Góđur hugsjónarmađur fallinn frá: Ásgeir Hann­es Eiríksson

Ađeins 67 ára er Ásgeir Hann­es fallinn frá, ţessi líflegi, vaski baráttumađur, einn stofnenda Borgara­flokksins, ţingmađur hans um tíma, verzlunar- og veitinga­mađ­ur. Ég kynntist Ásgeiri ágćtlega, bćđi í stefnuskrár­nefnd Borgara­flokksins og ýmsu starfi innan flokksins, auk ţess ađ hitta hann oft á förnum vegi, glađan og hressan. Drengilegur ţótti mér hann jafnan, ötull liđsmađur Alberts Guđmundssonar, stofnanda flokksins, og trúr hugsjónum okkar, sem ţangađ höfđu ratađ – ýmsir fullsaddir á forsćtisráđherranum, sem ţá var (ŢP), en ađrir komu m.a. úr Framsóknarflokknum, enda hafđi Albert tengzt Jónasi frá Hriflu, sem ritađi ćvisögu knattspyrnukappans frćga nokkuđ snemma á ćvi hans.

Ásgeir Hannes var einlćgur lýđrćđissinni og andkommúnisti, stuđn­ings­mađur sjálfstćđis Eystrasaltsríkjanna eins og ég og sannur lífsverndar­sinni ađ auki. Hann var einn helztu manna í ţingflokknum, sem báru fram ţetta síđast­nefnda stefnumál Borgaraflokksins, ţ.e.a.s. í viđleitni til ađ verja líf hinna ófćddu – nokkuđ sem Sjálfstćđisflokks-ţingmenn höfđu flestir gefizt upp viđ, ađ ógleymdum ţó góđum mönnum, Ţorvaldi Garđari KristjánssyniAgli Jónssyni á Seljavöllum, Pálma Jónssyni á Akri, Salóme Ţorkelsdóttur, Lárusi Jónssyni o.fl. 

Setja skal ég vefslóđir inn á ţingrćđu(r) Ásgeirs Hannesar um lífsrétt hinna ófćddu (sbr. einnig Lífsvon, fréttabréf Lífsvonar, samtaka til verndar ófćddum börnum, 2. tbl. 7. árg. (júní 1991), ţar sem birtist hluti ţingrćđu hans 6. marz 1991 undir fyrirsögninni: Réttindi og skyldur). En hér er rétt ađ rifja upp ţetta stefnu­skrár­mál úr stefnuskrá Borgaraflokksins, sem dreift var um allt land eftir stofnun hans 1987:

  • "Umhyggja fyrir mannlegu lífi, gagnstćtt eyđingu ţess, er ćđsta markmiđ góđrar ríkistjórnar. Ţví mun Borgaraflokkurinn beita sér fyrir ţví, ađ sett verđi ný löggjöf um fóstureyđingar og ófrjósemisađgerđir og frćđsla ţar ađ lútandi verđi aukin.
  • Borgaraflokkurinn mun leggja áherzlu á ađ leysa félagsleg vandamál vegna barneigna og stórauka ađstođ viđ einstćđa foreldra."

Ţannig sameinađi flokkurinn ţađ ađ berjast bćđi fyrir lífi hinna ófćddu og hag foreldra ţeirra (eins og Ţorvaldur Garđar gerđi raunar ćvinlega) og sýndi ţađ í verki í nokkrum ţingfrumvörpum á Alţingi, en allt kom fyrir ekki – Fjórflokkurinn réđ sem fyrrum. En ţetta er ţađ lengsta, sem málstađur lífsverndar hefur náđ í nokkrum starfandi stjórnmálaflokki á Íslandi, enda áttu lífsverndar­sinnar áreiđ­an­lega nokkurn ţátt í glćsilegum sigri hans í kosningum 1987, ţegar hann hlaut sjö ţingmenn. Séđ geta menn rök ţessa og andrúms­loftiđ ađ nokkru í ţessari grein minni í Morgun­blađinu 22. apríl 1987: Hvers vegna ađ ganga til liđs viđ Borg­araflokkinn? Lífsverndarmáliđ í öndvegi. Aftur á móti er nú enginn flokkur til ađ taka upp ţetta merki, en H É R er ţó stjórnmálafélag sem vinnur ađ ţví máli.

Áhugaverđ er bók Ásgeirs Hannesar, Ein međ öllu, ţar sem í meira mćli en annars stađar er, ađ ég hygg, rakin saga Borgaraflokksins (gćti reyndar veriđ rakin líka í óútgefnum háskóla­ritgerđum), ţótt meira efni fylgi ţarna međ. Undir­titill bókarinnar er Áfanga­skýrsla frá áhorf­anda, en út var hún gefin af Fróđa hf. 1990, ţegar hallađi undan fćti fyrir flokknum, og tileinkuđ minningu Bene­dikts Bogasonar, ţingmanns Borgara­flokksins. (Getiđ er mín og fjölmargra annarra á bls. 39 og 204 í ţessu líflega riti sem skreytt er mörgum myndum.)

Vel var hann ćttađur, sá sem viđ syrgjum nú, langafi hans Hannes Hafstein, skáldiđ góđa, fyrsti innlendi ráđherra Íslands, en móđir Ásgeirs Hannesar, Sigríđur Ásgeirsdóttir hdl., var dótturdóttir Hannesar, og fađir hins nýlátna var Eiríkur Ketilsson stórkaupmađur.

Menntun Ásgeirs Hannesar bjó hann vel undir ćvistörfin, hann lauk verzl­un­ar­prófi frá Verzl­un­ar­skóla Íslands 1967 og prófi frá Hót­el- og veit­inga­skól­an­um 1971. Geta menn lesiđ nánar um starfsferil hans heima og erlendis í ţessari grein á Mbl.is: And­lát: Ásgeir Hann­es Ei­ríks­son, fv. alţing­ismađur.

Hann var mikill fé­lags­málamađur, eins og lesa má í sama ćviágripi, ritađi einnig ţrjár bćk­ur: Ţađ er allt hćgt, vin­ur, Ein međ öllu og Sög­ur úr Reykja­vík. Ţá ţekktu hann margir sem höfund blađagreina í DV o.fl. blöđum, en hann var djarfur penni og ferskur í mörgum viđhorfum. Hann gaf einnig út áhugavert blađ, sem ég man ekki hvort kom út í fleiri en einu eđa tveimur tölublöđum.

Eft­ir­lif­andi eig­in­konu hans, Val­gerđi Hjart­ar­dóttur, börnum ţeirra og barna­börn­um votta ég alla samúđ mína.

Ţađ sló einlćg taug mannvinar í Ásgeiri Hannesi, hann var flestum öđrum fremur vinur ţeirra sem á mis fóru viđ velgengni lífsins, ţađ sá ég margoft og heyrđi af vitnisburđum manna, og margir trúađir kynntust honum sem bróđur í reynd.

Útför­ ţessa ţekkta, vinmarga athafnamanns úr miđborginni verđur gerđ frá Dóm­kirkj­unni mánu­dag­inn 23. fe­brú­ar kl. 13.00. Blessuđ sé minning hans.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband