Arnór Hannibalsson um nauđsyn uppgjörs viđ kommúnismann

Úr riti hans Moskvulínan, síđari hlutanum (Halldór Laxness og Sovétríkin):

  • Ţjóđverjar hafa gert upp viđ Hitler og Ţriđja ríkiđ. Ţeir hafa rćktađ lýđrćđislega menningu og vaka yfir ţví, ađ nazisminn skjóti ekki upp kollinum aftur. Viđ Íslendingar verđum ađ gera mál okkar upp viđ kommúnismann. Viđ verđum ađ gera ţađ ljóst og heyrumkunnugt, ađ ţeir sem bođuđu trú á leiđtoga grimmdarfulls glćpafélags verđa ađ standa ábyrgir orđa sinna og gjörđa, og ađ fyrir ţau verđi ţeir dćmdir fyrir sögunni og eilífđinni. Hvorki Ţórbergur né Kiljan afneituđu kommúnismanum. Halldór Laxness vissi mćta vel, hvernig fólk var tekiđ og trođiđ í Gúlagiđ í Sovét-Rússlandi. En hann ţagđi yfir ţví í ţrjátíu ár. Hvorugur ţeirra bađst fyrirgefningar á athćfi sínu.
  • Ragnar í Smára segir í bréfi til Matthíasar Johannessen:
  • "Mađur [svo] sem neitar náđ og fyrirgefningu og ţeirra krafti, vantar sannarlega stórgígjuna í sitt sálarregistur ... Ađ neita fyrirgefningu og náđ, ţessu tvennu, sem gert hefir lífiđ ţess virđi ađ lifa ţví, ţađ er líkast ţví ađ neita ţví ađ til sé ást." (Matthías Johannessen: Í kompaníi viđ Ţórberg, bls. 372, 372.)*

Á öđrum stöđum í Moskvulínunni, t.d. á bls. 305, skrifar dr. Arnór ţannig, ađ ljóst er, ađ ekki mat hann hćfileika Laxness lítils:

  • "... En hvađ hefur mannhatur kommúnisma og fasisma framleitt dýrar bókmenntir? Engar. Menningarsviđ ţessara tveggja ofbeldishreyfinga er autt. Ef til vill verđa sögur Halldórs Kiljans Laxness einu kommúnísku bókmenntirnar, sem halda áfram ađ lifa." 
Ţađ var áriđ 1999 sem Arnór gaf út Moskvulínuna, spennubók og uppljóstrana. Hún var "ţöguđ í hel", međ orđum hans sjálfs, enda svipti hann Lenín dýrđarljómanum: greindi frá grimmilegum fjöldamorđum ađ skipun hans og kom upp um firnalanga röđ af Moskvustyrkjum til kommúnista hér sem víđar, til flokka ţeirra (Kommúnistaflokks Íslands, Sameiningarflokks alţýđu – Sósíalistaflokksins), Ţjóđviljans, Máls og menningar, fleiri fyrirtćkja og margra einstaklinga til 1980. Ţá er ţar 125 bls. bókarauki: Halldór Laxness og Sovétríkin, hreinskiptinn sem annađ af hendi Arnórs.
 
* Moskvulínan, bls. 312-313. Útg. Nýja bókafélagiđ, Rv. 1999. Ţetta frábćra, ómissandi rit er enn fáanlegt, hjá Uglu útgáfu ehf., s. 698-9140.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband