Ósammála "stjórnlagaráđsmenn" og hins vegar sláandi álit Ţráins Eggertssonar hagfrćđiprófessors á tillögum "ráđsins"

Eiríkur Bergmann tel­ur samráđ hafa átt ađ vera meira viđ Alţingi til ađ tryggja "árangur" ráđsins, en höfuđpaur "ráđsmanna" telur stjórnmálamönnum ekki treystandi til ađ koma ađ verkinu. Bćđi Ţorvaldur Gylfason og Eiríkur ţegja hins vegar um:

  1. afar útbreidda óánćgju um, A) hvernig til stjórnlagaráđs var stofnađ, međ kolólöglegum hćtti, ákvörđun 29 ţingmanna Alţingis sem gekk beinlínis í berhögg viđ gildandi lög um stjórnlagaţing (sbr. og hér) – og B) um allt ferli málsins eftir ţađ, einkum hvernig valfrelsi almennings var takmarkađ: ekki í bođi ađ kjósa um áframhaldandi lýđveldisstjórnarskrá eđa velflestar fumvarpsgreinarnar sérstaklega, en beinlínis reynt ađ ţegja í hel stórhćttulegar tillögur um fullveldisframsal í 111. gr. frumvarpsins, sbr. og 67. gr. Án efa hafđi ţetta áhrif á, ađ rúml. 51% kjósenda sátu heima viđ kosninguna.
  2. Ţá ţögđu Ţorvaldur og Eiríkur ennfremur um ekki fćrri en 70 tillögur ţingskipađrar nefndar um lagatćknilegar breytingar á frumvarpinu til ađ hvađ rćki sig ţar ekki á annars horn eđa á önnur stjórnlög (en Jóhönnustjórnin stjórnarskrárbrjótandi passađi upp á ađ birta ekki ţessar 70 breytingatillögur fyrr en eftir ţjóđaratkvćđagreiđsluna 20. okt. 2012, sem haldin var um nokkrar handvaldar spurningar um frumvarpiđ!).
  3. Fyrrnefndir 'ráđsmenn' ţögđu einnig um fjölmargar ábendingar ýmissa ađila um stórlega gagnrýnisverđ atriđi í frumvarpinu, ekki sízt um a) ákvćđi sem vörđuđu framsal ríkisvalds og bjuggu í haginn fyrir skjóta innlimun í stórveldi, en einnig um b) mannréttindi, eignarrétt og ţjóđareign og um stjórnkerfisbreytingar, en um allt ţetta síđarnefnda er t.d. fjallađ í afar fróđlegum texta Ţráins Eggertssonar, prófessors í hagfrćđi, í grein í Frjálsri verzlun undir lok ársins 2012 (sjá hér á eftir).

.

Ţráinn Eggertsson hagfrćđiprófessor um atlöguna ađ stjórnarskránni

Ţráinn Eggertsson var í Frjálsri verslun (2012) spurđur hver hans skođun hafi veriđ á vinnubrögđunum viđ ađ kollvarpa lýđveldisstjórnarskránni og hvađa hagfrćđilegar afleiđingar ţađ gćti haft "ađ ganga svona hratt og hart fram í breytingum".

Allt er svar hans mjög fróđlegt. Međal annars sagđi hann:

    "... Ég hef horft agndofa á vinnubrögđ stjórnvalda viđ undirbúninginn á frumvarpinu til stjórnskipulaga. Flumbrugangurinn er ótrúlegur og á alls ekki heima í norrćnu ríki. Ég hef lesiđ frumvarpiđ međ athugasemdum stjórnlagaráđs og sérfrćđingahóps sem Alţingi réđ til ađ fara lagatćknilega yfir tillögur stjórnlagaráđs, eins og ţar segir. Frumvarpiđ [um nýja stjórnarskrá] er ótrúlegt plagg. Stór hluti mannréttindakaflans er vađall, undarlegur óskalisti. Ég geri mér ekki grein fyrir ţví hvort sá kafli veikir eđa bćtir mannréttindi eđa beytir engu. Ţađ sem segir í frumvarpinu um eignarrétt og atvinnulíf er hćttulegt. Efnahagsleg framtíđ Íslands er komin undir hagkvćmri nýtingu á náttúruauđlindum – fyrst um sinn ađ minnsta kosti. 

   Frumvarpiđ bindur í stjórnarskrá yfirráđ stjórnmálamanna yfir nýtingu náttúruauđlinda međ kröfunni um ţjóđareign og bann viđ veđsetningu, sem er lykilatriđi í nútímarekstri. Hugtakiđ "eign ţjóđarinnar" er skilgreint međ tilvísun til eignar ţjóđarinnar á ţjóđgarđinum á Ţingvöllum og á fornminjum og handritum. Tekiđ er fram ađ ríkiđ geti ekki selt eigur ţjóđarinnar. Ađ öđru leyti hafa stjórnmálamenn frjálsar hendur um ţađ hvernig ţeir skipuleggja undirstöđugreinar hagkerfisins, uppsprettur hagvaxtarins. Í sovétkerfinu voru framleiđslutćki og náttúruauđlindir eign ţjóđarinnar, en hin raunverulegu yfirráđ og réttindi voru hjá stjórnmálamönnum og ţeir fóru sínu fram, sem kunnugt er. Rétt er ţađ ađ stjórnmálamenn hafa yljađ sjávarútveginum undir uggum, svo ađ um munar, undanfarin misseri án ţess ađ hafa til ţess sérstaka heimild í sjálfri stjórnarskránni. Stjórnvöld taka nú ákvarđanir um smćstu atrđi, svo sem ađ veiđiréttindi eru skert ef bátur notar vélar til ađ beita línu.

    Í nýja frumvarpinu hafa stjórnmálamenn stjórnarskrárvarin réttindi til ađ miđstýra nýtingu náttúruauđlinda, ef ţeir svo kjósa, en ţađ virđist vera vilji núverandi stjórnvalda. Ţess vegna tel ég ađ eignarréttarkaflar frumvarpsins séu hćttulegir. Ţađ verđur ađ takmarka ađgang stjórnmálamanna ađ náttúruauđlindum okkar. Loks bođar frumvarpiđ róttćkar breytingar á stjórnkerfi landsins á fjölmörgum sviđum. Ég leyfi mér ađ fullyrđa ađ ekki nokkur sála hefur minnsta grun um ţađ hvernig nýja kerfiđ mundi virka, enda hefur engin tilraun veriđ gerđ til ađ meta afleiđingarnar.

   Mín fyrstu viđbrögđ eru ţau ađ kerfisbreytingin geti sett stjórnkerfiđ í hnút – Ameríkumenn nota orđiđ "gridlock" um slík vandamál. Sem sé, á ţessu stigi frumvarpsins er mannréttindakaflinn vađall, ţađ sem sagt er um eignarrétt býđur hćttunni heim og alger óvissa ríkir um afleiđingar af bođuđum breytingum á stjórnkerfinu."

Frjáls verslun, 11. tbl. 2012, bls. 51–52.

Ţráinn Eggertsson prófessor á einnig athyglisverđa grein í Mbl. 8. febrúar 2011, Laglausir syngja.

 


mbl.is Komast ađ gjörólíkri niđurstöđu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í grein sinni í Mbl. 8.2. 2011 segir próf. Ţráinn Eggertsson m.a.:

"Og nú flýgur sú saga um hugarheima ađ gömul og slitin stjórnarskrá lýđveldisins hafi átt mikla sök á fjármálahruni og spillingu á nýrri öld. Hugmyndasmiđir segja ábúđarfullir: án nýrrar stjórnarskrár muni sagan endurtaka sig; vönduđ ný stjórnarskrá mun gerbreyta framferđi stjórnmálamanna, auđmanna og almennings.

Öll vitum viđ ađ Hćstiréttur Íslands hefur nýlega ógilt kosningu til stjórnlagaţings og stjórnvöld og almenningur glíma viđ vandann sem upp er kominn. Gamall ritstjóri segir í bloggi sínu, ađ besta lausnin sé ađ gefa Hćstarétti kjaftshögg. Hins vegar er haft eftir gömlum lagaprófessor ađ fyrsta skref okkar eigi ađ vera ađ fylgja núgildandi lögum. Kjaftshögg á hćstarétt er argentínska leiđin. Í Argentínu í marga áratugi hafa allar ríkisstjórnir nema ein vanvirt hćstarétt landsins: hunsađ dómsniđurstöđur, fangelsađ dómara, fjölgađ dómurum til ađ fá hagstćđar niđurstöđur eđa beinlínis lokađ dómnum. Ţví má bćta viđ ađ stjórnarskrá Argentínu er eftirmynd ţeirrar bandarísku.

Fjölmiđlar flytja ţá frétt ađ á Alţingi Íslendinga sé sennilega meirihluti fyrir frumvarpi um ađ hunsa dóm Hćstaréttar og fela ţeim sem kjörnir voru ólöglega til stjórnlagaţings ađ skrifa nýja stjórnarskrá. Ţađ er einnig haft eftir flestum ţeirra sem upphaflega náđu kjöri ađ ţeir muni sćtta sig viđ ţennan gjörning.

Hjá norrćnni ţjóđ eru ţetta ótrúleg tíđindi. Hvađ er á seyđi? Sjá menn ekki ađ böđulgangur af ţessu tagi viđ gerđ nýrrar stjórnarskrár er sömu ćttar og böđulgangur fjármálafurstanna fyrir og eftir hrun? Rćtur hrunsins voru einmitt í vinnubrögđum af ţessu tagi."

Jón Valur Jensson, 9.11.2014 kl. 19:29

2 Smámynd: Snorri Hansson

Sammála ţér Jón Valur. Eina raunverulega stefnumál síđustu ríkisstjórnar var ađ trođa međ öllum mögulegum og ómögulegum ráđum ţjóđinni í ESB.

 Ţetta leikrit sem sett var upp um ađ Stjórnarskráin vćri ómöguleg, var ţáttur í ţví.

 Sumir ţeirra sem lentu í ţessari nefnd ( Fyrirgefđu“ Stjórnlagaráđ“i  Ekkert smá nafn á nefnd í starfi fyrir Alţingi ! ) hafa alls ekki komiđ til jarđar aftur og tala enn í véfréttastíl.

Snorri Hansson, 10.11.2014 kl. 02:24

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţakka ţér gott innleggiđ, Snorri. Smile.png 

Jón Valur Jensson, 10.11.2014 kl. 02:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband