Villa Ellerts B. Schram í ESB-málum

Vesalings Ellert Schram. Í ESB-Fréttablađinu í dag sćttir hann sig ekki viđ, ađ allt frá umsókn Jóhönnu, Össurar og Steingríms um ađ renna lýđveldinu inn í Evrópusambandiđ hefur ţjóđin veriđ ţví eindregiđ andvíg í öllum (um 15-16) skođanakönnunum. Hann vill enn "fá ađ sjá í pakkann" og kemur međ ţau rök, ađ viđ höfum gengiđ í EFTA og gert EES- og Schengen-samninga "án ţess ađ Íslendingar hafi misst forrćđi á sínum málum ... og lifađ međ ţeim, án ţess ađ farga fullveldi og sjálfstćđi," og virđist hann halda, ađ ţađ sama myndi eiga viđ um fulla inngöngu í Evrópusambandiđ. Kannski kominn tími fyrir hann til ađ "kíkja í pakkann", ţá gćti hann séđ ţađ svart á hvítu, ađ allt ćđsta, ráđandi löggjafarvald yfir ţjóđ okkar, landi og miđum yrđi strax međ ađildarsamningi lagt í hendur löggjafarţinga Evrópusambandsins: ESB-ţingsins í Strassborg og Brussel og ráđherraráđsins í Brussel, en ţađ síđarnefnda er enn voldugra en ESB-ţingiđ og fćri t.d. međ löggjöf og reglur um fiskveiđar hér, en framkvćmdastjórn ESB og undirstofnanir međ stjórnvaldiđ (framkvćmdavaldiđ) í ţeim efnum. Allt ţetta getur hann séđ hér: HÉR, í ađildarsamningi Noregs 1994 (sem ţjóđin hafnađi), Svíţjóđar, Finnlands og Austurríkis, og skýrt nánar hér: Réttinda-afsaliđ sem yfirlýst og stađfest yrđi međ ađildarsamningi (accession treaty) viđ Evrópubandalagiđ.

Ţar ađ auki er margt ţví til vitnis, ađ Evrópusambandiđ sćkir í gegnum EES-samninginn á fullveldisrétt Íslands og Noregs -- sjá nýbirta grein hér: Er kúgunarviđleitni fylgifiskur evrópska stórveldisins? -- en ţó skal hér tekiđ fram, ađ ţađ er nánast eins og ljósgrátt og svart ađ bera saman fullveldishnekkinn viđ EES annars vegar og fulla "ađild ađ ESB" hins vegar. Viđ myndum t.d. missa eiginlegt forrćđi sjávarauđlindanna viđ "inngöngu" (EES-samningurinn tekur ekkert til ţeirra né utanríkisviđskipta, peningamála og lítt til landbúnađar o.fl.), en "fengjum" einungis 0,06% atkvćđavćgi (og minnkandi) í hinu valdamikla ráđherraráđi ţessa stórveldis.

Ágćti Ellert B. Schram, farđu nú ađ lćra heimalexíuna ţína! Gleymdu ţví heldur ekki, hvernig ESB vann hlífđarlaust og harkalega gegn okkur frá upphafi til enda í ICESAVE-málinu rétt eins og ţađ gerir í makríldeilunni. -- Međ ţökk fyrir liđin kynni og góđ frá DV-árum ţínum, --JVJ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband