Pólitísk rétthugsun verđur ađ ranghugsun

Trausti Hafliđason á snarpan leiđara í Blađinu í dag, birtir ţar klámfengin ummćli dr. Guđbjargar Hildar Kolbeins (lektors í HÍ) í hennar alrćmda Moggabloggi í gćr og rökfasta umfjöllun um máliđ. Hér hafa margir ţegar bloggađ um ţađ. Vísa ég sérstaklega til greinar Auđar H. Ingólfsdóttur, en trúlega hefur Trausti nýtt sér hana til ađ draga saman ađalatriđi málsins.

Ljóst er, ađ sjálfsöruggur, herskár femínismi hefur fengiđ sitt áfall međ ţessu ónćrgćtna klámhöggi Guđbjargar. Femínistar verđa ađ gćta ţess héđan í frá ađ beita ekki sjálfar dónalegu klámi til ađ koma málstađ sínum á framfćri. Annađ gróft dćmi slíks er seinni "kosturinn" í e.k. "skođanakönnun", sem Katrín Anna Guđmundsdóttur stendur fyrir á vefsíđu sinni og er ţar sjáanleg á hverri síđu, efst í hćgra horni (sjá andsvar mitt á eftir ţessari vefgrein). Ćtli Katrín sýni ekki, undir ţrýstingi, ţau hyggindi ađ fjarlćgja ţađ hneykslanlega atriđi í dag, rétt eins og dr. Kolbeins ţurrkađi í snatri út vefsíđu sína? Hinn kosturinn í stöđunni er sá, ađ ţetta fari ađ virka sem boomerang fyrir femínismann á Íslandi. En hvorki mun ég birta hin grófgerđu ummćli Guđbjargar Hildar né Katrínar Önnu á ţessari vefsíđu minni og mun ţurrka út alla pósta sem kynnu ađ berast međ ţví orđbragđi.

Trausti komst ađ réttri niđurstöđu í ritstjórnargrein sinni: "Ţví miđur fór Guđbjörg Hildur yfir strikiđ. Ummćli hennar opinbera alvarlegan siđferđisskort, ţví ég get varla ímyndađ mér annađ en ađ ţau brjóti í bága viđ almennt siđgćđi. Ţađ er brýnt ađ öll umrćđa sé yfirveguđ og málefnaleg. Pistill háskólakennarans ber vott um hiđ gagnstćđa. Hann ber vott um pólitíska rétthugsun sem verđur ađ ranghugsun." Sú lokaniđurstađa hans á reyndar viđ um fleiri mál en ţetta eitt.

Hér má búast viđ mörgum innleggjum. Ţví verđur ađeins opiđ á athugasemdir í einn sólarhring.

PS. Ný tíđindi. Á Moggabloggi Ólínu Ţorbjarnardóttur, sem fjallar á hófstilltan hátt og góđan um vissar hliđar ţessa máls, er í athugasemdunum vísađ á athyglisverđa frétt í vefriti Mannlífs. Ţar leynir sér ekki, ađ máli ţessu er langt í frá lokiđ.

Mannlífsfréttin ber yfirskriftina Klámlektor í klandri og hljóđar svo:

Upphlaup ţađ sem Guđbjörg Kolbeins, lektor í fjölmiđlafrćđi viđ Háskóla Íslands, stóđ fyrir á bloggi sínu vegna ritlings Smáralindar kann ađ draga dilk á eftir sér. Lektorinn bloggađi međ einstaklega ósmekklegum hćtti um klámfengna forsíđu ađ fermingarstúlkan vćri tilbúin til samfara. Jakob Bjarnar Grétarsson, blađamađur á Fréttablađinu, hefur fjallađ međ afgerandi hćtti um máliđ og rćddi međal annars viđ foreldra fermingarbarnsins sem íhuga málssókn á hendur lektornum. Máliđ allt svertir Háskóla Íslands og sérstaklega fjölmiđlasviđ skólans sem reyndar var ekki hátt skrifađ fyrir. Raddir eru uppi um ađ Guđbjörgu sé ekki sćtt í starfi sínu eftir ađ hafa sýnt slíkan dómgreindarbrest. Ţorbjörn Broddason, prófessor og yfirmađur Guđbjargar, var ađspurđur í Fréttablađinu lođinn í svörum varđandi afglöp undirmannsins ...


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Ég vil bara lýsa ţeirri skođun minni ađ ég sé sammála.  Ţegar ég sá ţessa forsíđu, ţá vakti hún ekki međ mér neinar langanir og ég ţurfti virkilega ađ beita ímyndunarafli mínu og hafa lesiđ nokkur blogg til ađ geta séđ hvađ gćti veriđ svona klámfengiđ.  Ţetta var greinilega mjög, mjög faliđ.  Svo faliđ ađ enginn sá ţađ...

Brosveitan - Pétur Reynisson, 9.3.2007 kl. 10:55

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, gott hjá ţér. Eins og forsíđumyndin á bćklingnum var í versta falli allt of efnishyggjuleg fyrir fermingarstelpur og hálfgert Kitsch, ţá er útlit ýmissa bygginga okkar nánast klámhögg á umhverfiđ.

Jón Valur Jensson, 9.3.2007 kl. 11:04

3 Smámynd: Steindór J. Erlingsson

Loksins er ég sammála ţér, Jón Valur!

Steindór J. Erlingsson, 9.3.2007 kl. 18:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband