Veđramót ... og réttlćtismál Sćvars Cicielski og félaga

Of lítiđ hef ég lagt mig eftir ađ sjá íslenzkar kvikmyndir hin síđari ár eđa ekki gefiđ mér tíma til. Veđramót, mynd Guđnýjar Halldórsdóttur (Laxness), var á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld og missti ég af engu nema ţegar Land-Roverinn steyptist niđur um ísinn međ 2-3 einstaklinga af uppeldisheimilinu.

En myndin er vel og skemmtilega gerđ og nćr ađ fanga vissan tíđaranda eins og myndirnar sem gerđar voru út frá sögum snillingsins Indriđa G. Ţorsteinssonar. Ţarna mćtast sveitamennskan og áhrifin af hippamenningunni, ef menningu skyldi kalla, en ţó mátti alveg sýna hana í svolítiđ sympatísku ljósi, eins og ţarna er gert.

En erfiđleikarnir viđ ađ stýra upptökuheimili vandrćđaunglinga -- eđa fórnarlamba heimilisofbeldis -- blasa ţarna gagnsćtt viđ, og höfundum verksins tekst ţađ ágćtlega ađ búa til epísódur međ uppákomum af ýmsu tagi og lífsháskinn ekki allsendis fjarri.

Örlög forstöđumanns heimilisins, sem Hilmir Snćr Guđnason lék ágćtlega, minna um ýmislegt á hlutskipti fórnarlamba Geirfinnsmálsins, ekki sízt Sćvars Cicielski. Saklaus er forstöđumađurinn fangelsađur og nánast kominn út af hengifluginu hálfum mannsaldri síđar viđ drykkjuskap í Köben ţegar loksins tekst ađ bjarga honum í myndarlok. Hvort réttarmorđiđ á honum fekkst svo leiđrétt, fáum viđ ekki ađ sjá í myndinni. Ekki tókst ţađ fyrir Sćvar og Tryggva Rúnar Leifsson, en tekst vonandi 100% fyrir fjölskyldur ţeirra.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Ţormar Halldórsson

Já ágćt mynd og margt vel gert í henni. Hilmir er mjög góđur ađ vanda en smá pirrandi samt ađ ţarna er 38 ára gamall mađur ađ leika mann sem á ađ vera rúmlega tvítugur :) Ţađ hefur veriđ dálítil lenska í íslenskum myndum.

Myndin fjallar reyndar um síđustu ár vistheimilisins ađ Breiđavík á Barđaströnd sem var rekiđ á vegum Unglinga/Upptökuheimilis ríkisins frá 1973-1979. Guđný mun hafa starfađ ţar á sumrin.

Ţađ ríkti hippamenning ţar á ţessum tíma og nýjar hugmyndir um uppeldi. Forstöđumađurinn sem stýrđi heimilinu frá 1973-1977 var ađeins 23 ára gamall ţegar hann tók viđ áriđ 1973. Flestar persónurnar eiga sér fyrirmynd í fólki sem dvaldi ţarna og sömuleiđis flestir ţeirra atburđa sem raktir eru í myndinni.

Ps. Kristján Viđar er enn á lífi.

Halldór Ţormar Halldórsson, 12.8.2013 kl. 10:46

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kćrar ţakkir fyrir ţetta ágćta innlegg ţitt, Halldór Ţormar.

Og gleđilegt er, ađ Kristján Viđar er enn á lífi. Er ekki annar félagi ţerra Sćvars látinn?

Jón Valur Jensson, 12.8.2013 kl. 11:58

3 Smámynd: Halldór Ţormar Halldórsson

Jú Tryggvi Rúnar Leifsson sem einnig fékk dóm í málinu lést áriđ 2009.

Halldór Ţormar Halldórsson, 12.8.2013 kl. 12:04

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţakka ţér, Halldór. Nú verđ ég ađ taka ţetta út úr greininni um hann Kristján Viđar!

Jón Valur Jensson, 12.8.2013 kl. 23:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband