Rúmlega tvöfalt meiri hćtta á fátćkt og félagslegri útskúfun í ESB (28,5%) heldur en á Íslandi (13%) - og af lygamaskínu Fréttablađs

Auk mótmćla músíkanta (gegn Degi B Eggertssyni!) gekk útifundur vinstri manna m.a. út á kröfu um afsögn Hönnu Birnu án sannađra "saka", sem og ESB-ţráhyggjutal ţrátt fyrir framkomna stađreynd um 2,19 sinnum meiri hćttu á fátćkt og félagslegri útskúfun í Evrópusambands-löndum heldur en hér! (Nánar hér!)

Sigurjón M. Egilsson, fréttastjóri Fréttablađsins, hefur líklega unniđ sér ţađ til óhelgi í dag ađ skrifa leiđara ('Hverju mótmćltu 4.500 Íslendingar?'), ţar sem ekki er haldiđ fram hinni einhćfu áherzlu blađsins og "fréttastofu" Rúv og vinstri uppivöđslumanna um tilefni mótmćlafundarins. Sigurjón viđurkennir t.d.:

  • "Enginn mótmćlir ađ hér er hagvöxtur, enginn mótmćlir ađ kaupmáttur hafi aukist, ţetta liggur allt fyrir."

Ţá segir hann "eflaust rétt" hjá forsćtisráđherra, Sigmundi Davíđ, ađ kenna mátti tvennu um mótmćlin, sveitarfélögunum ađ semja ekki viđ tónistarkennara og stjórnarandstöđunni fyrir fúllyndi ađ vera ekki í ríkisstjórn, en fleira hafi ţó komiđ til: "Rćđumađurinn Svavar Knútur sagđi jú: "Hroki, dónaskapur, dólgsháttur og fáránlegt yfirlćti eru ekki góđ framkoma." Og ţađ er örugglega rétt," segir Sigurjón M.

En Svavar Knútur var illa í stakk búinn til ađ tala um dónaskap. Beint fyrir framan hóp barna, sem fremst voru í hópi hlustenda, fór hann međ ţvílíkan sóđaskap í orđum, ađ viđlíka óhrođi hefur naumast áđur heyrzt á slíkum fundum, hvađ ţá í Ríkisútvarpinu, en Rúviđ sá ţó ástćđu til ađ sjónvarpa ţessum ummćlum tvívegis sama kvöldiđ (í fréttatíma og Kastljósi).

Međal ţess "hroka og dólgsháttar" ráđamanna, sem Svavar Knútur o.fl. höfđu á orđi, var framkoma Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í 'lekamálinu'. Gerđu sumir á mótmćlafundinum kröfu um, ađ ráđfrúin segđi af sér. Ţetta er fráleit krafa í réttarríki, ţar sem menn eiga ađ teljast saklausir, unz hugsanleg ásökun sannast. Ef mótmćlafundurinn gekk ađ hluta til út á slíka kröfu, sýnir ţađ, hve hćpin undirstađan er (sbr. tilvísun á ađra grein hér neđst!).

En aftur ađ kjaramálunum. Sigurjón M. Egilsson, sem viđurkenndi ţađ sem ómótmćlt, ađ kaupmáttur hefđi aukizt, temprađi svo ţau orđ sín međ ţví, ađ ţađ hefđi híft upp kaupmáttinn, ađ sumir hefđu fengiđ hundrađa ţúsunda launahćkkun, međan ađrir fengu bara 3%. Vitaskuld er launahćkkunin miklu meiri en 3% síđustu árin, orđ Sigurjóns eru mjög villandi, og hann gekk ţarna fram hjá ţví ađ vísa til nýlegra ummćla Ásmundar Stefánssonar, fyrrv. forseta ASÍ, sem benti á, ađ rangt vćri ađ fullyrđa, ađ hér vćri meiri launamunur milli lágt og hátt launađra en í öđrum Evrópulöndum. Launamunurinn vćri einmitt minni hér á landi! Og Ásmundur er fyrrverandi frambjóđandi Alţýđubandalagsins – vitnisburđur hans, sem Sigurjón ţagđi um, kemur ekki úr röđum hćgri manna!

Ţá hafđi Sigurjón ekkert viđmiđ tekiđ í leiđaranum af ţeirri nýju frétt frá hagstofu Evrópusambandsins, ađ hér á landi er hlut­fall ţess hóps, sem er í hćttu á fátćkt og félagslegri útskúfun, 13% af ­í­búa­fjölda (um 40.000 manns), en međaltaliđ inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins er meira en tvöfalt hćrra, 28,5%, ţ.e. rúm­lega 122,6 millj­ón­ir manna! (sjá hér: Minni hćtta á fátćkt á Íslandi en í öllum ESB-ríkjum, segir ESB!)

Ekki er ég ţó ađ vísa í Fréttablađiđ sem "lygamaskínu" vegna ţessa leiđara Sigurjóns, enda reyndi hann örlítiđ ađ ganga í hlutleysisátt, eins og sést hefur í ţessari krufningu minni.

Ég er miklu fremur ađ vísa ţarna í fréttaflutning blađsins af mótmćlunum, sem og í ţáttinn 'Frá degi til dags' í dag, en sá ţáttur er yfirleitt einhver ömurlegasta mynd lúmsks áróđurs og iđulega mannorđsníđs, sem ber fyrir augu í fjölmiđlum.

Í ţćttinum í dag grípur blađiđ –– raunar "sme", Sigurjón sjálfur M. Egilsson fréttastjóri! – enn til ţess ađ demónísera Davíđ Oddsson sem ritstjóra Morgunblađsins. Hann gefur sér ţar, ađ leiđarar og Staksteinar blađsins séu skrifađir af Davíđ og "gamla íhaldinu" og nefnir ţar til viđbótar Jón Magnússon hrl., fv. alţm., og Eiđ Guđnason (var og er reyndar krati og aldrei unniđ á Mbl.!), en segir líka: 

  • "Í hópi ritstjórans eru menn einsog Styrmir Gunnarsson og Björn Bjarnason, samherjar ritstjórans úr pólitíkinni, og félagarnir Páll Vilhjálmsson, sem kemur í hópinn frá vinstri, og Jón Magnússon, sem međal annars sat á ţingi fyrir Frjálslynda flokkinn. Saman skrifa ţeir svo Staksteina Morgunblađsins" (sic!), ritar Sigurjón.

En Sigurjón M. Egilsson hefur engar innherjaaupplýsingar um ritendur leiđara Morgunblađsins, ţađ er augljóst ţeim, sem til ţekkja (ţótt stundum sé vitnađ í utanblađsmenn međ nafni). Hann nefnir hvergi, ađ Haraldur Johannessen er ritstjóri Mbl. viđ hliđ Davíđs, afar öflugur penni og flestum upplýstari um atvinnulífiđ, eins og sást á ritstjórn hans á Viđskiptablađinu. Auk ţeirra tveggja er svo Karl Blöndal ađstođarritstjóri, en međal sérsviđa hans eru fróđlegar fréttaskýringar um erlenda viđburđi í Sunnudags­Mogganum. Á hverju blađi rita ritstjórar leiđara ţar og ritstjórnargreinar og stundum ađrir úr hópi blađamanna viđkomandi fjölmiđla. Ţađ er ekkert sem gefur Sigurjóni ástćđu til ađ ćtla neitt annađ um Morgunblađiđ.

Sigurjón M. Egilsson ćtti ađ sýna starfsbrćđrum sínum meiri virđingu og láta ekki undan ţrýstingi hlutdrćgra áhrifamanna Fréttablađsins á ţađ ađ reyna ađ finna í einum manni ţann 'demón' og skađvald sem hćgt sé ađ kenna um helzt allar ţćr stađreyndir, sem vinstri mönnum og ESB-viđhengjum ţykir óţćgilegt ađ fram komi í Morgunblađinu.

Nefna má, ađ ég hringdi í Útvarp Sögu nú fyrir hádegiđ og rćddi sum ţessi mál o.fl.; endurtekiđ ţar i kvöld.

PS. Lítiđ á ţessa grein mína, birta í morgun: 

DV-menn stikkfrí frá grundvallarreglum réttarríkisins?

Ţetta snertir "frétta"flutning DV af "lekamálinu" svokallađa. Takiđ ţarna eftir ţví hvernig Fréttastofa Rúv heldur á lofti gervifrétt – og ekki í fyrsta sinn sem ţar er lagzt á sveif međ hinu óvandađa blađi DV, ef ţađ ţjónar pólitískri lund fréttamanna Rúv eđa sleppur ţar í gegn hjá gagnrýnislausum starfsmönnum ...

PS. „Allir dauđöfunda okkur af stöđunni í efnahagsmálunum," segir svo okkar vinstri sinnađi seđlabankastjóri Már Guđmundsson í Rúv-viđtali í dag!


mbl.is Minnst hćtta á fátćkt á Íslandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hélt eftir yfirlýsingar Knúts ađ hann vćri virkilega prúđur,en svo reyndist ekki. Minnir hann segja ađ fundurinn krefđist ekki afsagnar ríkisstjórnar,enda sé ég ekki hvers vegna. Hanna Birna hefur ekki brotiđ af sér.

Helga Kristjánsdóttir, 6.11.2014 kl. 02:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband