Róttæki ímaminn beitir sér líka gegn kristnum sið, ekki aðeins samkynhneigðum

Ímaminn, lærður í islömskum fræðum, sá sem nú veldur miklu fjaðrafoki hér með skringilegum ummælum sínum í Spegli Rúvsins, beinir spjótum sínum ekki aðeins að samkynhneigðum, heldur einnig kristnum kennisetningum í grundvallarmálum guðfræðinnar.

Án þess að það hafi farið hátt, hóf hann kynningarstarf í Kolaportinu fyrir allnokkrum vikum, eins og það væri ekki nóg, að þar væri annar erlendur kynningarbás múslima þegar til staðar. Trúr hinum undarlegu áherzlum Múhameðs í trúarefnum stendur þessi ungi ímam þar m.a. fyrir áróðri gegn trú kristinna manna á Heilaga Þrenningu og gegn kristnum skilningi á hlutverki Maríu Guðsmóður. (Múhameð gerði reyndar þá einkennilegu skyssu að telja Maríu náfrænku Móse, sem var uppi meira en þúsund árum áður!) Þessi áróður hins unga ímams eða safnaðar hans birtist í ókeypis dreifingu bæklinga eins og Is the Trinity Doctrine Divinely Inspired? (96 bls.) og annars smærri bæklings um Maríu Guðsmóður.

Greinilega hyggja þessir múslimar, sem keyptu Ými, hið glæsilega hús Karlakórs Reykjavíkur, fyrir gjafafé frá Saudi-Arabíu, - greinilega hyggja þeir á hugmyndafræðilega baráttu hér á Íslandi fyrir sértrú sinni.

Svo bendi ég hér að lokum á athyglisverða grein eftir Skúla Skúlason verzlunarmann í Morgunblaðinu í dag: Því að vera á móti mosku á Íslandi?

mynd 2013/07/19/GMUR0OHJ.jpg

Myndin er af Skúla Skúlasyni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Huggun harmi gegn að Jón Valur skuli vera farinn að verja tilveru og réttindi samkynhneigðra.

hilmar jónsson, 19.7.2013 kl. 21:03

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Halda íslendingar virkilega að múslimar á Íslandi séu eitthvað öðruvísi en í Afghanistan?

Það er ekki til neitt sem heitir íslenzkt islam, það er bara eitt islam og það skiptir ekki máli hvort það er í Saudi Arabíu, Frakklandi eða Íslandi, boðskapurinn er að undiroka konur og drepa villitrúarmenn.

Kveðja frá Dubai.

Jóhann Kristinsson, 19.7.2013 kl. 22:40

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Að sjálfsögðu ver ég tilverurétt samkynhneigðra og almenn borgararéttindi þeirra, en ekki þau, sem ofréttindi má kalla og ég hef fjallað um áður.

Jón Valur Jensson, 20.7.2013 kl. 00:04

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

3. febrúar ritaði mér Facebókarvinkona:

"Störe þáverandi utanríkisráðherra Noregs bannaði múllum í Tromsö að byggja mosku fyrir peninga frá Saudi-Arabíu.... til Íslands komu múllar beint frá Tromsö og kjáninn hann Össur talaði eitthvað við Störe um málið, við fengum aldrei að vita hvað kom útúr því ... Salmann rak þessa Ýmismúlla úr sínu félagi vegna þess að þeir töluðu svo olla um Ísland og Íslendinga ... p.s. við verðum að halda vöku okkar."

Jón Valur Jensson, 20.7.2013 kl. 00:29

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

... svo illa um Ísland ...

Jón Valur Jensson, 20.7.2013 kl. 00:30

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í skoðanakönnun hér (sjá spássíu til vinstri) er spurt að gefnu tilefni:

Er þörf á söfnuði strangtrúarmúslima hér, þeim sem keypti Ými með stuðningi wahabíta í Saudí-Arabíu?

Jón Valur Jensson, 20.7.2013 kl. 06:16

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sr. Toshiki Toma ritar nú á bloggi sínu um málefni múslima (Moska í Reykjavík og fleira) og fær margar uppþumlanir (30 Facebókar-like) -- út á hvað eða frá hverjum, veit maður ekki, því að lokað er þar á athugasemdir.

Toshiki er yfirlýstur talsmaður umburðarlyndis, m.a. í femínískum málum og varðandi kynhneigðamál, en að vísu ekki málsvari manna eins og séra Friðriks Schram og Íslensku Kristkirkjunnar, sem svipt var með dæmafárri ákvörðun "mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar" rétti sínum til 700.000 kr. byggingarstyrks, sem trúfélög eiga þó rétt á (sjá hér mjög athyglisverða fréttargrein í Morgunblaðinu í fyrradag: Synjað um styrk vegna skrifa prests), allt vegna þess að sr. Friðrik vill halda sig við sinn skilning á Heilagri Ritningu, -- og Toshiki ver heldur ekki starfsréttindi Snorra Óskarssonar í Betel, sem sviptur var kennslustarfi sínu við grunnskóla á Akureyri vegna afstöðu sinnar til samkynhneigðar, sem komu þó hvergi til tals hjá honum í skólastarfinu né í viðræðum við nemendur. Þetta kallast Berufsverbot (atvinnubann) á þýzku og þykir ekki hrósvert, enda er Snorri nú í skaðabótamáli við Akureyrarbæ vegna þessarar pólitísku ákvörðunar, sem hefur haft eyðileggjandi áhrif á tekjuöflun hans.

En í fyrrnefndum pistli sínum ritar Toshiki Toma m.a.:

"Við getum ekki forðast ef til vill að hugsa um hryðjuverk sem ákveðnir öfugatrúmenn hafa framið hingað til og ótta um þann möguleika að þeir geta enn framið slíkt í framtíðinni.

En um þetta atriði, þarf að segja að ,,öfgatrúmenn" geta verið í kristnum trúfélögum (eins og Breivik) eða í öðrum trúum [sic]."

--Við þetta verður að gera þá athugasemd, að fjöldamorðinginn A.B. Breivik var ekki virkur í kristnum söfnuði, hann vann ódæðisverk sitt ekki af kristnum hvötum og finnur hvergi í kristnum sið neina réttlætingu fyrir öðru eins illræðisverki.

Þvert á móti stóð hugsun hans nær heiðni og rasískum nazisma, sbr. einnig þennan nýlega pistil minn um annan Norsara sem ruglazt hefur af skyldri hugsun: Kristindómur samþýðist engar svona öfgar.

Jón Valur Jensson, 20.7.2013 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband