Breivik verđskuldar sömu örlög og Quisling; mestu skiptir ţó örugg framtíđ fólksins

Öryggisgćzla illyrmisins Breiviks verndar hann fyrst og fremst frá reiđi ţeirra, sem eiga harma ađ hefna, en kostar norsku ţjóđina 500 milljónir ísl. kr. á hverju ári. Nú verđur byggđ sérstök öryggisálma fyrir hann, og fjórir fangaverđir eiga ađ annast gćzlu hans á daginn, ţrír ađ nćturlagi, skv. Mbl.is-frétt (sjá tengil neđar).

Norsk yfirvöld virđast hafa fundiđ ţá lendingu í málinu ađ úrskurđa hann í ćvilanga öryggisgćzlu sem hćttulegan geđsjúkling. Ţetta kemur til af hreinni nauđsyn, ađ ţví er virđist, vegna hinnar fáránlega linkulegu, allsendis ónógu löggjafar landsins um viđurlög viđ fjöldamorđum. Dómur í málinu fellur 24. ágúst.

  • Verđi hann dćmdur ósakhćfur, mun geđheilbrigđi hans verđa metiđ á ţriggja ára fresti og ţá hvort hann geti fariđ ađ nýju út í samfélagiđ. Hann getur aftur á móti krafist ţess ađ undirgangast mat á hverju ári. (Mbl.is.)

Ţađ er ţví alveg ljóst, ađ ekki verđur hann norskum skattborgurum léttur á fóđrum, međ fjölda manns ađ gćta hans og síđan í árlegum, rándýrum geđrannsókum, en ţetta var leiđin sem margir svokallađir "umburđarlyndir" kusu umfram allt annađ, međ tilheyrandi kostnađi fyrir samfélagiđ, hugsanlega nćstu fimm áratugina.

Einhver heldur kannski, ađ von sé til, ađ mađurinn iđrist á endanum, en ţrátt fyrir ađ sitja frammi fyrir vitnisburđum fjölda fórnarlamba um kvöl ţeirra vegna illskuverka hans virđist fjöldamorđinginn Breivik jafn-óforbetranlegur og Hitler, sem notađi sína fangavist til ađ semja hatursdođrantinn Mein Kampf. Megum viđ kannski "vćnta" nýrrar ritsmíđar ţessarar missmíđar á mannkyninu međ enn frekari réttlćtingu hatursstefnu hans?

Sannarlega verđskuldar Breivik sömu örlög og föđurlandssvikarinn Quisling. En hvernig vćri ađ láta hann bara lausan -- ađ láta norrćnt réttlćti um máliđ, eins og tíđkađist hér ađ nokkru á ţjóđveldisöld? Smile

Norska ţjóđin hefur nú minnzt vođaverkanna í Útey og í Ósló fyrir einu ári međ verđugum hćtti viđ minningarathöfn. Hrífandi var hún, falleg og innileg, međ rćđum og tónlistaratriđum, m.a. afar góđri rćđu Stoltenbergs forsćtisráđherra, eins og fórnarlömbin öll og norska ţjóđin áttu inni.

Hvađ sem öđru líđur, verđur framtíđin önnur en var: Varnarkerfi norrćnna ţjóđa kemst nú án efa í betra lag gagnvart svona atburđum, m.a. međ ţví ađ hafa her landanna sífellt reiđubúna međ sínum búnađi til ađ taka fullan ţátt í ađ yfirbuga fjöldamorđingja.

Ég verđ međ mitt vikulega erindi í Útvarpi Sögu í dag, ţriđjudag, kl. 12.38-58. 


mbl.is Breivik í annađ fangelsi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menn líta líka hugsanlega svo á ađ međ ţví ađ hafa hann undir eftirliti, "rannsaka" hann - sé hćgt ađ minnka líkurnar á ađ eitthvađ svona gerist aftur...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráđ) 24.7.2012 kl. 14:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband