Kate Bush - Fýkur yfir hæðir

Allir þekkja Kate Bush (eða þannig) – röddina hennar einstæðu – en hversu yndisleg hún er á þessum myndböndum, jafnvel þar sem hún geiflar sig mest, er næstum of ótrúlegt til að vera satt.


Og ímyndið ykkur alla þá orku sem fer í að gera þetta lag og texta við gamla sögu og fylla hana lífi og sköpunarmætti Kate Bush í söng og mynd ... eins og heilli kvikmynd. Þvílíkur listamaður! Og þegar við komumst ekki yfir það hvað þetta er fallegt, er líka allt í lagi að tárast.

 

Kate Bush - Wuthering Heights 1978 

 

Ég set textann (lyrics) hér fyrir neðan í athugasemd, en fyrst annað myndband með henni að syngja sama lag ("rauða kjóls útgáfan" úti í náttúrunni) –– ótrúlega fallegt og flott og fyndið í bland (hún er svo lengi að kveðja!):

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kate Bush - Wuthering Heights 1978


Out on the wiley, windy moors

We'd roll and fall in green.

You had a temper like my jealousy

Too hot, too greedy.

How could you leave me,

When I needed to possess you?

I hated you. I loved you, too.


Bad dreams in the night

You told me I was going to lose the fight,

Leave behind my wuthering, wuthering

Wuthering Heights.


Heathcliff, it's me, your Cathy,

I've come home. I´m so cold,

let me in-a-your window

Heathcliff, it's me, your Cathy,

I've come home. I´m so cold,

let me in-a-your window.


Ooh, it gets dark! It gets lonely,

On the other side from you.

I pine a lot. I find the lot

Falls through without you.

I'm coming back, love,

Cruel Heathcliff, my one dream,

My only master.


Too long I roamed in the night.

I'm coming back to his side, to put it right.

I'm coming home to wuthering, wuthering,

Wuthering Heights,


Heathcliff, it's me, your Cathy,

I've come home. I'm so cold,

let me in-a-your window.

Heathcliff, it's me, your Cathy,

I've come home. I'm so cold,

let me in-a-your window.


Ooh! Let me have it.

Let me grab your soul away.

Ooh! Let me have it.

Let me grab your soul away.

You know it's me--Cathy!


Heathcliff, it's me, your Cathy,

I've come home. I´m so cold,

let me in-a-your window

Heathcliff, it's me, Cathy,

I've come home. I´m so cold,

let me in-a-your window.


Heathcliff, it's me

 

Jón Valur Jensson, 25.4.2014 kl. 02:02

2 Smámynd: Jens Guð

Ég hafði virkilega gaman af að rifja upp myndböndin með Kate Bush. Til gamans má geta að trommuleikari Kötu, Preston Heyman, var trommuleikari Stuðmanna á áttunda áratugnum.

Eitt af vinsælustu lögum með Kötu er "Don´t Give Up". Það syngur hún með Peter Gabriel. Upphaflega leitaði Peter til Bjarkar um að syngja lagið með sér. Björk vildi byggja upp sinn eigin feril án þess að syngja dúett með "hippum" (Bowie og Paul McCartney óskuðu á svipuðum tíma eftir því að syngja dúett með Björk). Annað hvort Björk sjálf eða einhver á hennar vegum benti Peter á að Kata hentaði betur í verkefnið. Lagið sló í gegn í flutningi Kötu og Peters.

Til gamans má geta að foreldrar Kötu töldu hana - réttilega - vera undrabarn í tónlist. Pabbinn reyndi árum saman að koma tónlist hennar á framfæri hjá plötufyrirtækjum. Án jákvæðra viðbragða. Þetta var á þeim tímapunkti þegar hipparokkið var sem þreyttast (um miðjan áttunda áratuginn) og pönk og nýbylgja ekki gengin í garð.

Þá var það sem gítarleikari Pink Floyd, David Gilmoure, heyrði eitthvað með Kötu. Hann tók hana upp á sína arma. Fjármagnaði alvöru "demó" upptökur með henni og kom henni á plötusamning.

Án þess að ég hafi það staðfest þá er nokkuð auðheyrt að Kata hafi lært klassískan söng. Hún lærði dans og spilar á fjölda hljóðfæra.

Eivör er mikill Kötu-aðdáandi. Sumir telja sig heyra bergmál frá tónlist Kötu í tónlist Eivarar. Eivör kvittar ekki undir það. Hún telur þær vera ólíkar þrátt fyrir að eiga margt sameiginlegt. Á plötunni Larva flytur Eivör lag eftir Kötu, Hounds of Love, og vísar á það sem dæmi um ólíkan flutning þeirra.

http://www.youtube.com/watch?v=cVimRZ3jScU

Hér er lagið með Kötu: http://www.youtube.com/watch?v=_w_m86INkbw

Jens Guð, 26.4.2014 kl. 23:43

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir fróðleikinn um Kate Bush, Jens Eivararsérfróði !

Lesið hér um skáldsöguna WUTHERING HEIGHTS eftir Emily Brontë:

sparknotes.com/lit/wuthering/summary.html ... og um Catherine og Heathcliff ... og á fleiri auka-vefsíðum þar (yfirlit í dálkinum til vinstri).

Jón Valur Jensson, 27.4.2014 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband