Fréttaþáttur á Stöð 2 afhjúpar fráleita dómsdagsspádóma um Icesave - ásamt stríðsyfirlýsingu Steingríms J. í kaupbæti

"En skuldin hverfur ekki á morgun!" (Jóhanna í apríl). "Ég vona auðvitað að þetta verði samþykkt!" (sama, um síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu). Og aðrir töluðu um Kúbu norðursins og að allt færi hér í rúst – allt er þetta, ásamt ábendingum um, að lagalega höfðum við réttinn með okkur og að ekkert rættist af dómsdagsspánum, dregið saman í stuttu, en kröftugu máli í prýðilegum þætti Þorbjarnar Þórðarsonar og Símonar Arnar í Íslandi í dag á Stöð 2 um kl. 18.50-19.05 í kvöld. (Set tengil inn á það seinna.)

En Steingrímur segist vera með hreina samvizku vegna Icesave-málsins, snýr upp á sig og sendir ásakanir út í loftið á aðra, bæði á fyrri stjórnvöld (sjá nánar hér) og einhverja uppi í Hádegismóum! 

H É R er þessi merkilega afhjúpandi þáttur!

Og hér er sá partur hans, sem kalla má beina stríðsyfirlýsingu Steingríms J. með hörðum ásökunum á Morgunblaðið eða ritstjóra þess:

  • "Vilja menn halda áfram með hnífana á lofti? Auðvitað eru öfl hér í þjóðfélaginu, sem langar í bakið á mér. Ég veit vel um það, og þau hafa ekki sparað sig undanfarnar vikur og mánuði."
  • Þorbjörn Þórðarson, Stöð 2: "Hvaða öfl eru það?"
  • Steingrímur: "Ja, við getum nefnt þar Hádegismóana. Það væri gaman að telja leiðarana og Staksteina-pistlana sem hafa ekkert verið annað en níð og rógur um mig og ríkisstjórnina upp á svo til hvern einasta dag."
Lesendum til fróðleiks, þeim sem ekki lesa Morgunblaðið að staðaldri, skal það upplýst hér, að leiðarar þess blaðs eru snilldarvel skrifaðir og hafa afhjúpað sannleikann um ýmsar ömurlegar stjórnarathafnir Steingríms og Jóhönnu. Von er, að undan svíði sannleikanum. Og sannleikanum verður hver sárreiðastur, það sést bezt á úfnu skapi og slæmu útliti Steingríms J. Sigfússonar í þessu makalausa viðtali.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ef þrotabú Landsbankans nær að standa undir greiðslunni sem getið var í samningnum en við eyðum hinsvegar miljónum í málaferli og endum svo jafnvel með hærri skuld en samningurinn gerði ráð fyrir..

Hver er þá með óhreina samvisku?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 20:40

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Milljónir í málaferli við hvern?!!!

Gleymdu því ekki, að jafnvel skv. Icesave-III-samningnum hefðu vextirnir, tugir MILLJARÐA, sem Steingrímur ætlaði að borga strax helgina eftir þjóðaratkvæðið verið ÓAFTURKRÆFIR.

Jón Valur Jensson, 25.5.2011 kl. 20:44

3 identicon

Gleymum því ekki heldur að það kostar peninga að standa í málaferlum og við getum enn endaði á því að fá í hausinn stærri skuld en um var samið..

Skil bara ekki máflutning á borð við það að þegar ljóst er að þrotabúið mun að öllum líkindum standa undir öllum samningsskuldum haldi menn því samt fram að Nei sé farsælli lausn, með þeirri óvissu sem því fylgir..

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 20:56

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hættu þessi sífellda sífri hér, Jón Bjarni Steinsson, vælandi eins og skrekkt barn. Íslenzka ríkið getur vel greitt fyrir sín málaferli, ef einhver vill stofna til þeirra, þ.e.a.s. ef þeir síðarnefndu verða ekki dæmdir til að borga allan malskostnað.

Þið JÁ-aumingjarnir gerið allt til að lúta í duftið fyrir stórveldunum, það sést a.m.k. enn á þessum málflutningi þínum. Öðruvísi var íslenzku þjóðinni farið í landhelgisstríðinu, þegar t.d. 30.000 manns kom saman í Reykjavík fyrir 38 árum (24. maí 1973) til að mótmæla flotaíhlutun Breta vegna útfærslu okkar á fiskveiðilögsögunni úr 12 í 50 mílur.

Ertu búinn að fara inn á T E N G I L I N N? Þú mátt ekki neita þér um það!

Jón Valur Jensson, 25.5.2011 kl. 21:11

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvaða málaferli? Hver hefur höfðað mál á hendur hverjum?

Nú hef ég greinilega misst af einhverju...

Kolbrún Hilmars, 25.5.2011 kl. 21:16

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vinnur Steingrímur hjá spaugstofunni. Verst er að þeir misstu samningin í fyrra en ég hefði mælt með honum áfram. Algjör  auli kallin sá..

Valdimar Samúelsson, 25.5.2011 kl. 21:17

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég hef líka spurt mál við hvern.??? Fyrst verða að vera skuldunautar eða ábyrgðarmenn þeirra sem við erum ekki. Þeir eru í Bretlandi og á karabísku eyjunum sem áttu þennan Landsbanka þótt þeir hafi ekki einusinni verið búnir að borga hann. Málaferli við þá kemur okkur ekki við period...

Valdimar Samúelsson, 25.5.2011 kl. 21:22

8 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Því miður er stór hluti íslendinga orðinn að vælandi aumingjum og það sem meira er.....þá eru það yfirleitt þeir sem kalla sig vinstri sinnaða.

Þannig sé ég það bara og mér er andsk..... sama þó einhverjir sitji uppi með nærhaldi í hnút af eintómri vandlætingu !

Anna Grétarsdóttir, 25.5.2011 kl. 21:29

9 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Gleymum því ekki heldur að það kostar peninga að standa í málaferlum og við getum enn endaði á því að fá í hausinn stærri skuld en um var samið..

Skuldin yrði aldrei hærri en það sem um var samið, það var samið um að við skulduðum alla skuldina (um 675 milljarða +vexti) í Icesave 3 samningnum sem var notabene hærri en lágmarks greiðslur (sem eru rétt tæplega 21þ evrur), tap í dómsstólum yrði það sama, öll skuldin + hugsanlega vextir en í íslenskum krónum.

Svo gleymum því ekki að Icesave 3 samningurinn var MJÖG vondur samningur fyrir land og þjóð, það er skömminni skárra að tapa málinu í dómsstólum...

Halldór Björgvin Jóhannsson, 25.5.2011 kl. 22:19

10 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Mér finnst nú alvarlegast í þessu öllu saman hvernig núverandi stjórnvöld afhentu gömlu bönkunum aftur þá peninga sem búið var að semja um að skyldu koma til niðurgreiðslu brostinna lánaforsendna.

Þessi ríkisstjórn getur ekki gert neitt nema með því að opna umræðuna með ópum og stríðsöskrum. Þá veit maður að það er búið að búa til eitt bullfrumvarpið í viðbót þar sem Dýrabær Orwells er inntakið.

Sindri Karl Sigurðsson, 25.5.2011 kl. 23:15

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Sindri. Grein (Fær Steingrímur J. fyrsta dóminn?) og önnur umfjöllun Ólafs Arnarsonar um þetta bankamál var merkileg afhjúpun fjármálaráðherrans og þessarar ríkisstjórnar allrar, sbr. hér. Tjón íslenzks hagkerfis var hundruð milljarða, segir hann, til ábata fyrir hrægamma.

Jón Valur Jensson, 26.5.2011 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband