Ţađ er ríkiđ, sem hefur rćnt kirkjuna, ekki öfugt

Vantrúar- og Siđmenntarmenn vćla yfir meintum ríkisstuđningi viđ Ţjóđkirkjuna. En ríkiđ skaffar enga peninga til trúmála. Ţađ hefur hins vegar langa hefđ fyrir ţví ađ ráđast á kirkjur landsins. Kóngurinn lagđi undir sig eignir biskupsstólanna og allar klaustrajarđir viđ siđaskiptin.

Um 1550 áttu biskupsstólarnir 14.119 hundruđ í jarđeignum, sjöttung alls jarđnćđis, og héldu uppi mikilli fátćkrahjálp, auk ţess sem hagstćđara var ađ leigja biskupsstólsjarđir en af einkaađilum.

Klaustrin á Íslandi voru alls ellefu og áttu vel á fimmta hundrađ jarđa (sjá hér: Klaustrin á Íslandi og jarđeignir ţeirra). Ţar fór fram dýrmćtt menningarstarf, ekki sízt fyrir íslenzkar bókmenntir, og ennfremur ađhlynning sjúkra, í raun einu sjúkrahús landsins (sbr. HÉR). Seinna, um 1800, fór konungur ađ selja í verulegum mćli úr jarđasjóđum klaustra og biskupsstóla. Ţví hélt lýđveldiđ líka áfram, slitrótt ţó og í minna mćli, en einnig voru jarđir misnotađar í ţágu gćđinga pólitíkusa og stjórnarráđsmanna. (Ég er ađ tala um tímann áđur en kirkjujarđirnar urđu eign ríkisins, gegn ţví ađ ríkiđ borgi laun Ţjóđkirkjupresta.)

Sveitarfélögin hafa hins vegar lagaskyldu til ađ leggja Ţjóđkirkjunni til lóđir undir kirkjubyggingar, ókeypis (en ekki öđrum).

Ţađ breytir ţví ekki, ađ einnig sveitarfélögin hafa níđzt á kirkjum, a.m.k. ţeirri kaţólsku, međ eignarnámi á hinu verđmćta Jófríđarstađalandi (kaţólsku kirkjunnar) í Hafnarfirđi, sem og međ ţví ađ banna kaţólsku kirkjunni í Reykjavík full not af sinni Landakotsjörđ eđa ţví sem eftir var af henni.

Ţá má ekki gleyma ţví, ađ freklega var kaţólsku spítölunum, sem svo mikiđ höfđu gert fyrir Íslendinga, mismunađ af ríkisstjórnum hér, međ ţví ađ halda daggjöldum ţangađ vegna sjúklinga margfalt lćgri en til annarra spítala. Og ţegar hinar fórnfúsu St Jósefssystur neyddust til ađ selja frá sér Landakots­spítala, ţá var verđiđ, sem ţćr fengu, smánarlegar sjö hundruđ og eitthvađ milljónir króna gamlar. Ţćr hefđu haft fulla ţörf fyrir eđlilegra verđ vegna sinna líknarstarfa annars stađar.

Og forsmán er, ađ ríkiđ hefur vanrćkt báđa St Jósefsspítalana og vill jafnvel selja ţennan í Hafnarfirđi, ţvert gegn margyfirlýstum vilja Hafnfirđinga.

Hćttiđ ţessum sífellda vćlugangi, trúleysingjar, ţiđ hafiđ lélegan málstađ ađ verja og hafiđ sízt gert neitt fyrir ţjóđina á borđ viđ ţađ, sem kristnar kirkjur hafa gert.

Sjá einnig hér: Gegn árásum á Ţjóđkirkjuna


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

>En ríkiđ skaffar enga peninga til trúmála.

Kíktu á fjárlögin. Ţar sérđu liđi merkta sóknargjöld, jöfnunarsjóđur sókna og Kirkjumálasjóđur. Ríkiđ "skaffar" ţeim peningum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.1.2015 kl. 17:02

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Orđiđ "skaffa" er ađ vísu ófagurt, ég tók ţađ í raun úr innleggi eins, sem á  bloggi Óla Jóns hélt ţví fram, ađ ríkiđ skaffađi Ţjóđkirkjunni peninga. En eins og ţú og ađrir eiga ađ vita, er ţetta framlag ríkisins (og ţá er ég ekki ađ tala um sóknargjöldin, félagsgjöld allra viđurkenndra trúfélaga) einfaldlega skyldugreiđslur ríkisins vegna ţeirra kirkjujarđa, sem ţađ hefur fengiđ frá Ţjóđkirkjunni og nýtir bćđi arđ af og söluverđ.

Jón Valur Jensson, 30.1.2015 kl. 17:26

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurđsson

Jón, ţetta er eflaust rétt hjá ţér en hvađan komu allar ţessar jarđir sem kirkjan eignađist?

Getur veriđ ađ sú árátta presta ađ vera einir á dánarbeđi húsbóndans hafi eitthvađ međ ţađ ađ gera?

Sindri Karl Sigurđsson, 31.1.2015 kl. 00:09

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

"... sú árátta presta ..." – gerđu ţig ekki ađ athlćgi međ bjálfalegum fullyrđingum sem eiga sér enga stođ, hr. Sindri. Flestar jarđir voru líka gefnar kirkjunni af vellríkum höfđingjum og stórbćndum og međ skjalfestum hćtti, enda hefđi ekkert annađ veriđ virt og viđurkennt af ćttingjum ţeirra; íslenzkt samfélag, jafnvel á 11. og 12. öld, var réttarríki. En ţađ er dćmigert ađ sjá kirkjuníđsmenn međ ýmsum og ítrekuđum hćtti grípa sem sitt síđasta hálmstrá ađ fara međ fádćma fleipur og fyndnar lygasögur til ađ réttlćta meinta efahyggju sína eđa árásir á eignarrétt, sem viđurkenndur hefur veriđ um aldir.

Jón Valur Jensson, 31.1.2015 kl. 02:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband