Hefur Jón Valur Jensson verið rekinn úr stórhausahópnum á blog.is?

Hvað veldur, að ég sést þar ekki? Hef ég eitthvað af mér brotið gagnvart Árna Matthíassyni á blog.is? Hvers vegna er þá ekki haft samband við mig? Ekkert veit ég mig hafa gert til að verðskulda þetta. Voru skrif mín um staðgöngumæðrun – nýjasta frjálshyggjuflipp Sjálfstæðisflokks-forystunnar og Róberts Marshall og ugglaust fleiri Samfylkingarmanna – einhverjum vanþókknanleg? Er þá ekki nóg með að Ragnheiður Elín Árnadóttir er látin ganga á rauðum dregli inn í fjölmiðla til að kynna þá ofurfrjálshyggju sína (þvert gegn allri löggjöf á Norðurlöndunum og víðast hvar um heiminn), þarf líka að takmarka möguleika annarra til að kynna andstæð sjónarmið?

Þagnar- og leyndarhyggja á ekki upp á pallborðið hjá þjóðinni, þótt tíðkuð sé í hverri viku hjá Icesave-stjórninni. Blog.is ætti sízt að draga dám af hennar starfsháttum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Óskarsson

Ertu svolítið hégómafullur Jón Valur?

Egill Óskarsson, 24.1.2011 kl. 19:50

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, ekki held ég það, Egill. Hvað með sjálfan þig?

Jón Valur Jensson, 24.1.2011 kl. 20:41

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst að við eigum ekki að kenna ríkisstjórn við eitthvað sem hún ber enga ábyrgð á. Af hverju ekki tala um „Vinstri stjórnina“?

Auðvitað má alltaf gagnrýna en alltaf er hyggilegt að færa góð og gild en umfram allt hófsöm rök fyrir máli sínu án þess að sletta skammaryrðum í setningarnar. Endilega má skoða góða fyrirmynd þar sem textar Jóns Sigurðssonar eru en hann hefði aldrei komist jafnlangt ef textarnir hans væru útbíaðir í endalausum skömmum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 24.1.2011 kl. 21:40

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Icesave-stjórnin ber ábyrgð á sínum samningum: Icesave-I, Icesave-II, Icesave-III, Guðjón, og láttu ekki eins og þú sért fæddur í gær.

Svo er þetta engin alvöru vinstri stjórn. Flestum öðrum stjórnum tækist betur upp að vera vinstri stjórnir. Þetta er skattpíningarstjórn sem vill ekki einu sinni hjálpa til að launþegum verði tryggðar 200.000 krónur í lágmarkslaun. Þetta er ranglætisstjórn, sem þrátt fyrir kosningaloforð hefur beygt sig undir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þjónar honum til borðs eftir HANS kröfum og HANS hugmyndum, m.a. með því að njörva ríkið niður við að styðja banka einhvera auðmanna með lausafjárframlagi, ef á þurfi að halda. Þetta er Icesave-stjórn sem hagar sér eins og leppur Breta og Hollendinga og sennilega sinna eigin hysterísku ranghugmynda um að við verðum að "Kúbu norðursins" ef við beygjum okkur ekki undir rangsleitni þessara gömlu nýlenduríkja með því að greiða þeirra ólögvörðu kröfur. Þetta eru svikarar við málstað og rétt þjóðarinnar, ráðherrar sem hömuðust í forseta landsins til að fá hann ofan af því að synja ólögum þeirra staðfestingar, og þegar hann synjaði, þá áttu þessir sömu ráðamenn ekki orð yfir hneykslan sína og vandlætingu, en biðu svo eftirminnilegan ósigur 6. marz 2010.

Og þú styður þessa verstu stjórn lýðveldissögunnar, Guðjón minn?

Icesave-nafngiftin á stjórnvöld er einfaldlega lýsandi nafngift í samræmi við veruleikann, eða fyrir hverju hefur þessi stjórn barizt meira en sínum Icesave-meinlokum?

Og þú veizt vonandi, að við eigum ekki að borga.

Jón Valur Jensson, 24.1.2011 kl. 22:26

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæll jón minn Valur! Var að sjá þessi vondu tíðindi núna. Sonur minn var 55 ára,í dag/gær,svo ég gaf mér lítinn tíma,renndi yfir fáa stutta pislta í fljótheitum. Nú ætla ég að lesa þín meinti brek.

Helga Kristjánsdóttir, 25.1.2011 kl. 00:15

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 MEINTU BREK!

Helga Kristjánsdóttir, 25.1.2011 kl. 00:16

7 Smámynd: Benedikta E

Kæri Jón Valur - "stórhausahópnum" - hvað felst í því að vera í þeim hóp? Er eitthvað eftirsóknarvert að vera talinn til þess hóps? - Hefurðu talað við blogg stýruna - hún hlýtur að geta upplýst málið - mikið er ég fegin að þurfa ekki að hafa áhyggjur af svona "stórhausahóp" af hverju ég er ekki í honum eða hverjir eru þar yfir höfuð. - Blessaður Jón Valur vertu ekki að pæla í svona pjatti. Það er flott sem þú skrifar - það ætti að vera nóg fyrir þig að vita það.

Með bjartsýnis kveðju.

Íslandi allt !

Benedikta E, 25.1.2011 kl. 01:29

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er ekki pjatt, B... mín, heldur svolítið þrengra samfélag bloggara sem lengi hafa bloggað og/eða blogga mikið og reglulega og fá meðfram fleiri heimsóknir vegna þess að hver ný grein þeirra sést á aðalsíðu blog.is í heilan sólarhring. Vægi annarra bloggara að þessu leyti hefur líka minnkað, af því að þeir færðust neðar niður á blog.is-síðuna, þegar 16 í stað 8 stórhausa fóru að fá birtingu þar jafnan hverju sinni (en um 2–300 eru í stórhausahópnum, geri ég ráð fyrir) og þegar fækkað var í smáhausahópnum (þ.e. nýju bloggreinanna eins og upphöf þeirra birtast á aðalsíðu blog.is) úr 30 í 20.

Þetta er bara spurning um að fá meiri fremur en minni lesningu, hvorki pjatt né hégómagirni. Og nú þarf að fá að vita, hvað starfsmönnum blog.is gengur til.

Jón Valur Jensson, 25.1.2011 kl. 02:12

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jón: Ekki má rugla saman orsök (aðdraganda) og afleiðingu. Það er sitthvort.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, síðar Samfylkingar gerði EKKERT til að koma í veg fyrir bankahrunið og þar með þessa Icesave vitfirringu sem endaði í martröð. Fyrsta Icesave samkomulagið var gert haustið 2008 og þá var ríkisstjórn Geirs Haarde við völd. Þetta samkomulag var það versta og seinni samningar voru algjörlega bundnir af því. Þess vegna er það óskhyggja þín, kæri Jón, að við eigum einhverja útgönguleið frá þeim samningi sem að vísu var undir gríðarlegum þrýsting frá breskum og hollenskum stjórnvöldum.

Pólitík getur verið verri vinna en versta skítavinna. Menn ata oft aðra endalaust aur án þess að þeir eigi það allt skilið og sýta það kannski alla ævi að hafa velt sér upp úr drullunni. Oft koma þeir verst út úr leðjuslagnum sem reiða hátt til höggs en hafa ekki erindi af erfiði sínu.

Mér finnst núverandi stjórnvöld hafa reynst mun betur en búast mátti við í öndverðu. Þó er eg á einu sviði ákaflega óánægður með hversu ríkisstjórnin dregur lappirnar í þessu HS-Orku máli. Það er hin versta svívirða og hefi eg  verið að reyna að koma af stað einhv erjum umræðum um það í fjölmiðlum og er undarlegt að mjög lítil umræða er um þetta einkennilega mál eða öllu freumr aðdraganda þess. Þar er virkilega spillingapyttur sem þarf að skoða betur. 

Icesave vandamálið er að verða minna og minna eftir því sem fleiri kurl koma til grafar meðan Magma málið verður smám saman að annarri og væntanlega verri martröð.

Bestu kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 25.1.2011 kl. 10:19

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hörður, þú færð enga hýsingu hér fyrir þínar skrattamyndir sem notaðar eru til að skreyta niðrandi athugasemdir. Þér er hins vegar velkomið að senda inn málefnaleg innlegg.

Jón Valur Jensson, 25.1.2011 kl. 13:18

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég svara þér á eftir, Guðjón.

Jón Valur Jensson, 25.1.2011 kl. 13:21

12 Smámynd: Benedikta E

Sæll Jón Valur - Nú átta ég mig á hvað þú ert að meina með stórhausunum - þá er það mín skoðun að þar er nú ekki endilega einvala lið ritsnillinga þó svo það skorti ekki magnið frá þeim sumum - Láttu ekki bola þér þaðan út - bara spyrja liðið.

Með bjartsýnis-kveðju.

Íslandi allt !

Benedikta E, 25.1.2011 kl. 13:45

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, B...

Ég er sammála þér um meint "einvala lið ritsnillinga"!

Jón Valur Jensson, 25.1.2011 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband