Krataklúđriđ á Hofsvallagötu

Hlálegar ađgerđir "SamBest"-meirihlutans í borgarstjórn beinlínis til ađ teppa umferđ um Hofsvallagötu milli Hringbrautar og Hagamels jađra viđ geđbilun. Fuglakofar standa úti í götu á málmstöngum! Örfá bílastćđi koma út úr dćminu, fyrirferđarmiklar umferđareyjar ţrengja götuna niđur í ađ verđa mjó hverfisgata, og er ţetta ţó megin-umferđarćđ, m.a. út á Seltjarnarnes, auk Vesturbćjar, en hefur ekki veriđ slysagata ađ neinu ráđi.

"Ţegar ég horfđi á teikningarnar fékk ég á tilfinninguna ađ ţetta vćri nemendaverkefni. Ţetta lítur vel út á blađi, en er skrýtiđ í framkvćmd," sagđi einn á íbúafundinum fjölmenna í Hagaskóla í kvöld, ţar sem almennur kurr var vegna málsins.

Gnarristar og kratar í Reykjavík eru einfaldlega ađ sýna ţarna sitt rétta andlit. Oft fór ég um götuna á hjóli og komst greiđlega leiđar minnar, hvort sem fariđ var um götuna sjálfa eđa gangstéttirnar, sem voru alveg nógu breiđar fyrir hjólandi og gangandi. Nú eru settar ţarna skrćpóttar hjólabrautir ásamt umferđareyjum báđum megin götunnar af engu tilefni nema sérvizku reykvískra umferđarteppara, auđvitađ međ stuđningi laumukratans Gísla Marteins, sem einnig veđjar á bleikan hest í flugvallarmálinu (en undirskriftalistinn vinsćli lending.is er nú kominn í 55.649 manns).

Annađ stórslys Gnarrista er áćtlađ í Mýrargötu og Geirsgötu, veruleg ţrenging gatnanna. Ţađ mun í stađinn beina umferđ út í Örfirisey um Hringbraut, en ţar er ţó fjölmenn íbúđabyggđ og mikiđ um ferđir barna yfir ţá meginumferđarćđ í grunnskólana 3-4 í Vesturbć. Um ţetta var fjallađ nýlega í fjölmiđli, en er ţó ekki komiđ í ţađ hámćli sem vert er.

Rökstuđningur SamBest-manna (ţeir kalla sig sjálfir SamBest í borgarstjórn) fyrir Hofsvallagötu-ćvintýrinu kostnađarsama er einhver aumasti málflutningur sem nokkurn tímann hefur sézt og styđur ţá fullyrđingu mína, ađ tilgangurinn sé ađ teppa meginumferđ bíla um götuna til ađ auka umferđ gangandi og hjólandi í Reykjavík -- eins og ţetta hafi einhver hverjandi áhrif! Sennilega verđur svo vetrarumferđin ţarna í algeru öngţveiti, ţegar snjóa fer, eins og bent var á á fundinum í kvöld.

Kristinn Fannar Pálsson, íbúi viđ Hofsvallagötu, bar upp ţrjár tillögur á fundinum, m.a. ţá, "ađ breytingarnar yrđu fjarlćgđar viđ fyrsta tćkifćri, og brauzt út mikill fögnuđur međal íbúa ţegar sú tillaga var kynnt," eins og jafnvel Visir.is segir frá.

Engum sögum fer af ţví, ađ gervi-borgarstjórinn Jón Gnarr hafi hćtt sér inn á ţennan íbúafund, og var ţađ ađ vonum (sbr. Grafarvogsćvintýri hans). Í hans stađ mćtti ţar Hjálmar Sveinsson, umhverfisverndarsinninn mikli, sem fekk ókeypis ćfingu í sveitarstjórnapólitík og kynningu sinna áherzlna árum saman í vikulegum ţriggja kortera ţćtti í Ríkisútvarpinu, en er nú ein ađal-skrautfjöđrin í hatti SamBest-manna.


mbl.is Hitafundur um Hofsvallagötuna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Efast um ađ nokkur fugl vilji ganga saman í eina sćng međ öđrum í ţessum líka ljótu kofaskríflum, nema kanski ţá fuglarnir sem sćnga saman steinhúsinu viđ tjörnina. Annars finnst mér ekkert ađ ţví setja niđur einfaldann hjólastíg ţarna. En fyrr má nú aldeilis dauđrota.

Rafn Haraldur Sigurđsson (IP-tala skráđ) 27.8.2013 kl. 20:59

2 identicon

Ţegar ég kom keyrandi Hofsvallagötuna ađ ljósum viđ Hringbraut, ţá ţurfti ég ađ beygja fram hjá risastóru blómakeri sem plantađ hafđi veriđ milli akbrautanna hćgra megin. Mađur á eiginlega ekki til orđ yfir ţetta hvurslags fábjánar stjórna málum ţarna hjá borginni.

Sandkassinn (IP-tala skráđ) 27.8.2013 kl. 21:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband