Það sýður á Cameron

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.   Cameron karlinn, sem er fúll út í brezka máva á þessari mynd, ætti kannski að láta athuga, hvort árásargirni þeirra komi til af fæðuskorti í sjónum og hvort ráð væri ekki að veiða meira af afránsfiskinum makríl og skeyta þá engu um álit hins fáfróða Evrópusambands.

Það er afleitt, ef þessi íhaldsmaður ætlar að fara einhverja Imbu Sollu-"samræðuumræðu"-leið að sínu marki, með "ýtarlegri umræðu“ um hvernig bregðast eigi við fréttum um árásir máva á fólk og gæludýr (brezki hundurinn ekki lengur óhultur). Nú verður bara að gera eitthvað í málinu, herra Cameron, rétt eins og hér á Íslandi.

Og við þurfum ekki að fara bónarveg að Evrópusambandinu um neina kvóta. Ef þeim þar mislíkar að makríll sé veiddur hér, skulu þeir bara banna honum að synda úr sínum sjó, ef þeir geta!


mbl.is Vill umræðu um árásargjarna máva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Mávar og starrar fylgja athugunarleysi og sóðaskap manna eins og rottur.  

Hrólfur Þ Hraundal, 19.7.2015 kl. 07:42

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Jón Valur, útganga breta úr ESB yrði banabiti þeirra, þú veist þetta ofurvel. Hver sem afstaða þín er til ESB, þá breytir sú staðreyns engu. Hvað makríl og annara nýstofna ræðir, þá er þetta diplomatisk lausn, og leysist einungis með rökum. Hefur ekkert með ESB að ræða. Nú þekki ég það ekki til hlítar, en tollur á makríl til ESB er 20%, vinsamlega leiðréttið mig, hafi ég rangt fyrir mér. Þorskur hefur 0% toll!!!

Jónas Ómar Snorrason, 19.7.2015 kl. 12:10

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Hrólfur, þitt innlegg.

Jónas Ómar ESB-meðmælandi, engin rök fylgdu þessum orðum þínum: "útganga breta úr ESB yrði banabiti þeirra." Ertu í alvöru að segja, að Bretar geti síður staðið á eigin fótum en Íslendingar og Svisslendingar?

Svo erum við lítt háðir því að selja makríl til ESB; en bjóðist þar gott verð, er tollurinn engin hindrun.

Jón Valur Jensson, 19.7.2015 kl. 13:27

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það er tollur á makríl en það er líka ákveðin tími ársins sem enginn tollur er á honum inn í EU.

Settu þorskinn í rasp eða útbúðu úr honum tilbúna máltíð og athugaðu hvernig dæmið lítur þá út varðandi þann fisk.

Vandamálið við markaði í EU er að þeir eru löngu staðnaðir. T.a.m. hefur afurðaverð á hvert veitt kg. þorsks einungis aukist um c.a. 25 kr/kg. (úr 350 í 375 kr/kg.) síðan árið 2000, á föstu verðlagi. Inni í því er mikil aukning á framleiðslu á ferskum flakabitum, verðmætustu afurðinni.

http://sjavarutvegsradstefnan.is/files/Kristjan2014.pdf

Sindri Karl Sigurðsson, 19.7.2015 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband