Erlendum ríkisborgurum hér fjölgar stöðugt, og vegna Schengen-óráðsmáls Halldórs og EES-samnings íþyngja þeir velferðarkerfinu

Hingað fluttust 2.754 erlendir ríkisborgarar 2011, nær 8 dag sérhvern dag. "Innflytjendur af erlendum uppruna eru nú um 25.700 og fjölgar börnum þeirra hratt ár frá ári." Atvinnuleysisbætur eru jafnvel sendar beint til Póllands, og svo er allur kostnaður heilbrigðiskerfisins að auki.

Þetta er sízt skrifað af óvild til Pólverja, þetta eru trúsystkini mín, og ég þekki sjálfur gott fólk meðal þeirra og veit af vinnusemi þeirra, sem vinnu hafa. En velferðarkerfi okkar var ekki smíðað fyrir aðra en íslenzka ríkisborgara, fyrst og fremst og að minnsta kosti þegar þjóðin gengur í gegnum þrengingar af tvöfaldri ástæðu: vegna kreppu og afleitrar stjórnarstefnu.

Schengen-samningnum ber að segja upp sem fyrst, sú er greinilega afstaða þjóðarinnar. Í skoðanakönnun Útvarps Sögu (sjá HÉR) í apríllok á liðnu ári, sem 1019 tóku þátt í, töldu 92% að segja ætti upp Schengen-samningnum, einungis tæp 7% vildu það ekki.

Næg aðlögun útlendinga hér að niðurfellingu Schengen-samkomulagsins væri fólgin í því, að það tekur tíma að ræða og koma í framkvæmd þessari breytingu. En án aðgerða versnar ástandið stöðugt.

PS. Þrátt fyrir tillögu mína um uppsögn Schengen-samningsins minni ég þó á mína biblíulegu afstöðu til fullrar virðingar og tillitssemi gagnvart útlendingum, hún kemur skýrt fram hér:  Til hamingju með daginn, 1. maí – Verkalýðsbarátta og frjálst flæði vinnuafls  – sbr. einnig hér:  Íslenzkukennsla fyrir útlendinga og aðgangur þeirra að atvinnu á Íslandi (úr erindi í Útvarpi Sögu 10. 11. 2006). 


mbl.is Utangátta á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ætli þér séu margir íslendingarnir sem lifa á velferðarkerfi annarra norðurlanda?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 3.2.2012 kl. 13:00

2 Smámynd: Jóhann G. Gunnarsson

Ætlarðu virkilega að halda því fram á opinberum vettvangi að hlustendur Sögu endurspegli vilja íslensku þjóðarinnar...?

Vel gert...

Jóhann G. Gunnarsson, 3.2.2012 kl. 14:39

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er mjög fáir Íslendindingar sem lifa á fallandi velferðarkerfum norðurlanda. Ennþá færri sem lifa á velferðakerfum annarra ríkja heimsins.  Ríki í EU sem taka ekki Þjóðverja sér til fyrirmyndar og geta ekki stjórnað fjölda þegna eða bótþega verð undir í EU samkeppninni um að hafa sem fæsta á bótum.

Júlíus Björnsson, 3.2.2012 kl. 15:20

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er að mörgu leyti sammála þessum pistli. Hið frjálsa flæði vinnuafls samkvæmt EES var hugsað til þess að vinnandi fólk gæti elt vinnutækifærin.

Hugmyndin var ekki að veita neinum frelsi til þess að elta velferðarkerfi eða glæpatækifæri.

Velferðarkerfið okkar er viðkvæmt að því leyti hvað það eru fáir sem halda því uppi. Einhver segir nú "já, en ríkið er svo ríkt!" En ríkið verður bara ekki ríkt af sjálfu sér!

Kolbrún Hilmars, 3.2.2012 kl. 15:35

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Júlíus, gott hjá þér. Íslendingar erlendis eru þar flestir í vinnu fyrir utan þá sem eru í námi.

Jóhann, ég held því ekki fram, að að hlustendur Sögu "endurspegli vilja íslensku þjóðarinnar" í þeirri merkingu, að þarna sé jafnaðarmerki á milli, né jafnvel, að mikil fylgni sé nauðsynlega þar á milli í málum.

En um og yfir 30% þjóðarinnar hlusta á Útvarp Sögu, og þú getur ekki sett þá á einhvern utangarðsbás–––þetta er fólk úr öllum flokkum og utan flokka, ég hef ótal sannanir fyrir því, m.a. frá fjölda fólks sem hefur talað við mig vegna þátta minna þar í meira en hálfan áratug og reynist vera af ýmsum lit og slóðum hugmyndafræðilega, bæði hægra og vinstra megin og í miðju eins og ég!

Þegar niðurstaðan er svona afgerandi í skoðanakönnun meðal tölvuvæddra hlustenda ÚS (varla eru þeir ótölvuvæddu, t.d. aldraðir, síður íhaldssamir í þessu efni), þá verður að taka mark á því.

Ég gúglaði eftir skoðanakönnunum um Schengen, en fann aðeins þessa. Dæmigert fyrir Fjórflokks- þæga fjölmiðlaapparatið að spyrja ekki spurninga um mál sem óþægileg eru fyrir einhvern stóra aðstandandann–––einhvern valdaflokkinn sem er með fasta áskrift að skattpeningum alþýðu og situr áatugum saman að fáræðisvöldum í krafti lymskulega saminnar, ranglátrar kosningalöggjafar!

Svo sannarlega er fólkið á móti Schengen, þótt stjórnmálastéttin steinhaldi sér saman og uni þessari vitleysu, sem þegar hefur skaðað okkur mjög.

Og já, það er satt, að raddirnar á sjálfu útvarpinu Sögu, innhringjenda-raddir, eru yfirgnæfandi á MÓTI þessum Schengen-kerfi, sem hefur laðað hingað fjölda glæpamanna og lagzt með miklum þunga á starfsmenn lögreglu, dómstóla og fangelsisstofnana.

Spurðu svo sjálfan þig: Af hverju er Bretland ekki í Schengen?!

Jón Valur Jensson, 3.2.2012 kl. 15:47

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í EU er rökun með og rökinn á móti, allta tvær hliða á hverju máli. Flæði lálaunlauna farandverkamanna var hugsað til að auka arðsemi í mörgum ríkjum, mörg ríki sem ekki þarfnast þeirra, eru þannig heima að sækja fyrir aðra þegna að þeir þrífast þar ekki, og þessi ríki eru í keppni við önnur ríki að auka raunsölutekjur EU heildarinnar.  Gallarnir við þetta er að sum ríki sem er meða velferða kerfi á öðrum forsendum en til dæmið þýskumælandi þjóðir verða ekki eins keppnis hæfar því mikil eftirspurnarmarkaður er í EU eftir að komast á sem best velferðakerfi að stórum hluta íbúa í margar kynslóðar. Þannig hægta og rólega eyða öll ríki EU sama hlutfalli af tekjum í velferð, en gæði verða alls ekki þau sömu í öllum ríkjum  EU, sem öllu er með eigin neytendakörfu  og eigið evrugengi. Þú færð mest raunvirði fyrir evru að mínu mati í Þýskalandi og Frakkland, Sviss. Hér á Íslandi fá ferðamenn frá USA mest drasl fyrir sínar evrur og dollara, Neytenda karfa í EU, er 30 % ódýrari ef keift er í USA.   Hvað er í boði og hvað kosta sömu hlutir í hverju ríki óháð því hvort er greitt með þýsku evrum eða frönsku evrum.    

Júlíus Björnsson, 3.2.2012 kl. 15:49

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir mjög gott innlegg frá þér, Kolbrún.

Jón Valur Jensson, 3.2.2012 kl. 15:51

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta innlegg var ég með á Facebók mína í dag kl. 16.23:

Fólkið í landinu er búið að fá sig FULLSATT AF SCHENGEN – þessu óþarfa kerfi sem opnað hefur landið fyrir erlendum gæpamönnum. EES-samningurinn hefur ennfremur opnað á það að tugir þúsunda útlendinga hafa ýmist tekið vinnu af Íslendingum hér eða komizt á atvinnuleysisbætur sem eru jafnvel sendar sumum þeirra beint til útlanda! Miklu fleiri útlendingar fluttust hingað á nýliðnu ári heldur en þeir útlendingar sem flytjast burt, og börnum þeirra fjölgar hratt. Þetta er álag á okkar velferðarkerfi, þegar við megum alls ekki við því. Lesið grein mína um málið, hún er strax komin með á 4. hundrað gesti síðan í morgun.

Jón Valur Jensson, 3.2.2012 kl. 16:36

9 Smámynd: Jakob Ágúst Hjálmarsson

Stutta versjónin er þessi: Hver á að skeina þig Jón?

Lengri og kurteisari er versjónin svona: Við mér blasa gluggarnir á einu hjúkrunarheimilanna í borginni og þar sé ég að þau sem eru að sinna gamla fólkinu eru alls ekkert íslendingsleg. Eigum við ekki að horfast í augu við helstu ástæðu innflutnings fólks hingað til lands. Þá að við borgum ekki nóg til þess að við fáum fólk af okkar þjóðerni í störf á heilbrigðis- og umönnunarstofnunum; og við ræstingar (þrífa skítinn, Jón)!

Jakob Ágúst Hjálmarsson, 3.2.2012 kl. 17:53

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þeir Þorsteinn Pálsson, (forsætisráðherra) og Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) handöluðu gjörninginn um Schengen.   Þeirra óráð hafa lengi reynst landi og þjóð dýr. 

Atlandshafið eru umhverfis Ísland eru náttúruleg landamæri, landamæri sem er með skársta móti að vakta.  Innlimun í Shengen er því bara áþján á þjóðarbúið.

Benedikt V. Warén, 3.2.2012 kl. 18:23

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jakob, er það alltaf sama umönnunarfólkið sem þú sérð?

Það er auðvitað kapítuli út af fyrir sig hvað elsta kynslóðin þarf að sætta sig við - sem stafar auðvitað af niðurskurði og sparnaði á þeim vettvangi, sem ekki síst bitnar á launum umönnunarfólksins.

En ef við horfum eingöngu á vinnuaflið, þá koma hingað til lands margir í atvinnuleit, fá vinnu á einhverju hjúkrunarheimilanna (meðal annars), vinna þar í eitt ár og hafa þar með öðlast rétt til atvinnubóta í 4 ár eftir uppsögn.

Erum við þannig árlega að greiða þrefaldar atvinnuleysisbætur fyrir eitt og sama starfið?

Kolbrún Hilmars, 3.2.2012 kl. 18:27

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér innleggið, Benedikt, og þér aftur, Kolbrún; þitt aftur á móti fór svolítið langt út fyrir efnið, Júlíus, en athygli vert samt.

Séra Jakob minn, gamli vinur, þetta þótti mér óprestslegt ávarp frá þér. Svo hefur Kolbrún svarað þér ágætlega. Annars hef ég meira orðið var við fólk frá SA- og S-Asíu í spítalakerfinu hér, ekki af EES- og Schengen-svæðunum.

Jón Valur Jensson, 3.2.2012 kl. 18:33

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

... eða síður þaðan, átti ég við (og hér er ég líka að tala um hjúkrunar- og umönnunarheimili aldraðra). En eflaust eru þar margir starfandi frá löndunum við Eystrasalt: Póllandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Rússlandi.

Jón Valur Jensson, 3.2.2012 kl. 18:38

14 identicon

"They who can give up essential liberty to obtain a little temporary safety, deserve neither liberty nor safety."

- Benjamin Franklin

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 3.2.2012 kl. 19:44

15 identicon

Annars eru útlendingar hér á grundvelli EES en ekki Schengen... er það ekki?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 3.2.2012 kl. 19:54

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, þeir eru það, lestu betur hér ofar. En ferðafrelsi og lausn undan vegabréfsskoðun skv. Schengen hefur gefið glæpamönnum mjög svo lausan tauminn hér á landi. Bretar höfðu vit á að hafna Schengen; og ástæðurnar, sem hér voru gefnar upp fyrir nauðsyn Schengen, reyndust ógildar.

Svo var vinur minn Benjamin Franklin ekkert að ræða þessi mál á 18. öldinni!

Jón Valur Jensson, 3.2.2012 kl. 20:39

17 identicon

Þetta er nákvæmlega það sem hann var að ræða...

Þeir sem eru tilbúnir að fórna frelsi fyrir öryggi munu á endanum tapa hvoru tveggja

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 3.2.2012 kl. 22:17

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vertu ekki í þessum klisjum þínum, Jón Bjarni. Velferðarkerfið íslenzka veldur þvi ekki að vera þanið út á sama tíma og hrein ytri nauðung veldur þar fjárskorti og samdrætti. Menn munu væntanlega í tæka tíð sjá í gegnum þetta og annan skaða af þessu Evrópusambands-samkrulli gersamlega fyrirhyggjulausra platpólitíkusa á borð við Jón Baldvin. Stjórnmálamenn sem bregðast þjóð sinni eru einskis nýtir. Það sama á við um spunameistara þeirra og viðhlæjendur. Þeir ættu að snúa sér að einhverju öðru þar sem einhver von er um að þeir geri eitthvert smá-gagn – ellegar draga sig í hlé á sínum ofureftirlaunum.

Jón Valur Jensson, 3.2.2012 kl. 23:07

19 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já sæll Jón Valur ég hef líka verið á því það voru hin mestu mistök að taka upp þennan Schengen saming og auðvitað ætti að segja honum upp sem fyrst vegna þess að hann hefur ekkert gert annað en vandræði hér þó svo að hann hafi á sínum tíma opnað einhvern glugga fyrir vinnufólk þá er alveg hægt að taka á þessum svo kallaða glugga öðruvísi en að verða að hafa þennan samning og varðandi hlustendur útvarps Sögu þá eru þeir vissulega partur af Íslensku þjóðinni og það er leiðinlegt að heyra svona tal vegna þess að það er yfirleitt sprottið af einhverskonar öfund og vanmætti....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.2.2012 kl. 00:13

20 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

..........................

Sæll Jón minn Valur,

Einhvern veginn finnst mér ég heyra í vinstra eyra að þú sért ekkert sérstaklega hrifinn af innflytjendum almennt, hvaðan sem þeir koma! Og þykir mér það leitt.

Sumir eru ekki túskildingsvirði, þar sem þeir ganga um ruplandi og rænandi, en 95% þeirra eru heiðvirt og gott fólk sem sinnir sinni vinnu jafnvel og ef ekki betur en við mörlandinn.

Ég sem atvinnuveitandi á í mestu vandræðum með að fá íslendinga til að vinna, en ekki skortir umsóknir hjá innfluttum íbúum landsins.

Guðmundur Júlíusson, 4.2.2012 kl. 00:34

21 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Fór inn á hagstofu og flett upp aðfluttum umfram brottflutta erlenda ríksiborgara  og þá kemur nú fram önnur nðurstaða

 1999     964
2000     1.652
2001     1.440

2002     745

2003     480

2004     968

2005     3.742

2006     5.535

2007     5.299

2008     1.621

2009     -2.369

2010     -431

2011     -93

Þ.e. síðustu 3 ár hafa fleiri flutt héðan en til  landsins. Og svona í framhaldi er rétt að benda áað á tímum fyrir hrun þá höfðum við ekki mannskap til að manna öll þau störf sem voru í boði. Sem og nú þá eru hér störf sem íslendingar vilja ekk vinna. Sbr. fisk og fleira. Og mðað við að við skrifuðum undir Schengen 1996 þá hélst fjöldi erlendra ríkisborgara sem fluttu hingað umfram brottflutta mjög svipað fram til 2005 þegar brjálæðið byrjaði hér en eins og ég sagðði áður þá er þeim nú að fækka. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.2.2012 kl. 02:30

22 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sumir Íslendingar vilja vinna við fisk. og fl. ef kaupið er samkeppnifært til ýms ný svokölluðu fræðinga störf.

Fyrir 35 árum var hlutir hér öðru vísi og vinnubrögð og þá var mikið meira um sem krafist bæði meiri greindar og líkamlegra afkasta.  3600 hitaeigna kostaði verkamaður á dag , og þá þá var það greidd og líka fyrir afköst. Síðan Aljóðvæðingin koma voru innleidd hér færibönd og vinnubrögð að hætti EU, þá lækkaði þessi hitaeininga þörf niður í þá sem var hjá skriftofufólki hér fyrr 800 hitaeiningar, færibönd er stillt á hraða þannig að mestu aumingjar EU geta unnið þau til að mismuna ekki eftir kyni eða kynþáttum þegar ráða á lið í bara dagvinnu.  Svo er líka tölur um : migration  segir hvort hlutfallslega fleiri flytja til Ísland en fara úr Íslandi CIA segir hér að koma fleiri erlendir þegnar til lands til búsetu en Íslendingar sem fara.  Í reglum EU, og það nýta þjóðverjar sér óspart, má mismuna eftir þjóðerni hjá hinu opinbera þegar það ræður í störf.  Skýring á því að meðan íbúum fækkar í heildina þá fara fleiri Íslenskir ríkisborgar úr landi en útleninga sem koma til vinnu hér. Einfaldlega vegna þess að opinbera er leiðandi í því að líta svo á sum hæglætis og einföld störf sem lítið er greitt fyrir  henti útlendingum betur.  Hér fullt af vinnustöðum þar sem fjöldi stafsmanna skiptir meira máli en afköst og þá skiptir mestu máli að taka þá ódýrustu. Íslendingar er ekki vanir að búa saman sem tvær fjölskyldur í þremur herbergjum eða fimm fullorðnir í einni kjallara kompu sumir taxtar virðast taka mið af þessum nýja lífsmáta sem er mjög algengur í fátækari ríkjum heims: líka hafa þeir neytt fæðu sem venjulega er bara étin af þeim sem eru efst í fæðukeðjunni erlendis.  Fjöldi erlendra sem er að flytja er að fækka. Raungengi evru á Íslandi hefur hækkað um 100% á 5 árum þannig að þeir sem senda evrur heim eiga vart fyrir evrum til að senda heim.   Hér þarf greinilega að hækka tekjur miðað við evru gengi. Ef þetta er evrugengið á Íslandi í dag , þá langar mig ekki í meira samstarf við Brussel. Við fáum ekki margar evrur fyrir þetta gengi ef við þurfum að kaupa fær í staðinn fyrir að kaupa krónur á sama gengi.  Á tímanum fyrir hrun þá voru skapað hér forsendur til skapa störf fyrir útlendinga, með því búa til mörg óarðbær fyrir ill menntað og heimska Íslendinga. Margir innfluttir útlendingar eða nýbúar eins og ég vitum vel út á hvað hlutirnir ganga hér.  Það þarf  minna af þjóðartekjum ef hér sætta sig allir við lúsarlaun. Brussel bíður spennt eftir því lækka þær meira. Þeirra humyndir um hvað kostar að reka Ísland byggja á þeirra forsendum , sem nýbúar eins og þekkja vel.  Wolwerhamptom og sveitirna í kring koma í hugann hjá Darling. Þetta er lang hagstæðast fyrir ráðandi meirihluta í EU og þjónar hagsmun EU heildarinnar, jafnar tekjur milli ríkja miðað við dugnað og greind.  Hér er ekki hagstætt að byggja upp fjölmenni að mati allra Ríkistjórna  í EU.  Því það kostar ströf.  

Júlíus Björnsson, 4.2.2012 kl. 04:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband