Ekki er siđferđisstyrkur norskra stjórnmálamanna mikill

Ţeir ţora ekki ađ hitta Dalai Lama, andlegan leiđtoga Tíbeta – engir úr norsku ríkisstjórninni – svo mjög óttast ţeir Kínverja.

Desmond Tutu erkibiskupi og Nóbesverđlaunahafa, er ekki skemmt.

Viđ ţekkjum ţetta sjálf frá seinni tíđ, Íslendingar, ađ norsk stjórnvöld hafa dignađ gagnvart ţví ađ standa sig gagnvart evrópskum stórveldum. Ţegar viđ áttum í Icesave-deilunni, brugđust norsk stjórnvöld okkur.

Svo eru menn hér ađ tala um ađ "treysta" öđrum fyrir hagsmunum okkar! ESB-sinnarnir vilja t.d. treysta bćđi Seđlabanka Evrópu (ESB-stofnun) fyrir okkar peningamálum og ESB-dómstólnum í Lúxemborg fyrir ţví ađ verđa okkar ćđsti dómstóll, og eins vilja ţeir treysta framkvćmdastjórn Evrópusambandsins í Brussel fyrir ćđsta stjórnvaldi í okkar sjávarútvegsmálum og fleira til.

En allar brugđust ţessar ţrjár stofnanir okkur í Icesave-málinu – dćmdu íslenzka ríkiđ ábyrgt fyrir ţví, ţvert gegn eigin tilskipun Evrópusambandsins! Ţetta gerđist síđla hausts 2008, ţegar fulltrúar ţessara ţriggja stofnana skipuđu gerđardóm til ađ fjalla um Icesave-máliđ og komust ađ ţessari snöggsođnu niđurstöđu, ađ viđ vćrum sek og greiđsluskyld til Breta og Hollendinga. En ţađ var EFTA-dómstóllinn sem skođađi máliđ í kjölinn og sýknađi okkur algerlega – viđ ţurftum ekki einu sinn ađ borga málskostnađ!

Skulda ekki ESB-sinnarnir okkur skýringu á sínu oftrausti á Evrópusambandiđ?


mbl.is Desmond Tutu gagnrýnir Norđmenn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Merkilegt, ađ í Reykjavíkurbréfi dagsins í dag er komiđ inn á lík mál og ţau sem hér voru rćdd. Ţađ nefnist Ţćr eru margar innréttingarnar og lúta ólíkum lögmálum (orđaleikurinn og fyndnin í fyrirsögninni kemur í ljós ţegar menn hafa lesiđ bréfiđ til enda).

Ţar segir m.a. (og ég feitletra ţađ, sem kallast á viđ orđ mín í pistlinum):

"En sagan sýnir ađ viđ eigum enga bandamenn algjörlega vísa, ţegar á reynir, eins og sýndi sig ţegar jörđin skalf skyndilega undir efnahagslegum forsendum landsins, er alţjóđleg kreppa og ógćtileg framganga íslenskra banka og útrásarkappa lagđist á eitt. Ţeir sem viđ ţóttumst vera í sérstöku efnahagslegu samstarfi viđ í EES voru okkur óliđlegastir og skeinuhćttastir ţá, svo varlega sé talađ. Höfđum viđ ţó lagađ alla lagaumgjörđ íslenska bankakerfisins ađ ESB-kröfum sem og ţann aga sem beita mćtti banka til ađ stuđla ađ ţví ađ ţeir fćru sér ekki ađ vođa. Reglur Evrópusambandsins varđ ađ elta svo íslenskar bankastofnanir fengju ađ eiga viđskipti á meginlandinu. Ísland leitađist ţó viđ ađ hafa sínar reglur eins ţröngar og verđa mátti, öfugt viđ kjánalegar fullyrđingar um hiđ gagnstćđa. Og ţví miđur reyndust sumar norrćnu ţjóđirnar okkur beinlínis illa ţegar viđ máttum síst viđ ţví, en ekki ţó Fćreyingar, en Jóhönnustjórninni tókst ţó ađ sýna einmitt ţeim frćndum okkar óbođlegt tómlćti ţegar ESB vildi beita eyjarnar efnahagslegum ţvingunum. Auđmýktin gagnvart ESB gekk fyrir frćndsemi og vinsemd viđ Fćreyjar."

Já, ţađ er sorglegt, ađ ţetta átti ekki ađeins viđ um Norđmenn (og vitaskuld Breta og ESB, en alls ekki Fćreyinga), heldur reyndist ţetta svo einnig eiga viđ um einnig Jóhönnustjórnina í framkomu hennar gagnvart Fćreyingum -- hún brást ţeim, í sinni ţjónkun viđ Evrópusambandiđ!

Jón Valur Jensson, 4.5.2014 kl. 13:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband