Hver, hvar, hvað?

Fróðlegt væri að frétta hvaða ummæli Samtökin 78 kærðu til lögreglu í morgun, hverjir létu þau falla og hvar, en Hilmar Hildar­son Magnúsarson, formaður samtakanna, "vill ekki segja ná­kvæm­lega" neitt um þetta, og eins er um Árna Grétar Jóhannsson, frkvstj. sam­takanna, sem lét ekkert uppskátt um þessa aðila og ummæli þeirra í viðtali á Bylgjunni í hádeginu.

Ummæli um málefnið eru að sjálfsögðu á ábyrgð þeirra, sem láta þau falla, en þó ber að taka fram, að um 16 mínútna tilklippt og dreifð samantekt af þriggja klukku­stunda þætti á Útvarpi Sögu er ónothæf sem sönnunargagn í málinu. 

Sjálfur hef ég séð ástæðu til að gagnrýna ýmis áform samtaka samkynhneigðra og sum ummæli forsvarsmanna þeirra og þá rökstutt mín andmæli. Varðar þetta t.d. fullyrðingar um fjölda samkynhneigðra á Íslandi (sjá einnig hér), um þrýsting á Blóðbankann að leyfa samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð (sbr. hér) og nú síðast þá stefnu að koma "hinseginfræðslu" í nám skólabarna í Hafnarfirði, allt frá því að þau eru að byrja að læra til stafs og bókar. Ekkert af því, sem upplýst hefur verið um það mál, dregur neitt úr tjáðri sannfæringu minni um það mál, heldur styrkir hana, m.a. viturleg ummæli yfirvegaðs manns á þessum vef.


mbl.is Háð, rógur, smánun og ógnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ármann Birgisson

Sæll Jón,,,,,,Það væri gaman að fá að sjá þessi ummæli sem hinsegin fólk kvartar svo undan, maður er orðin forvitinn.laughing Ég held að þeir hafi bara kallað þetta yfir sig.

Ármann Birgisson, 27.4.2015 kl. 13:00

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Ármann, fyrir þitt álit. Hinu er alls ekki að leyna, að sumir hafa farið býsna langt fram úr sjálfum sér í viðbrögðum við fréttinni af  "hinseginfræðslunni". Ef eða þegar menn fara beinlínis með mannorðsníð í því efni ellegar óverðuga smánun, þá er það vitaskuld ekki verjandi.

En ég vek athygli á því, að þeir, sem minnst taumhald hafa á tungu sinni eða skrifandi fingrum, eru alls ekki representatífir fyrir alla, sem gagnrýna þessa meintu hinseginfræðslu. Þvert á móti trufla þeir fólk í því að sjá hin eiginlegu rök í málinu og spilla þannig fyrir skynsamlegri umfjöllun þess, auk þess að efla fylgismenn samkynhneigðra í andúð sinni á hinum "íhaldssömu". En hugur yfirgnæfandi meirihluta manna í hlustendakönnun Útvarps Sögu um þetta mál leyndi sér þó ekki!

Jón Valur Jensson, 27.4.2015 kl. 13:14

3 identicon

Frekar léleg könnun reyndar.

Þar sem hún byrjar strax með afar einhæfu mengi (hlustendur útvarps sögu) þá er þetta ekki neitt nema könnun á því hvað hlustendum þeirrar rásar finnst um málefnið og endurvarpar ekki á neinn hátt samfélagið í heildina.

Lesið aðeins um "selection bias" í skoðanakönnunum áður en þið hrósið sigri notandi þessi gögn.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.4.2015 kl. 18:06

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú sérð á tilvísaðri vefslóð, Elfar, að ég útlegg þessa könnun ekki sem þjóðarkönnun, ég ritaþar:

"Nei, ég tel könnunina ekki lýsa vilja allrar þjóðarinnar.

En af henni ræð ég þó, að drjúgur meirihluti þjóðarinnar hljóti að vera á móti þessum áformum bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um "hinseginfræðslu", enda ekki við öðru að búast í raun."

Hugsaðu þér: 83,8% tóku afstöðu gegn "hinseginfræðslunni"! smile

Jón Valur Jensson, 27.4.2015 kl. 19:37

5 identicon

Aftur þá er það ekki merki um neitt nema að sá hluti íslendinga sem hlustar á útvarp sögu er á þeirri skoðun.

Útvarp saga dregur að sér í heildina eldri og íhaldsamari meðlimi samfélagsins og því var það ekki við neinu öðru að búast en að meirihluti hlustenda mundi kjósa á þennan veg.

Þetta er nokkuð klassískt dæmi um "confirmation bias" og "selection bias".

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.4.2015 kl. 22:34

6 identicon

En fær svona mál þig til að endurskoða afstöðu þína til laga eins og bann við guðlasti þar sem löggjafinn er eingöngu að vernda fólk gagnvart særðum tilfiningum?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.4.2015 kl. 22:36

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú virðist lítt kunnugur því, Elfar, að það eru líka mjög margir á miðjum aldri sem taka þátt í könnunum ÚS, enda er algengara á þeim aldri manna, að þeir séu virkir í netheimum, heldur en hjá eldra fólkinu.

Þú átt greinilega mjög erfitt með að sætta þig við þessa niðurstöðu í skoðanakönnun ÚS! Ætli þú tækir svo ekki fyllsta mark á könnun á visir.is um sama mál, það sem fleiri yngri eru. En þeir ungu hafa engan einkarétt á sannleikanum, og reynslusjóðurinn er nota bene stærri hjá þeim eldri.

Ég nenni ekki að svara leiðandi lokaspurningu þinni; þú átt ekki að færa hér önnur mál í tal (sjá skilmála innleggja); en ég mætti ekki fyrir þingnefnd nema einmitt vegna þess, að ég hafði skilað rökstuddu áliti til þingsins vegna guðlasts-frumvarpsins, sem ég tek eindregna afstöðu gegn. En ekki orð um það meira á þessari vefslóð; ég er ekki í vinnu hjá þér!

Jón Valur Jensson, 27.4.2015 kl. 23:21

8 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sæll minn kæri

Þú sleppur. Sumir eru það rökfastir að menn þora ekki í þá því þeir sigra öll mál. Þú ert einn þeirra. Varla fara samtökin í mál til að tapa og rústa málstaðnum. Best væri að þau virtu mannréttindi, stjáningarfrelsið og skoðunarskipti. Auðvita má benda þeim sem eru grófir í orðræðunni að stilla orðum sínum í hóf. En þú hefur nú aldeilis mátt þola fúkyrði og andstyggileg ummæli án þess að stefna mönnum fyrir dómstóla. Það er vel og þér til sóma.

Snorri í Betel

Snorri Óskarsson, 27.4.2015 kl. 23:50

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Snorri, fyrir þetta, kærar þakkir raunar. Góð tilbreyting frá vondu undirtektunum jafnan á eyjan.is, visir.is og dv.is, helztu áróðursmiðstöðvum róttæklinga, trúarvana og æstra heimshyggjumanna.

En þú ritar: "Þú sleppur." Meinarðu: ... við kæru? Veizt hverja þau kærðu -- nöfn þessara tíu?

Jón Valur Jensson, 28.4.2015 kl. 00:18

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eftir spilavist í kvöld,barst þessi viðburður í tal,sem hér er til umfjöllunar. Samdóma álit nokkurra sem skeggræddu yfir kaffibolla var að staða hinseigin fólks í þjóðfélaginu væri á allan hátt eins og annarra borgara Íslands.- Eru þeir ekki að vekja óþarflega neikvæða athygli með þessum algerlega óþarfa tilmælum um fræðsluefni fyrir lítil börn. Tilgangurinn að sögn er að börn líði ekki sálarkvalir vegna hugsanlegra hinseigin hvata sinna í -óræðri framtíð-. En hvers eiga þau að gjalda sem hræðast og fyrverða sig ,er bláókunnugt fólk fer að úttala sig um kenndir þeirra.--Gæti það ekki valdið þeim hugarangri. 

Helga Kristjánsdóttir, 28.4.2015 kl. 03:04

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Helga, fyrir þitt innlegg hér.

Með kærri kveðju,  smile

Jón Valur Jensson, 28.4.2015 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband