Vonir aukast um ađ ráđherramáliđ fái umfjöllun fyrir Landsdómi, til sýknu eđa sakfellingar

Ánćgjulegt er, ađ ţingmenn Samfylkingar (2) í ţingmannanefndinni láta ekki hrćđa sig frá ţví ađ taka ţátt í meginefni hennar. Sjálfir leggja ţeir til, ađ ţrír ráđherrar verđi kćrđir, ađrir vilja ađ ţeir verđir fjórir, nema hvađ fulltrúar Sjálfstćđisflokks vilja engan Landsdóm. Foringi ţeirra, rétt eins og formađur Samfylkingar, hafa međ hlálegum hćtti talađ um lögin um Landsdóm sem "úrelt", og tók ţó Bjarni sjálfur ţátt í ţví fyrir tveimur árum ađ breyta ţeim lögum (sem ţá voru 45 ára, ekki "frá 19. öld"!), og var ţađ ekki í fyrsta né annađ sinn sem ţeim lögum var breytt. Mörg lög okkar eru miklu eldri, t.d. fyrningarlögin, frá öndverđri 20. öld, og ćtlar Bjarni afneita lagagildi ţeirra, af ţví ađ ţau séu "úrelt"?!

Ekki óx hann í áliti sem lögfrćđingur, ţegar hann fór ađ tala um meinta desuetudinem landsdómslaganna og úreldingu ţeirra, um leiđ og loksins kom fram sú eđlilega krafa ađ beita ţeim vegna ábyrgđar ráđherra á óleyfilegum stjórnarathöfnum eins og ţeim ađ halda ráđherra eins ráđuneytis utan viđ samráđ og ađ einn eđa tveir ráđherrar gangi inn á verksviđ ţriđja ráđherra og jafnvel fjórđa (Árna) um leiđ.

Svo hafa Ingibjörg Sólrún og sumir í hinum hrunsflokknum beitt ţeirri röksemd fyrir sig ađ vara ţingiđ viđ ţví ađ brjóta stjórnarskrána, af ţví ađ ţar hafi ekki veriđ réttlát málsmeđferđ í vinnubrögđum ţingmannanefndarinnar. En ţetta er útúrsnúningur á okkar helztu mannréttindaskrá, eins og sést hér í fréttinni (leturbr. mín):

  • Atli sagđi um ţetta, ađ Ingibjörg Sólrún vísađi til 70. greinar stjórnarskrárinnar sem fjallađi um réttláta málsmeđferđ fyrir dómi.„Ef ţessar ţingsályktunartillögur verđa samţykktar ţá verđur sú málsmeđferđ réttlát, ţví saksóknari Alţingis, sem kann ađ verđa kosinn, mun afla sönnunargagna, fara í dómprófanir og ţar fram eftir götunni. Viđ lýsum ţví ýtarlega í okkar áliti," sagđi Atli.

Málsmeđferđarákvćđiđ tekur ekki til kćru, t.d. frá lögreglu, eđa málshöfđunar lögfrćđings, heldur til dómsmeđferđar. Einnig ţessi gerviröksemd fólks međ hćpinn málstađ fellur ţví um sjálfa sig.


mbl.is Ekki tillaga um breytingar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband