Viđ sćttum okkur ekki viđ "Evrópustofu" – 230 milljóna áróđursbatterí Evrópusambandsins


Í Bítiđ - Jón Valur Jensson er ekki sáttur viđ EvrópustofuViđtal ţetta var í Bylgjunni 27. jan. 2012 á áttunda tímanum.  Smelliđ HÉR til ađ hlusta!* En frábćr var Ásmundur Einar Dađason í viđtali á Útvarpi Sögu í gćr. Hér eru ađalatriđi málflutnings hans:

 

 

 

Viđ yrđum ađ gefa ţađ eftir í samningunum viđ Evrópusambandiđ ađ banna hvalveiđar, sagđi Ásmundur, einnig ađ leyfa hér frjálsan innflutning á hráu kjöti og lifandi dýrum, ennfremur gefa eftir stjórn okkar á veiđum úr deilistofnum eins og makríl. Gegn ţessu Esb-ferli öllu hefur veriđ mikil andstađa innan VG, m.a. hafa formenn 6 svćđisfélaga ţar sagt af sér í mótmćlaskyni. Menn binda ţó enn vonir ţar viđ, ađ Steingrímur – sem annast öll framangreind mál – sjái ađ sér, en margt bendir til ţess ađ hann sé [á ţeim buxunum ađ semja viđ Evrópusambandiđ um uppgjöf í ţessum málum (ekki orđrétt ţetta í hornklofanum; eins hér síđar)].

Pétur Gunnlaugsson ţáttarstjórnandi fćrđi svo Evrópustofu í tal og hvort hún vćri ekki upphaf áróđursherferđar Evrópusambandsins hér á landi – og hvort hér ćtti eftir ađ fara eins og í Tékklandi og Slóvakíu, ţar sem mikill meirihluti manna var mótsnúinn inngöngu í Evrópusambandiđ nokkru fyrir ţjóđaratkvćđagreiđslur um ţađ, en svo var ţessi innganga samţykkt međ naumum meirihluta.

Ásmundur sagđi "Evrópustofu" fyrst og fremst hugsađa til ađ draga upp jákvćđa mynd af Evrópusambandinu og ţetta vćru gríđarlegir fjármunir (230 milljónir) sem lagđir vćru í ţetta verkefni. Til samanburđar nefndi hann, ađ 80% af öllu fé Heimssýnar hafi komiđ međ valfrjálsum framlögum frá félögunum, eitt til ţrjú ţúsund krónur frá hverjum á ári. Hingađ til hafi félagiđ ađeins getađ haft einn mann í hálfu starfi. "Á sama tíma erum viđ ađ keppa viđ ađila sem ćtlar bara á ţessu ári ađ setja hundruđ milljóna í ađ aulýsa eigiđ ágćti," sagđi hann og spurđi, hvađ viđ segđum viđ ţví, ef Kínverjar verđu ámóta fjármunum í ađ auglýsa eigiđ ágćti eđa ađ eitthvert stórfyrtćki gerđi ţađ sama.

Pétur minnti á, ađ nú vćrum viđ ţó međ lög sem leggja bann viđ erlendum framlögum til stjórnmálahreyfinga hér. Ţessi lagasetning hefđi reyndar komiđ til vegna erlendra styrkja til Alţýđuflokksins, en auđvitađ sé ţađ fyrst og fremst einn stjórnmálaflokkur sem [međ ţessum fjárframlögum Evrópusambandsins fái hér stuđning viđ stefnu sína: Samfylkingin].

Ásmundur Einar: "Já, stjórnmálaflokkur sem nýtur 20% fylgis hér." Hann segir ţessi lög ţó "á gráu svćđi" ađ mati sumra lögfrćđinga og ađ Heimssýn sé ađ leita ađ lögfrćđingi til ađ fara yfir ţetta. Rétt geti veriđ ađ endurskođa lögin, – hvort eđlilegt sé ađ einn ađili yfirtaki hér umrćđu [svona stórra mála međ yfirburđum sínum í kostun "kynningar" eđa áróđurs].

Allir kunnugir um ţađ, sem gerđist í löndum eins og Tékklandi, Slóvakíu, Svíţjóđ og Noregi, hafa bent okkur á ţađ, sem Evrópusambandiđ hafi gert ţar [međ fjárframlögum sínum til áróđurs], "ţeir muni byrja hćgt, en jafnt og ţétt auka ţađ," ţar til ekki verđi ţverfótađ fyrir [áróđurs- eđa kynningarefni frá Esb.]. Ţar ađ auki sé veriđ ađ gera sem flesta háđa ţessum og öđrum fjármunum frá Evrópusambandinu.

Einnig verđi ađ horfa á ţetta í ljósi ţess, hve miklir hagsmunir búi hér ađ baki hjá Evrópusambandinu. Nýleg [skýrsla upplýsi um, ađ] framtíđarorkuforđi Evrópusambandsins sé á norđurslóđum og ţangađ, m.a. til Grćnlands og ţessara svćđa, sé horft til um nýtingu auđlinda – sbr. einnig áhuga Kínverja hinum megin frá. [Ţarna séu miklir framtíđarkostir okkar, og ţví sé ţađ] dapurlegt ađ viđ skulum sökkva okkur svona niđur í eitt mál [Evrópusambandiđ], á sama tíma og okkur standa allar leiđir opnar.

Viđtaliđ viđ Ásmund var lengra (um önnur mál líka, m.a. Nupo-mál] og raunar ýtarlegra en svo, ađ mér hafi tekizt ađ ná öllum ţessum hluta ţess hér orđréttum. Sennilega heyrist ţađ aftur í endurflutningi á Útvarpi Sögu í kvöld eđa á morgun.

* Slóđ: http://visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP9020. Athugiđ, ađ ţađ dugar ekki ađ reyna ađ kveikja á hljóđ-"tćkinu" hér ofar, heldur ţarf ađ smella sig inn á ţessa slóđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Júlíusson

Góđur ţarna á Bylgjunni Jón, jafngóđur og Vladimir frćndi okkar!!

Guđmundur Júlíusson, 29.1.2012 kl. 01:59

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţakka ţér, Guđmundur. Ţetta er hrós sem ég kann ađ meta!

Jón Valur Jensson, 29.1.2012 kl. 08:57

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Endilega lesiđ ţessa grein: Hiđ dásamlega "nýja Ísland" Jóhönnu! (og um "nútímalega" RITSKOĐUN, sennilega ađ kröfu einhvers samfylkingarliđs).

Jón Valur Jensson, 29.1.2012 kl. 09:10

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband