigurđur Haraldsson, 15.2.2010 kl. 10:26

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sbr. ţetta?!

Jón Valur Jensson, 15.2.2010 kl. 10:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband