Kínverjar halda áfram ađ tryggja hagsmuni sína og afla sér bandamanna víđa um heim - og hér!

... og ć sjá lán og gjafir til gjalda ...

8 milljarđar Bandaríkjadala eru ekki lítiđ fé fyrir Suđur-Súdan, yfir 1000 milljarđar ísl. króna. Međ ţessu eigi ađ "styrkja innviđi landsins," en ćtli uppbygging hersins og varnarađstöđu verđi ţá út undan?

  • "Lániđ mun fjármagna verkefni í tengslum viđ vegagerđ, brúargerđ, vatnsvirkjanir, landbúnađ og fjarskipti á nćstu tveimur árum," sagđi Barnaba Mariel Benjamin, talsmađur ríkisstjórnar Suđur-Súdan, í dag og bćtti viđ: "Smáatriđin (verkefnin) verđa skilgreind af ráđherrum ríkjanna tveggja og af kínversku fyrirtćkjunum sem munu sjá um vinnuna." (Mbl.is.)

Ţađ vćri fróđlegt ađ sjá ţau "smáatriđi", en ljóst er, ađ Suđur-Súdan á undir högg ađ sćkja frá hinu herskáa ríki Súdan, sem sér ţarna eftir "um ţađ bil 75% af olíuauđlindum sínum, en ţćr eru metnar á marga milljarđa dollara" (Mbl.is). Međ samningum ţessum eru Kínverjar ađ tryggja sér mikil og varanleg olíukaup. Ţađ er ekki gert međ ţví ađ hafa Suđur-Súdan varnarlítiđ gegn ógninni úr norđri.

Ekki hefur frétzt af ţví, ađ Wen, forsćtisráđherra Kína, hafi heimsótt Suđur-Súdan, en slíka heimsókn gerđi hann íslenzkum stjórnvöldum, og má af ţví ráđa, hvílíkt mikilvćgi lands okkar er í augum kínverskra ráđamanna. Um ţetta er ég sammála hinum glögga Guđmundi Franklín Jónssyni, formanni Hćgri grćnna, sem var í ţćttinum Í vikulokin á Rás 1 fyrir hádegi í dag.

Heimsóknin var afar fjölmenn -- og sendiráđ Kína er ţađ stćrsta hér á landi -- og bara öryggisgćzla fylgdarliđs Wens mun hafa kostađ íslenzka skattborgara a.m.k. 70 milljónir króna. Til einhvers leitar ţessi ofbeldisstjórn Kína á íslenzk miđ, og er furđulegt, hvílíkt andvaraleysi margir sýna ítrekuđum, grunsamlegum ţreifingum hins rýríka Huang Nubos eftir jörđ á stćrđ viđ Möltu á Norđurlandi.


mbl.is Kína lánar Suđur-Súdan
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ţađ vekur furđu mína Jón, viđ lestur ágćtra pistla ţinna og áheyrn á Útvarpi Sögu, hversu gersamlega ţér hćttir til ađ snúa blinda auganu ađ ţeim sem hvađ fremstir standa ţegar kemur ađ mannréttindabrotum og gengdarlausri heimsvalda-stefnu. Auđvitađ eru Kínverjar ađ seilast til valda og áhrifa út um víđan völl en hvernig ţú getur látiđ móđan mása yfir ţví og í raun ýmsum öđrum ágćtum hugsjóna málefnum í okkar viđsjáverđa heimi, um leiđ og ţú heldur uppi nánast barnalegum vörnum fyrir allri framkomu og ađgerđum herskára Ísraela og Bandaríkjamanna. Satt best ađ segja, ţá á ég oft erfitt međ ađ fylgja ţér ađ ţeim málum sem ég er ţér svo hjartanlega sammála um, ţegar ţú lćtur ţér fátt um finnast ţegar t.a.m. málefni Palestínu, Sádi Arabíu, Íraks og Afganistans ber á góma. Mér er fyrirmunađ ađ skilja ţessa takmarkalausu hlutdrćgni ţína, ţar sem ég veit ekki betur en ţú sért hlutlaus, kristinn Íslendingur, líkt og ég sjálfur. Ég vona ađ ţú haldir áfram ađ berjast fyrir öllum ţeim málefnum sem ţarfnast öflugs málsvara á borđ viđ ţig og undanskiljir enga.

Jónatan Karlsson, 28.4.2012 kl. 22:40

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţakka ţér ţína orđsendingu, Jónatan. En ţađ vill svo til, ađ ég tel málstađ Bandaríkjanna og fjölţjóđahersins í Afganistan, sem er ţar í umbođi Sameinuđu ţjóđanna, réttan í meginatriđum, ţótt ég viđurkenni, ađ ţar hafa einnig átt sér bćđi svćsin mannréttindabrot af hálfu einstakra hermanna og ljót mistök af hálfu herja ţeirra. Ţrátt fyrir ţau og miđađ viđ allar ađstćđur verđ ég ađ segja, ađ ekki ber ég mikla virđingu fyrir ţeim sjónarmiđum sumra hér á Íslandi, ađ Vesturlandamenn hafi einfaldlega átt ađ leiđa harđstjórn talíbana og samstöđu ţeirra međ árásum al-Qaída hjá sér og halda sig frá landinu.

Líta máttu líka til viđhorfa Dana til ţess ađ vera međ her ţarna.

Málefni Palestínu og Ísraels eru flóknari en ţú virđist ímynda ţér. Ég skammast mín ekkert fyrir ađ standa međ tilverurétti Ísraelsríkis.

Frammistađa Kínverja í mannréttindamálum og virđingu fyrir ţjóđarétti er miklu ljótari en ţú virđist gera ţér grein fyrir -- ég hvet ţig til ađ lesa einkum eldri greinarnar í Tíbet-efnismöppu minni, t.d. HÉR og einkum HÉR, og ennfremur hrikalega frétt í Morgunblađinu í dag, bls. 26: Krefst refsingar fyrir barsmíđar. Ţar segir af mannréttindabaráttu fertugs, blinds manns, sem nú er hundeltur af kínverskum stjórnvöldum og kona hans og fjölskylda hans ofsótt, međ hrottalegum barsmíđum, af ţví ađ hann "afhjúpa[đi] mannréttindabrot embćttismanna í Shandong sem ţvinguđu a.m.k. 7.000 konur til ađ fara í ófrjósemisađgerđ eđa í fóstureyđingu eftir allt ađ átta mánađa međgöngu, í ţví skyni ađ tryggja ađ lög um eitt barn á fjölskyldu vćru virt." Fyrir vikiđ var hann dćmdur í fjögurra ára fangelsi, en er enn ofsóttur.

Jón Valur Jensson, 29.4.2012 kl. 00:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband