Stóra dóms vænzt yfir ESB-innlimunarhyggjunni sem aðeins 26% fylgja

"Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingar, talar um stóra dóm þegar viðræðum við ESB ljúki" (Mbl.is). Vonandi verður það stóridómur yfir innlimunarhyggjunni og útsendurum hennar. 

 

 

Í frétt Mbl.is segir: "Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokks, segir að um sé að ræða forystulaust ferðalag og Íslendingar vilji fara að einbeita sér að málum heima fyrir." – Vel mælt!

En úr Halldórsdeildinni i Framsóknarflokknum berst þessi annarlegi hljómur: "Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokks, segist enn vilja skoða hvað viðræðurnar fela í sér fyrir Íslendinga." Þjóðhollir, fullveldissinnaðir Framsóknarmenn geta ekki lengur treyst ýmsum þingmönnum sínum í þessu máli.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.


mbl.is Andstaða við aðild að ESB eykst meðal þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú þarft þá ekki að hafa miklar áhyggjur af væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu.... :)

Kamui (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 11:51

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér er ALLT í húfi, kamui.

Það, sem verra er: hér er líka mikið í húsi fyrir Evrópubandalagið – og það hefur áður misbeitt áhrifum sínum hroðalega, með því að ausa 500 milljónum evra (nú tæpl. 80 milljörðum króna) í áróður fyrir innlimun Tékklands í bandalagið. Og þú kippir þér ekkert upp við það, sýnist mér. Ætlar ÞÚ að leggja fram fé til að styðja andstæða málstaðinn, okkar fullveldis- og sjálfstæðissinna?

Jón Valur Jensson, 2.7.2010 kl. 11:56

3 identicon

Þú meinar semsagt að í nafni lýðræðis viljir þú svipta menn rétti til að kjósa um eigin framtíð vegna þess að þeim sé ekki treystandi til þess?

Ég ætla hvorgum málsstaðnum að leggja fé, ég vona bara að sem flestir fái tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun þegar öll gögn liggja fyrir.

Ég treysti íslenskum kjósendum fullkomlega til að segja nei þegar þar að kemur.

Svo veit ég ekki betur en að stærsti stjórnmálaflokkur landsins sé alfarið á móti aðild og þeir eiga menn bæði peninga til að standa í þeirri baráttur og þungavigtarmenn á baki þeim peningum verulega hagsmuni að verja.

Mér finnst fjáraustur ESB í einhverskonar kosningabaráttu alveg jafn svívirðileg og krafan um það að svipta kjósendur þeim rétti að fá að velja og hafna.

Þau rök halda engu vatni Jón Valur að halda því fram að ekki eigi að kjósa vegna þess að kjósendum sé ekki treystandi - það gengur þvert gegn öllu því sem lýðræði landsins byggist á.

Kamui (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 12:18

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í nafni sjálfstæðis þjóðarinnar endurtek ég einu sinni enn:

Það á að krefjast AUKINS MEIRIHLUTA fyrir öllu afsali á frumrétti þjóðarinnar til fullveldis í öllum hennar málum, einkum um löggjafarvaldi.

Þessa vilja EU-sinnar ekki unna þjóðinni.

Yfirlýsingar um traust á kjósendum er kjánalegt. Kusu þeir ekki þessa stjórn? Kusu þeir ekki Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu?

Horfðu ekki fram hjá áhrifavaldi peninganna, þú sérð það í Fréttablaðinu og Stöð 2!

Jón Valur Jensson, 2.7.2010 kl. 12:33

5 identicon

Fyrir það fyrsta Jón Valur, eins og þér hefur verið bent á og ég tel reyndar að þú vitir fullvel, þá er innganga í ESB EKKI afsal á fullveldi hennar í öllum málum, til að mynda er stjórnarskrá aðildarríka í ÖLLUM tilfellum skor ofar lögum sambandsins.

Og talandi um kosningar, þá kaus fólk þessa stjórn - stærsti hluti þingmanna hennar bauð sig meira að segja fram undir þeim formerkjum að það að skoða aðild að ESB væri forgangsmál.

Og í guðanna bænum ekki tala um áhrifavald peninga, hér var ríkjandi stjórn í fjölda kjörtímabila undir hæl LÍU, sömu aðilar og nú stjórna Morgunblaðinu..

Hvað finnst þér eðlilegt krafa um aukinn meirihluta, ég get alveg samþykkt að hægt sé að færa rök fyrir slíku þó ég sé því ekki sammála

Kamui (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 12:47

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

p>Þú ferð rangt með hér, Kamui, þegar þú segir stjórnarskrár "aðildarríkja í ÖLLUM tilfellum skor ofar lögum sambandsins," því að ekki sér þess neinn stað í aðildarsamningum (accession treaties*) þeirra ríkja, þar gerir Evrópubandalagið fortakslausa kröfu til þess, að Community Law (lög bandalagsins sjálfs) hafi algeran forgang (precedence) og að í hvert sinn sem þau rekast á (eru "in conflict with") landslög á hverjum stað, þá skuli lög ESB ráða. Þar að auki sé ESB sjálft með dómstól til að úrskurða um alla túlkun samningsins og vafaatriði. Þetta er ekki að áskilja okkur neinn rétt, þvert á móti fær Brusselvaldið allan rétt, og það JÁTA nýju "aðildarríkin" með undirskrift þessara aðildarsamninga (inngöngusáttmála)! Afleiðingarnar verða hrikalegar, þegar bandalagið fer að beita þessari heimild af fullu afli. En þetta eru lúmsk kvikindi og höfðu þetta í fáum orðum, ótvíræðum, en ekki fyrir alla að koma auga á.

Já, það er rétt, fólk kaus þessa ríkisstjórn, það sannar mál mitt: kjósendur eru skeikulir mjög og ekki sífellt treystandi til hvers sem er! En nú hafa þeir þó lært, nú styðja 41% þeirra þessa vanhæfu stjórn!

Svo má spyrja þig: Viltu ekki bara blogga um þetta sjálfur, eða þarftu í sífellu að nota mínar bloggsíður sem ræðupall fyrir þig sjálfan? "Treystirðu" ekki sjálfum þér til að ná augum og eyrum þjóðarinnar?

PS. Afsakið ásláttarvillur í flýti skrifaðar.

* sjá http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/878892/

Jón Valur Jensson, 2.7.2010 kl. 13:51

7 identicon

Jón Valur, án þess að hafa um það fleiri orð þá sýnir þetta síðasta svar þitt fátt annað vanþekkingu þína á því sem um ræðir - þannig hef ég t.d. bent þér á það áður að dómstóll ESB hefur sagt það oftar en einusinni að framkvæmdastjórnin getur EKKI tekið fyrir hendur ríkisstjórna aðildarríkjanna.

Stjórnarskrárdómstólar í t.d. þýskalandi eru æðri reglum bandalagsins og svo er...

Þó að þú farir hér aftur og aftur með sömu staðreyndavillurnar verða þær ekkert réttari fyrir vikið - annars er það ekki mitt hlutverk að kenna þér evrópurétt.

Ekki að það skipti þig máli, þú virðist þekkja þetta betur en bæði nemendur og kennarar á þessu sviði.

Þú segir niðurstöður kosninga sýna að kjósendur séu skeikulir - getur ekki verið að þegar kosið var hafi meirihluti kjósenda verið fylgjandi aðildarumræður

Svo vil ég minna á að enginn nýleg könnun hefur mælt hversu stór hluti þjóðarinnar vill sjá hvað er í boði og kjósa svo.

Annars sé ég að ég er farinn að pirra þig, enda vilt þú fáa aðra í umræðum hér en þá sem eru þér sammála um flest allt

Ég kveð þig því að sinni - vil samt hvetja þig um að verða þér úti um eina til tvær kennslubækur í Evrópurétti - þær eru ekkert sérstaklega þung lesning og ættu að leiðrétta ýmsar þær ranghugmyndir sem þú virðist hafa

Kamui (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 18:36

8 Smámynd: Elle_

Europe Direct for Hampshire

EU Law: Does European Law Override National Law?:

Yes it does.
Is this stated in the Constitution?   Yes
Is this anything new?       No.

The principle of European law overriding national law has actually been around since 1963, when it was decided that European law could not be applied in different ways in the Member States, without fundamentally undermining any chance of acheiving the Treaty objectives.  Treaty objectives are agreed by the member governments when a new Treaty is being drafted.

http://www.europeanlawmonitor.org/EU-Information/EU-Legal-Principles/EU-Law-Does-European-Law-Override-National-Law.html

Elle_, 2.7.2010 kl. 19:47

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir þetta gagnlega innlegg, Elle. Virkileg hjálp í því, meðan ég hafði öðrum hnöppum að hneppa.

Kamui, þó að það fari kannski framhjá þér, þá var ég að tala um LÖG Evrópubandalagsins, ekki um framkvæmdastjórnina.

Ég hef sagt það og segi enn, að lög ESB rými burt öllum lögum aðildarlandanna, sem samrýmast ekki lögum ESB.

Þetta er augljóst líka af þeirri vefsíðu minni, sem ég vísa í með tengli í lok innleggsins kl. 13:51 hér ofar og hef áður bent þér á ítrekað.

Hún er þessi (upphaf hennar):

Réttinda-afsalið sem yfirlýst og staðfest yrði með aðildarsamningi (accession treaty) við Evrópubandalagið.

Já, hvernig lítur það út? Engu minna en svona: "Community law takes precedence over any national provisions which might conflict with it." Nánar tiltekið:

"... in joining the European Union, the applicant States accept, without reserve, the Treaty on European Union and all its objectives, all decisions taken since the entry into force of the Treaties establishing the European Communities and the Treaty on European Union and the options taken in respect of the development and strengthening of those Communities and of the Union;"

"... it is an essential feature of the legal order introduced by the Treaties establishing the European Communities that certain of their provisions and certain acts adopted by the institutions are directly applicable, that Community law takes precedence over any national provisions which might conflict with it., and that procedures exist for ensuring the uniform interpretation of Community law; whereas accession to the European Union implies recognition of the binding nature of these rules, observance of which is indispensable to guarantee the effectiveness and unity of Community law."

Þetta má allt og fjöldamargt annað um aðildarsamninga Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Austurríkis (1994) lesa á þessari vefslóð: http://eur-lex.europa.eu/en/treaties/dat/11994N/htm/11994N.html#0001010001.

Jón Valur Jensson, 3.7.2010 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband