Fordćming dauđarefsinga fjöldamorđingja - á hvađa siđferđisgrunni?

ESB og alţjóđleg mannréttindasamtök FORDĆMDU í gćr aftöku ţriggja manna sem skipulögđu sjálfsvígsárásir í Kabúl sem kostuđu átta lífiđ, tveggja sem myrtu tvo afganska starfsmenn SŢ og eins sem myrti 11 opinbera starfsmenn. Íslenzkir friđargćzluliđar koma ţar hugsanlega viđ sögu, sbr. ţetta úr frétt Mbl.is:

  • Sjálfsvígsárásir í Kjúklingastrćti
  • Međal sjálfsvígsárása sem mennirnir voru dćmdir fyrir var árás á Kjúklingastrćti ţar sem tveir útlendingar létust og ung afgönsk stúlka. Ekki kemur fram í gögnunum frá stjórnvöldum hvenćr sú árás var gerđ en 23. október áriđ 2004 slösuđust ţrír íslenskir friđargćsluliđar í sprengjuárás talíbana í Kjúklingastrćti í Kabúl í Afganistan. Tveir létust í ţeirri árás, afganskt barn og ung bandarísk kona. Tilrćđiđ beindist gegn íslenskum friđargćsluliđum sem hugđust kaupa sér teppi.

Ég man ekki betur en ţetta afganska barn hafi veriđ stúlkubarn.

En á hvađa siđferđisgrunni fćrdćmir Evrópusambandiđ aftöku ţessara glćpamanna? (Ekki fćrri en fjórir ţeirra geta kallazt fjöldamorđingjar.) Hafa menn í Brussel ţá trú, ađ ţetta sé slćmt fordćmi fyrir talíbana?! Ţađ morđingjahyski ţarf ekki á fyrirmyndum ađ halda, fólk var tekiđ af lífi fyrir hjúskaparbrot jafnt sem samkynhneigđ, međan talíbanar fóru međ völd í landinu, og gert fyrir opnum tjöldum á íţróttaleikvangi sem afgönsku ţjóđinni hafđi veriđ fćrđur ađ gjöf -- ekki var nú sómakenndin meiri en svo. Og fjarri fer ţví, ađ dauđadómum stjórnvalda hafi fjölgađ í Afganistan eftir ađ talíbönum var steypt í Khabúl:

  • Eins og áđur sagđi eru aftökur fátíđar í Afganistan í dag. Áriđ 2004 var einn mađur tekinn af lífi, áriđ 2007 voru fimmtán teknir af lífi, sjö áriđ 2008 og á síđasta ári voru tveir teknir af lífi. Samkvćmt upplýsingum frá Amnesty International eru um 200 fangar á dauđadeild í Afganistan. (Mbl.is.)

Aftökur eru taldar hafa veriđ um 4000 í Kína á liđnu ári, skv. frétt sem lesin var í Rúv í gćrkvöldi. Ţorir ESB fremur ađ vađa međ ásökunum á hendur stjórnvalda í Khabúl en í Peking? -- og á hvađa siđferđisrökum á ţađ ađ heita byggt? Vilja Brusselmenn sjálfir taka ađ sér fangagćzlu ţessara hćttulegu manna og ţar međ taka ţá áhćttu, ađ hryđjuverkahópur taki fjölda gísla á evrópskri grund og krefjist framsals fjöldamorđingjanna, ella verđi hinir saklausu teknir af lífi? Ef Brusselmenn vilja ekki taka ađ sér fangagćzluna, sýnist mér siđapredikun ţeirra jafn-léttvćg og hún er ábyrgđarlaus.


mbl.is 14 teknir af lífi á tveimur dögum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband