Sjálfstćđisflokkurinn er hrapađur niđur í 25% í borginni; nýir frambođskostir greinilega opnir

Stórfrétt dagsins í Mbl. er ekki, ađ "Björt framtíđ" fengi 29,3% og 5 fulltrúa, heldur hrap Sjálfstćđisflokksins. Ađ oddviti "Bjartrar" er = óţekktur, gerir niđurlćgingu ţekktrar forystu Valhallar í Rvík ţeim mun meiri.

Hugsunin er óđara leidd ađ sterku, nýju frambođi međ Davíđ Oddsson í forystu. Honum veittist létt ađ sópa til sín fylgi sem borgarstjóri á árum áđur, málsnjall mađur og farsćll í störfum fyrir borgina.

Í Morgunblađinu um helgina og í dag birtast svo greinar snjallra manna, sem full ástćđa er til ađ vekja athygli á, enda eiga báđir mörgum fremur erindi inn í stjórnmálin. Sá fyrri er Jón Steinar Gunnlaugsson, bridge-félagi Davíđs og fyrrverandi hćstaréttardómari, öflugur bókahöfundur á lögfrćđisviđi og hafđi ţađ umfram marga umsćkjendur um starf í Hćstarétti ađ koma úr almennum málafćrslustörfum fremur en dómstólakerfinu eđa akademíu HÍ, en var ţó reyndar ţegar orđinn háskólakennari í greininni. Pistill hans sl. laugardag, 'Hreinn meirihluti?', var settur fram sem skemmtileg háđsádeila, en athyglisverđ var undirskriftin: "Höfundur er lögfrćđingur međ framavonir í stjórnmálum." Og menn skyldu ekki gera litiđ úr slagkrafti Jóns Steinars og sízt í bandalagi međ öflugasta manni hingađ til í borgarmálunum.

Hinn greinarhöfundurinn, Valdimar Jóhannsson, á afar snjalla og vel rökstudda grein í Mbl. í dag.: Er Mannréttindaskrifstofa Íslands andvíg mannréttindum? Ţar fjallar hann um furđulegt uppáhald Mannréttindaskrifstofunnar á óvenjulegum réttindum múslima hér á Íslandi, ţeim til hagrćđis í vexti ţess samfélags međal okkar, ţvert á ţá stađreynd, ađ múslimaríkin 56 í OIC, Samvinnustofnun islamskra ríkja, hafa neitađ ađ skrifa undir mannréttindayfirlýsingu Sameinuđu ţjóđanna en undirrituđu í ţess stađ áriđ 1990 „Kaíróyfirlýsinguna um mannréttindi innan íslams“. Ţá leiđir Valdimar í ljós međ afar sterkum rökum, hvernig mannréttindi eru víđa fótum trođin í löggjöf islamskra ríkja, og ćttu sem flestir ađ lesa ţessa grein hans. En Valdimar kynnir sig sem mann "á eftirlaunaaldri" og er ţó ekki síđur kröftugur en ungkálfur sem hleypt er út á vorin.

Sjálfstćđisflokkurinn fengi ađeins 4 borgarfulltrúa kjörna nú og ţađ naumlega, međ sín 25%, samkvćmt nýrri skođanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, en fekk 33,6% atkvćđa í kosningunum 2010 og 5 fulltrúa. Eftir hörmungarferil "Besta flokksins" sl. fjögur ár er ţetta augljóst og afgerandi fylgishrun Sjálfstćđisflokks og ekki viđ ţađ unandi fyrir flokksmenn hans. Oddviti borgarstjórnarframbođsins, utanbćjarmađur, hefur lítt haft sig í frammi og naut ekki meirihlutastuđnings í 1. sćtiđ í óvenju-fásóttu prófkjörinu. Margir eru ennfremur óánćgđir međ, ađ mađur, sem talinn er of hallur undir ESB-innlimunarstefnuna, verđi ţar foringi flokksins.

Ţá er öllu meiri kraftur í ţeim ţremenningum, sem nefndir hafa veriđ (blálitađir) hér á undan!

PS. Endilega lesiđ ţessa grein sem sýnir pottinn brotinn í rekstri flestra sveitarfélaga, ekki sízt hér í borginni, og bendir í stađinn á tillögur Kristinna stjórnmálasamtaka: Bruđliđ međ fé útsvarsgreiđenda til leikskólanna er yfirgengilegt: Foreldrar greiđa ađeins um 18%!


mbl.is Sjálfstćđisflokkur međ 25%
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Fínt, ţiđ sjallar haldiđ bara áfram ađ höggva hvern annan í spađ.   Lofsöngur ţinn um spilaklúbb Davíđs sýnir svart á hvítu hver veruleikafyrrtir sumir sjallar virđast vera.

Óskar, 27.1.2014 kl. 11:54

2 Smámynd: Elísabet

Ţađ er kostulegt ađ fylgjast međ viđbrögđunum. BF og Píratar raka til sín fylgi og Framsókn mćlist varla. Svar Sjálfstćđismanna: "Ţađ ţarf harđara íhald!"

Elísabet, 27.1.2014 kl. 11:57

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki er ég "Sjalli", Óskar, ég gekk úr flokknum vegna aumrar frammistöđu ţingmanna hans í Icesave-málinu.

Og Elísabet, er ekki ljóst, ađ borgarstjórnarminnihluti Sjálfstćđisflokks stóđ sig ótrúlega slapplega síđustu fjögur árin ţrátt fyrir ömurlega stjórn vinstri manna?

Jón Valur Jensson, 27.1.2014 kl. 17:43

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Greinin frábćra hans Valdimars Jóhannessonar er nú komin á Moggabloggiđ hans, hér er hún: Er Mannréttindaskrifstofa Íslands andvíg mannréttindum?

Jón Valur Jensson, 27.1.2014 kl. 17:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband