Jón Jónsson er gott og gilt nafn

Á fyrri öldum var Jón lang-algengasta nafn Íslendinga. Fimmti hver karlmađur hét Jón áriđ 1703, viđ fyrsta manntal okkar. Jón Jónsson var ótrúlega algengt nafn. Áriđ 1801 báru 1342 menn ţađ nafn, ekkert aukanafn, utan tveir sem báru ćttarnöfn (Vídalín og Arnórsen). Međal ţeirra voru t.d. 16 tvítugir, 43 tíu ára og 39 tveggja ára. Ţessir 1342 Jónar Jónssynir áriđ 1801 voru 2,84% ţjóđarinnar, sem ţá var 47.240 manns.

Áriđ 1845 hétu heldur fćrri Jón Jónsson, 1284 alls, ţar af 18 fertugir, 20 ţrítugir, 22 tvítugir*, 17 tíu ára og 25 tveggja ára. Ţá báru sjö ţessara Jóna Jónssona millinafn (Geir, Páll, Kristinn, Eggert, Leví, Einar, Hákon), en allir voru ţeir í yngstu kynslóđinni (eins til 16 ára). Ţá sem fyrr voru ýmsir Jónar Jónssynir kallađir "yngri" eđa "eldri".

Áriđ 1845 töldust Íslendingar 58.558, hafđi ekki fjölgađ nema um 8.200 manns frá 1703, enda hjuggu Stóra bóla (1707) og móđuharđindin seint á 18. öld djúpt skarđ í ţjóđina. Viđ vorum 44.854 áriđ 1762, og ţá voru mestu harđćrisár náttúrunnar eftir.

En ţessir 1284 Jónar Jónssynir áriđ 1845 voru ţá 2,19% ţjóđarinnar (um eđa yfir 25. hver karlmađur). Lauslega taliđ í nafnalykli manntalsins 1845, ţar sem Jónar taka 122˝ blađsíđu, hétu ţá um eđa upp undir 4.600 manns Jónsnafni.

Jón Jónsson  Jón Jónsson er gott og gegnt nafn, ţví hétu t.d. tveir ţekktir menn og vinsćlir međ ţjóđinni, sem mörg okkar muna eftir, jarđfrćđingurinn og fiskifrćđingurinn (myndin er af ţeim síđarnefnda, sem var fyrsti forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, 1965-1984). Málvinur minn einn er Jón Jónsson á Seltjarnarnesi, fyrrverandi kaupmađur. Áđur og fyrrum báru margir ţekktir menn nafniđ. Í Íslenzkum ćviskrám (III., V. og VI. bindi) eru 160 Jónar Jónssynir, ţar af sex a.m.k. međ aukanafn (Bergsted, Johnsen, Björnsen, Einar, Sigurđur Vídalín, Kristmundur, Auđun).

Nú er svo um skipt, ađ nafniđ Jón Jónsson gerist ć sjaldgćfara. Hefur engum veriđ gefiđ ţađ fulla nafn í rúma ţrjá áratugi, sbr. fréttartengil hér neđar. Hnarreistir geta menn ţó boriđ ţađ ágćta nafn, og ţađ gerir m.a. söngvarinn vinsćli, ritstjóri Monitors, sem heitir reyndar millinafni líka, og ţessi ungi mađur, sem 12 ára lét breyta nafni sínu í Jón Jónsson.

Vinsćldir Jóns-nafnsins á Íslandi má rekja til tignunar Jóhannesar skírara (Jóns baptista), Jóhannesar guđspjallamanns (Jóns evangelista) og Jóns helga Ögmundssonar, biskups á Hólum (d. 1121) -- en margar kirkjur voru helgađar ţeim -- og einnig til mikilmennisins Jóns biskups Arasonar á Hólum (ef smellt er á nafniđ, geta menn séđ ţar ćttir hans raktar).

* Ţar af einn sem er rangfćrđur til aldurs (sagđur 19 ára) í Nafnalykli ađ Manntali 1845 á Íslandi, nćstneđstur í III. bindi, s. 816 (í Melkoti í Leirársókn). 

Heimildir: nafnalyklar viđ manntölin 1801 og 1845 og almennar mannfjölda-upplýsingar, sem m.a. eru ásamt öđru teknar saman í námskeiđshefti mínu, Ćttfrćđinámskeiđ í Reykjavík, á síđunni Manntöl 1703-1930.


mbl.is Enginn Jón Jónsson síđustu ţrjátíu ár
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband