Loks sé ég fyrsta ritdóminn um Hernađarsögu Birgis Loftssonar

Í Fréttablađinu í gćr, s. 35, birtist ritdómur eftir hinn ágćta blađamann Auđun Arnórsson (prófessors, Hannibalssonar). Viđfangiđ er Hernađarsaga Íslands 1170-1581 eftir Birgi Loftsson sagnfrćđing. Réttilega kveđur Auđunn verkiđ "eina forvitnilegustu bókina í jólabókaflóđinu síđasta". Haft hef ég hana í hjálestri í 7 vikur og notiđ ţar margra fróđlegra frásagna, en er handgenginn efninu af langvarandi áhuga mínum og lestri í íslenzkri sagnfrćđi.

Ţađ má segja, ađ mission Birgis ađ baki ţessu riti sé sú ađ leiđrétta ţann útbreidda misskilning, ađ Íslendingar hafi á liđnum öldum veriđ friđsöm, vopnlaus ţjóđ og allsendis frábitin beitingu vopnavalds, a.m.k. frá lokum Stulrlungaaldar; ţessi tilgangur ritsins kemur t.d. berlega fram í byrjun bćđi formála ţess og enska útdráttarins aftast í bókinni. En jafnframt er Birgir auđvitađ afar áhugasamur um allt ţetta efni í sjálfu sér, hernađarsögu okkar eigin ţjóđar, nćgjanlega til ţess ađ hafa tileinkađ henni nokkur ár á ferli sínum, í námsritgerđum viđ Háskóla Íslands og međ ritun ţessa veglega rits (288 s., útg. Pjaxi ehf., Rv. 2006).

Viđ lestur bókarinnar fá menn eins og nýja sýn á íslenzka sögu, rétt eins og ţeir myndu gera, ef ţrćdd vćri saga kvenna síđustu 11 aldirnar eđa stjórnmálasagan ein rakin. Margt af ţekktum meginviđburđum kemur vitaskuld viđ sögu, t.d. á siđskiptaöldinni, og ekki munu ţeir, sem ástsćlir eru ađ Sturlungu sinni, láta margt koma sér á óvart af blóđugum sagnaviđburđum ţeirrar aldar. En Birgir sviptir líka hulunni af öđrum atburđum, sem fariđ hafa fyrir ofan garđ og neđan hjá mörgum lesendum Íslandssögunnar, og má ţar til nefna skćrur og víg á 14.-15. öld, ţ.m.t. vopnađa baráttu Englendinga og Ţjóđverja hér á landi fram á 16. öld, á stundum međ miklu mannfalli og iđulega međ fullri ţátttöku Íslendinga, ađ ţví er virđist. Umfjöllun Birgis um "sveina" (vopnađa menn, eiginlega hermenn í einkaherjum) hér á landi eftir lok 13. aldar er upplýsandi um ástandiđ á ofanverđum miđöldum, enda er beinlínis talađ um "Sveinaöld" á 14. öld. Ekki minnkađi ţó vćgi ţessara hernađarmála á 15. öld, ţegar jafnvel hlauzt stríđ milli Dana og Englendinga af skćrum Íslendinga viđ Englendinga á Vesturlandinu, ţ.e. vegna vígs Björns riddara á Rifi; og síđar á öldinni átti Ţorleifur sonur hans aftur í vígskaki vegna Reykhóla, sem umsetnir voru vegna óútkljáđra erfđamála; varđ ţađ Birni Th. Björnssyni ađ söguefni í bók hans ágćtri, Virkisvetur.

Margur höfđingi fyrri tíma rís hér í verki Birgis upp úr móđu aldanna sem raunverulegur herforingi, skipulagđur valdbeitingarmađur eđa vígvćddur smáfursti í krafti vopna sinna og ćrins herafla; tekur ţađ bćđi til geistlegra höfđingja og veraldlegra. Hversu óviđfelldiđ sem ýmsum kann ađ ţykja ţađ, ber ađ viđurkenna ţennan ţátt í íslenzkri sögu. Ţađ hefur t.d. Ólafur Gunnarsson gert í riti sínu Öxin og jörđin (og hlífđi sér ţó viđ "of miklu" herbrölti á blöđum ţeirrar bókar, m.a. međ ţví ađ hlaupa nánast fram hjá Bjarnanesreiđ).

Öllu ţessu til viđbótar verđur ađ teljast ágćtt, ađ menn fá ađ frćđast hér um síđari hluta ţessarar sögu, ţegar konungur lćtur framkvćma hér "vopnabrot" (eyđingu vopna) nokkru eftir siđaskiptin, um sama leyti og Vestfirđingar hyggja á endurvígvćđingu til ađ verjast erlendum mönnum (ţótt illa fćri reyndar í Ćđeyjarvígunum, sem sýnir hve tvíbent og háskalegt vopnavaldiđ getur orđiđ). Og áfram fylgir höfundur söguţrćđi hervarna hér á landi, ţrátt fyrir ađ titill verksins setji ţví mörk viđ áriđ 1581. Ţar ber ţá m.a. hátt Tyrkjarániđ 1627 og heigulslega frammistöđu Dana viđ Álftanes; ennfremur er í lokakaflanum sagt frá mjög athyglisverđum tillögum Levetzovs stiptamtmanns, Stefáns amtmanns Ţórarinssonar og Björns lögmanns Markússonar (forföđur míns) á Alţingi áriđ 1785 um vopnvćđingu manna í öllum sýslum landsins, sem fól raunar í sér hvorki meira né minna en stofnun íslenzks landhers, og hafđi ég flotiđ gegnum ţessa tilveru án ţess ađ vita af ţví (en veit hins vegar af öđrum merkum atriđum, sem tilheyra ţessari sögu, sem Birgi virđist hins vegar ókunnugt um; á ég ţar fremur viđ sjónarmiđ nafntogađra Íslendinga til nauđsynjar landvarna frá ţví um 1800 og áfram heldur en beina söguatburđi).

Almennt hygg ég, ađ lesendur muni almennt verđa mér sammála, ađ bók ţessi geymi marga afar áhugaverđa hluti fyrir íslenzka sögu -- og kalli á endurskođum ýmissa hvađ varđar nálgun hennar.

Međal ţess, sem Birgir varpar sérstöku ljósi á, eru bćđi hernađarađferđir, vopna- og verjubúnađur Íslendinga á miđöldum, vopnaeign í landinu (ţ.m.t. fallbyssueign, sem var mun víđar en flesta grunar) og ekki sízt hinn mikli fjöldi varnarvirkja, sem hér hefur veriđ um sunnan-, vestan- og norđanvert landiđ, allt fram á 16. öld (og lengur í Vestmannaeyjum og á Álftanesi); á Íslandskorti međ stađsetningu ţeirra á bls. 67 má telja um 30 slík virki, og á grafi á bls. 78 dreifir Birgir ţeim eftir byggingartíma; eru ţessi o.fl. hjálpargögn í riti hans einkar gagnleg. Ýmislegt af ţessu og öđru tagi, sem hann hefur unniđ skipulega, m.a. ađ fyrirmynd frá evrópskri hernađarsögu og jafnvel međ samanburđi viđ hana, hygg ég merka nýbreytni í sagnfrćđirannsóknum hérlendis. Ţá hefur hann víđa upplýsingar frá fornleifafrćđingum, ekki sízt úr rannsóknum frá síđustu áratugum, sem nýtast til ađ varpa skýrara ljósi á vopnabúnađ landmanna o.fl. Um varnarmál Vestmannaeyja fjallar hann í allnokkru máli, eins og full ástćđa var til, en ţó ekki eins ýtarlega, ađ mínu mati, og heimildir gefa tilefni til.

Ţađ má segja ađ Birgir hafi tekiđ af mér visst ómak međ ritun ţessarar bókar, ţar sem mér hefur um margra ára skeiđ veriđ ljós hin mikla vanţekking samtíđar okkar á herskáu ţáttunum í okkar eigin sögu, og ţví hefur mér stundum blöskrađ stćrilćtiđ og belgingurinn í yfirlýsingum sumra, sem telja sig ţess umkomna ađ lýsa okkur Íslendinga margstađfesta friđarţjóđ a.m.k. sjö síđustu aldirnar -- og nota ţađ til ađ ala hér á nýrri gerđ af ţjóđrembu gagnvart öđrum ţjóđum. Blöskrađi mér t.a.m. ekki hvađ sízt ábúđarmikil vanţekking hinnar sagnfrćđilćrđu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á ţeim málum og átti einhvers stađar góđa uppkastsgrein til ađ svara málflutningi hennar um ţá hluti og rek ţar ýmsar stađreyndir allt frá 14. öld (mun sú grein mín ţó vćntanlega sjá dagsins ljós síđar). En ég hafđi einnig hugsađ mér ađ skrifa allýtarlegan ritdóm um bók Birgis til ađ birta hér á blogginu, svo merk er hún, ađ hún verđskuldar ţađ fyllilega, sem og góđa sölu, ţví ađ um afar áhugaverđan spennulestur er ađ rćđa á stórum köflum ritsins. Ekki er ţađ ţó laust viđ svolitla annmarka, t.a.m. vantar međ öllu nafnaskrá í ritiđ, en ţađ vćri vanţakklćti ađ geta samt ekki fagnađ ţessari góđu bók, nánast algeru frumvirki á ţessu sviđi í íslenzkri sögu. Slík viđurkenning sést einnig í ritdómi Auđunar í Fréttablađinu, en of stutt er ţó sú grein hans, og sjálfur mun ég síđar skrifa mun betur og međ nákvćmari hćtti um ţessa glćsilegu bók, eins og hún vissulega verđskuldar.

(Auđuni Arnórssyni óska ég til hamingju međ ţau verđlaun Blađamannafélags Íslands, sem hann hlaut í dag ađ verđleikum fyrir beztu umfjöllun ársins 2006 međ greinaflokki sínum um Evrópusambandiđ í Fréttablađinu.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg les pislana ţin alltaf og mer fynnst ţu rökfastur og ţakka fyrir ţađ/En ţetta međ ađskylnađ Rikis og Kirkju sem egg hefi veriđ hlintur frá ţvi eg varđ 16 ára međ ađ stofan Oháđa Söfniđin ásm,at fjölda folks/Hver ertu eiginlega stemdur međ ţađ!!!Kveđja og ţakka gođa pisla/Hall Gamli

Haraldur Haraldsson, 18.2.2007 kl. 10:58

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk fyrir ţetta, Haraldur. Ég er nú líka utan Ţjóđkirkjunnar (kaţólskur), en varđandi áminnztan ađskilnađ vil ég minna á, ađ hann er í rauninni genginn í gegn ađ mjög verulegu leyti. Ţjóđkirkjan rćđur sér sjálf, nema hvađ ráđherra hefur enn puttana í enmbćttisveitingum ađ vissu leyti. Ţjóđkirkjan hefur sinn skattstofn (trúfélagsgjaldiđ) eins og önnur trúfélög, í sama hlutfalli og ţau. Ţjóđkirkjan fćr auk ţess árlegt framlag úr ríkissjóđi sem endurgjald fyrir allar ţćr miklu landareignir sem ríkiđ tók í umsjá sína 1907 og til fullrar eignar skv. lögum sem sett voru 1997 og tóku gildi í ársbyrjun 1998. Ţetta er ţví ekki stórt vandamál í mínum huga, og viss jákvćđ tengsl ríkis og kristindóms (sem koma fram í ţjóđsöng okkar og ţjóđfána m.m.) og jafnvel ríkis og Ţjóđkirkjunnar finnast mér ekki af hinu illa, enda eru önnur trúfélög ekki ađ líđa fyrir ţađ. Ţakka ţér svo fyrir innlitiđ.

Jón Valur Jensson, 18.2.2007 kl. 14:04

3 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Mikiđ er ég sammála ţér um ţađ hve merk bók ţetta er og mér finnst hún ómarkega hafa falliđ í skugga  ýmissa ómerkari bóka fyrir jólin.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 18.2.2007 kl. 15:24

4 identicon

Já ţessi bók er alger snilld og mikil ţörf á ađ slík bók skyldi loks koma út á landinu.

Núna ţarf bara fleiri svona bćkur.

Pétur Guđmundur Ingimarsson (IP-tala skráđ) 21.2.2007 kl. 21:44

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála ţér, Pétur, og ţakka ykkur öllum innleggin. Margt er í raun snilldarvel gert hjá Birgi, ţótt stöku sinnum megi greina leifar hrás málfars úr námsritgerđar-kjarna hennar, eins og Auđunn vék raunar ađ. Fátt er ţar stafsetningarvillna, samt allnokkrar. En Birgir getur unniđ upp úr ţessum grunni sínum fleiri verk, tekiđ saman minna yfirlit og eins ţaniđ út umfangiđ hér og hvar, en einnig skrifađ ýtarlega um seinni aldirnar, sem ţarna eru e.k. framhjáhlaupsverk og ţó mjög áhugavert. Hann er líka fínn greinarhöfundur (međ grein í Lesbók Mbl. sl. sumar og eina um varna- og hernađarmálasöguna í Mbl., í nóvember, minnir mig). Ţetta eru allt mjög áhugaverđ söguefni, og hann er ótvírćtt brautryđjandi, sem úr ţessu getur ekki annađ en haldiđ áfram ađ fara enn frekar fram -- og ćtti ađ vera "notađur" af fjölmiđlunum í framtíđinni, til viđtala ţar og rannsókna eđa samantekta fyrir ţá.

Takk, Arnar, fyrir ţetta. Ég hafđi ekki tekiđ eftir ritdómi Illuga né hinum í Mogganum, en enginn Jón Helgason er prófessor í sagnfrćđi, ţar eru hins vegar t.d. Guđmundur Jónsson, Helgi Ţorláksson o.fl. góđir. Fróđlegt verđur ađ sjá ritdóma í Skírni og Sögu. -- Já, bókin verđskuldar ađ auglýsast miklu betur, og ţađ er rétt hjá ţér, ađ í rauninni er hún bomba! (eins og ég raunar impra á).

Ţakka ykkur hinum líka góđ innlegg.

Jón Valur Jensson, 22.2.2007 kl. 01:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband