Frumherjinn í baráttu fyrir lífsrétti hinna ófćddu er látinn

Ţorvaldur Garđar Kristjánsson  Ţorvaldur Garđar Kristjánsson, sem lengi var forseti efri deildar Alţingis og sameinađs ţings, er látinn, nírćđur ađ aldri. Hann var glćsilegur fulltrúi Vestfirđinga sem ţingmađur ţeirra um langt árabil. Hann var vel menntađur lögfrćđingur, síđar hćstaréttarlögmađur, en gekk ungur til starfa fyrir Sjálfstćđisflokkinn, var framkvćmdastjóri hans um 11 ára skeiđ og bjó ađ mikilli reynslu og yfirsýn um málefni, eins og nánar má lesa um í ćviskrá hans á vef Alţingis og í minningarorđum um hann viđ upphaf ţingfundar í morgun (sjá fréttartengil hér fyrir neđan). Ţar má m.a. lesa um áhuga hans á starfsháttum og deildaskipun Alţingis, en hann var ţeirra manna helztur, sem andmćltu ţví, ađ deildaskiptingin var aflögđ, og skrifađi bćkling međ heitinu Deildir Alţingis. Alls sat hann 29 ţing, var fyrst kosinn 1959 og sat ţar síđast samfleytt 1971–1991. Međal margvíslegra félagsmálastarfa í ţágu ţjóđar og ţings, flokks síns og góđra málefna, var hann borgarfulltrúi í Reykjavík 1958–1962 og manna lengst fulltrúi Íslands á ţingi Evrópuráđsins (1962–1987), gegndi ţar oft varaforsetastörfum og var kjörinn heiđursfélagi Evrópuţingsins áriđ 1988.

Ţorvaldur Garđar var lífsverndarmađur Íslands par excellence. Hann stóđ í fylkingarbrjósti ţeirra, sem mćltu gegn frumvörpum um víđtćka rýmkun á eldri lögum sem heimiluđu fósturdeyđingu á Íslandi, en slík lög náđu ţó fram ađ ganga áriđ 1975, honum til mikillar hryggđar. Fyrstur manna flutti hann frumvarp um, ađ slíkar lćknisađgerđir skyldu ekki leyfđar af félagslegum ástćđum, enda ćtti ađ leysa félagsleg vandamál međ félagslegum ađgerđum, ţađ var jafnan hans viđmiđ, og hann lét líka ekki undir höfuđ leggjast ađ bera fram tillögur í ţví efni, einstćđum mćđrum og fátćkum fjölskyldum til ađstođar. Ţótt hann sigldi á móti straumi ţess tíma og talađi fyrir daufum eyrum margra ţingmanna, fekk hann líka ađra ţingmenn til liđs viđ sig, m.a. Salóme Ţorkelsdóttur, Lárus Jónsson og Árna Johnsen. Alls flutti hann slíkt frumvarp á a.m.k. sex ţingum, oftar en ekki í samfloti viđ ađra, en jafnan var hann leiđtoginn. Aldrei sveik hann sína hugsjón, heldur hélt ţessu málefni manna mest á lofti í rćđu og riti.

Hann var útnefndur heiđursfélagi Lífsvonar, samtaka til verndar ófćddum börnum, á ađalfundi ţeirra 1992, og hélt ţar rćđu ţar sem hann fjallađi almennt um málstađ lífsverndar. Rćđan er birt í Lífsvon, fréttabréfi samtakanna.

Meistaralega uppbyggđar rćđur og greinar Ţorvaldar Garđars verđa lífsverndar­sinnum á Íslandi áfram aflvaki og hugmyndabanki í baráttunni fyrir helgi lífsins.

Međ mikilli virđingu og söknuđ í huga minnist ég Ţorvaldar Garđars og hans göfugu hugsjónarbaráttu. Tel ég ţađ til gćfu minnar ađ hafa fengiđ ađ kynnast honum persónulega, á skrifstofu hans í ţinginu og heima viđ, og ţiggja af gnćgtabrunni reynslu hans. Hann var höfđinglegur í sjón og reynd og naut virđingar jafnt samherja sem pólitískra andstćđinga á ţingi, eins og sýndi sig ţegar vinstri stjórnar meirihlutinn kaus hann áfram sem forseta efri deildar 1978.

Fagurt heimili áttu ţau Ţorvaldur og hans elskulega kona Elísabet María Kvaran, lengi í Útnesi viđ Skerjafjörđ, en fluttu sig seinna um set í sama bćjarhluta. Hún lézt áriđ 2006. Ég votta dóttur ţeirra, Elísabeti Ingibjörgu, og öđrum ástvinum samúđ mína. Drottinn veiti dánum ró, en hinum líkn, sem lifa.


mbl.is Ţingmenn minntust Ţorvalds Garđars
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir góđ orđ Jón Valur í minningu Ţorvaldar Garđars. Ţekkti hann mjög vel enda fćddur Önfirđingur eins og ég. Og stutt er síđan annar Önfirđingur og fyrrv. alţingismađur, Gunnlaugur Finnsson á Hvilft í Önundarfirđi lést.
Báđir heiđursmenn og unnu ţjóđ sinni og landi heilt á ţeirra lífsferli.
Blessuđ sé minning ţeirra.

Guđmundur Jónas Kristjánsson, 16.4.2010 kl. 13:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband