Er ţađ hlutverk forsvarsmanna Tryggingasjóđs innstćđueigenda og fjárfesta, FME, ráđuneyta og slitanefnda banka ađ leyna almenning mikilvćgustu upplýsingum?

Mikil og öflug rannsóknarvinna Lofts verkfrćđings Ţorsteinssonar er ađ baki afar athyglisverđum pistli hans: Trúnađarupplýsingar frá einni ríkisstofnun til annarrar!.

Ég hef fylgzt međ vinnu hans ađ ţessum málum, bréfaskiptum hans viđ FSA og FSCS í Bretlandi og hollenzka ađila, ekki ađeins ţví sem fram hefur komiđ á vefsíđu Lofts, heldur einnig á stjórnarfundum okkar sem sitjum í stjórn Ţjóđarheiđurs – samtaka gegn Icesave, og enn fremur í bréfaskiptum okkar hinna sömu.

Glöggskyggni Lofts, nćrfćrni og varkárni viđ ađ lađa fram nauđsynlegar upplýsingar án ţess ađ ljósta upp öllu jafnóđum, sem gćti sett vissar stofnanir í varnargírinn og látiđ ţćr loka á hann í upplýsingagjöf, og elja hans viđ ađ rannsaka ţessi mál og leiđa ţau í ljós fyrir okkur, sem viljum vita og skilja, er ađdáunarverđ.

En hér er líka um gríđarlega ţjóđarhagsmuni ađ rćđa og afar mikilvćgt, ađ ţjóđrćkinn mađur, einbeittur, ókvalráđur og međ skýrt markmiđ fyrir augum, leiti á ţessi miđ og upplýsi mál fyrir almenningi og láti ekki bjóđa honum steina fyrir brauđ.

En í ţessu verki hefur Loftur sannarlega mćtt mótstöđu hins stađa og forheimskandi kerfis íslenzkrar stjórnsýslu, sem ýmist svarar ekki bréfum eđa gerir ţađ seint og illa og lćtur sem ţađ beri enga ábyrgđ og svari gjarnan út í hött eđa sveipi sig leyndarhjúpi. Hvađ er veriđ ađ verja međ slíkum svörum, m.a. Páls Benediktssonar?

Er ţađ í alvöru metnađur íslenzkra fjölmiđlamanna, sem fara út í ađ gerast upplýsingarfulltrúar ríkisstofnana, stórbanka og skilanefnda, eins og Páls ţessa, ađ taka ţátt í leyndarhyggju stjórnvalda og ađ loka og lćsa upplýsingargögn inni í stađ ţess ađ veita ađgang ađ ţeim, ţegar almenningur á ţar svo mikiđ undir ţví ađ fá hlutina upp á borđiđ?

Er Páll Benediktsson sáttur viđ ađ vera vel fóđrađur upplýsingafulltrúi skilanefndar upp á ţau býti, ađ hann upplýsi helzt ekki neitt um ţessi feimnismál íslenzkra stjórnvalda? Er ţađ sjálfvirđingu hans og metnađi um megn ađ standa sig eins vel í ţessum málum eins og upplýsingarfulltrúar nefndra sjóđa og stofnana í Stóra-Bretlandi?

Hjartans ţakkir, Loftur, fyrir baráttu ţína, ţú ert mađur ţjóđarinnar og ćttir mörgum fremur skiliđ ađ ţiggja Fálkaorđuna fyrir rannsóknarstörf ţín ađ ţessum stórháskalegu Icesave-málum, ţar sem huglaus og svikul stjórnvöld hafa međ einbeittum brotavilja róiđ ađ ţví öllum árum ađ steypa yfir íslenzka ţjóđ frekri og allsendis ólögvarinni kröfu sem brýtur í bága viđ ţađ tilskipunarákvćđi Evrópubandalagsins, 94/19/EC, sem sýnir og sannar sakleysi íslenzka ríkisins og ţjóđarinnar í Icesave-málinu.

Mesta fjárhagslega áfall olíuiđnađarins hér á jörđu frá upphafi vega er tjóniđ af olíuslysinu í Mexíkóflóa. Heildartap hins ábyrga, brezka BP-olíurisa í ţví máli er 390 milljarđar króna. En ţetta er ekki nema helmingurinn af ţví skađrćđi, sem Steingrímur og Jóhanna vilja valda ţjóđ sinni međ ţvi ađ taka á hana ţá ólögvörđu kröfu sem brezka og hollenzk stjórnvöld halda ađ okkur í krafti lögleysu, falsana og ofríkis-yfirburđa!

Eftirmáli. Stóran hluta af ţessari fćrslu minni sett ég inn sem athugasemd viđ áđur tilvísađa grein Lofts á vefsetri hans. Ţetta svar hans er svo íhugunarvert, ađ ég kýs ađ bćta ţví hér viđ:

  • "Flestir landsmenn hafa persónulega reynslu af ađ eiga samskipti viđ Íslendsk stjórnvöld, eđa Valdstjórnina eins og elítan vill láta nefna sig. Ţessi reynsla er slćm og er ţá sama hvort um er ađ rćđa ríkis-Valdiđ eđa Valda-stofnanir Reykjavíkur, svo dćmi sé tekiđ. Almenningur er međhöndlađur af fyrirlitningu.
  • Eftir ađ hafa reynt hvernig innlendar ríkisstofnanir starfa, ţá vekur undrun og ađdáun ađ eiga samskipti viđ ríkisstofnanir í sumum öđrum löndum. Ţar er fólki mćtt af virđingu og reynt er ađ veita svör viđ spurningum fólks innan ákveđins tíma. Til samanburđar, á ég inni hjá Íslendskum ríkisstofnunum nokkur 35 ára gömul svör.
  • Vćri ekki ástćđa til ađ fara reglubundiđ yfir hvernig ţjónustu ríkisstofnanir veita almenningi ? Líklega hefur enginn í ríkiskerfinu áhuga á slíkri úttekt. Spillingin er svo útbreidd, ađ heiđarlegir einstaklingar, sem ţar vissulega finnast, halda sig til hlés. Ţetta ástand er skömm og hneisa og stór orsakavaldur ađ núverandi efnahagserfiđleikum ţjóđarinnar."
  • Loftur Altice Ţorsteinsson, 10.7.2010 kl. 13:58.

mbl.is FME telur lagagrundvöll gengislánatilmćla traustan
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband