Þvílík ósvífni: stríð hagfræðinga við Hæstarétt og lögvarinn rétt lánþega

Það er sama hvert litið er, fjármálamenn og hagfræðingar, frá Pétri Blöndal, Jóni Steinssyni og Guðmundi Ólafssyni til Más Guðmundssonar, Gylfa Magnússonar og beinna hagsmunaaðila, vilja fremja VALDARÁN með vanvirðingu þriðja þáttar ríkisvaldsins, þegar þeir leggjast gegn því að samningsvextir fái að gilda í myntkörfulánum.

Þar er ekki svo, að þarna sé ekki um neina vexti að ræða eða bara 2 til 3%. Sumir samninganna eru með um 4% vöxtum, aðrir með 1,8% og 3,5% vaxtaálagi ofan á (5,3%), enn aðrir með 6,8%, og sennilega hefur verið lántökugjald að auki (1%), þannig að samningarnir kveða á um vexti, sem þættu fjarri því að vera lágir í ýmsum löndum heims.

Samninga ber að virða! Viðskiptaráðherrann þykir þar að auki vera svo hagsmunatengdur, m.a. Samtökum fjárfesta, að réttast er fyrir hann að þegja héðan í frá og ævinlega um þetta mál.

Menn eru skiljanlega farnir að tala hér um coup d'État, valdarán og stjórnlagarof, þegar framkvæmdavaldið og fjármálastofnanir ríkisins og alþingismenn eins og Pétur Blöndal, Helgi Hjörvar, Mörður Árnason og Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra endemismála, leggjast allir á eitt um að ráðast á dóm Hæstaréttar og lögvarinn rétt lántakenda.

Valda- og eignastéttin gegn þjóðinni, það er það sem er að gerast, í krafti lögleysu sem veður uppi þrátt fyrir úrskurð æðsta dómstóls landsins.

Svo er í beinu framhaldi verið að hóta lántakendum að vera settir á vanskilaskrá vegna þessa yfirgangs fjármálafyrirtækja! Það sýður á almenningi vegna þessa máls og stutt í uppþot, og þá kemur þessi hneykslanlega orðsending frá Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, tilmæli "með tárin í augunum" (eins og einn orðai það) til bankanna um að leggja á 8,25% ólöglega vexti!

Hafa bankar og fjármálafyrirtæki ekki nú þegar hagað sér nógu illa gagnvart almenningi? Það er ánægjulegt, að varnarmenn hagsmuna almennings eins og Marinó G. Njálsson, Hagsmunasamtök heimilanna,  Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, Neytendasamtökin og einnig menn eins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins skuli berjast í þessum málum. 


mbl.is Miða við lægstu vexti á hverjum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Ríkisstjórn sem brýtur vísvitandi á Stjórnarskránni er fallin, henni ber tafarlaust að víkja þvi hún getur ekki haft umboð til að starfa fyrir þjóðina þvi umboðið felst í þvi að starfa skv Stjórnarskránni.

Því er það mitt mat sem lögdindils að Ríkisstjórnin hafi nú með þvi að samþykkja tilmæli Seðlabanka og Fmr sagt af sér

Steinar Immanúel Sörensson, 30.6.2010 kl. 14:49

2 Smámynd: Elle_

Við gerum bara ekkert það sem þeir vilja, sættum okkur ekki við að lög séu endalaust brotin á okkur fyrir lögbrjóta og þjófa.  Vona að allur almenningur fari ekki eftir neinum ólöglegum rukkunum, heldur dómi Hæstaréttar einum. 

Elle_, 30.6.2010 kl. 17:52

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég þakka ágæt innleggin. Bendi fólki ennfremur á að greiða ekki neinar afborganir af þessum lánum án þess að gera það "með fyrirvara: ég áskil mér fyllsta rétt til lægri greiðslu [eða: endurgreiðslu] skv. réttarúrskurði dómstóla."

Jón Valur Jensson, 30.6.2010 kl. 19:22

4 identicon

Þarf að minna á að Hæstiréttur hefur ekkert sagt um það hvað eigi að gera við þessi lán?

Kamui (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 01:50

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kamui, íhugaðu vel þessi orð Guðmundar Ásgeirssonar á nýrri bloggsíðu minni ('Hneykslanlegt framferði ríkisstofnana'):

"Í dómi héraðdóms í máli NBI gegn Þráni ehf. sem var staðfestur af Hæstarétti segir: "miða verði við upphaflegan höfuðstól auk áfallinna vaxta, en að ekki sé heimilt að reikna annars konar verðtryggingu í stað gengisviðmiðunar." – Er ég virkilega sá eini sem tók eftir þessu?" segir Guðmundur þar að lokum.

Jón Valur Jensson, 1.7.2010 kl. 02:19

6 identicon

Ein ástæða þess að svo virðist sem fáir hafi tekið eftir þessum dómi er sú að hann er einfaldlega ekki alveg sæmbærilegur og hefur ekki fordæmisgildi vegna þess sem hér um ræðir. Hefði hann það gætir þú verið nokkuð viss, eðli málsins skv. að fræðimenn hefðu bent á hann í meira mæli... er það ekki?

Og áður en þú ferð að saka mig um að vera í liði með hinum og þessum langar mig að taka fram að þó ég vilji skoða málin frá fleiri en einni hlið þýðir það ekki að ég taki afstöðu líka.

Í einum af mínum fyrstu lögfræðitímum á sínum tíma talaði Sigurður Líndal um það að þeir sem héldu áfram laganámi tækju fljótlega eftir því að hugsun þeirra breyttist, menn færu sjálfkrafa að skoða mál frá öllum hugsanlegum hliðum.

Sem er það sem ég reyni yfirleitt að gera, eitthvað sem virðist oft fara í taugarnar á þér Jón Valur, þar sem þú virðist líta svo á að menn geti um alla hluti annaðhvort verið með eða á móti.

Kamui (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 04:05

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kamui: Ég er ekki lögfræðingur og treysti mér því ekki til að fullyrða um fordæmisgildi dómsins í máli NBI gegn Þráni, ég kann hinsvegar að lesa það sem er skrifað á íslensku, eins og t.d. laganna bókstafur. Reyndar er ég búinn að innrita mig í lögfræðinám, en mér er tamt að hugsa öll mál frá fleiri en einni hlið, svo það mun ekki reynast mér hindrun í náminu ef af því verður.

Ég gef lítið fyrir þau rök að áðurnefndur dómur skipti ekki máli vegna þess að þá væru "sérfræðingarnir" búnir að vekja athygli á því. Er þá nærtækast að benda á að hundruðir lögfræðinga og annara "sérfræðinga" hefðu mátt vita undanfarin 9 ár að gengistrygging væri ólögleg. Enginn þeirra vakti athygli á því, ekki einu sinni ráðherranefnan sem stóð fyrir viðkomandi lagasetningu á sínum tíma.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.7.2010 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband