Merkileg skipsbjalla eins frćgasta skips hernađarsögunnar endurheimt

Ţetta er skemmtileg og gleđileg frétt: ađ skipsbjalla HMS Hood hefur náđst upp úr flaki skipsins vestur af Íslandi. Bismarck, 41.700 smálesta skip, en 50.300 tonn fullhlađiđ, fekk makleg málagjöld fyrir ađ sökkva Hood: hafđi ađeins veriđ 9 daga í fyrstu herför sinni (ţó 8 mánađa gamalt) ţegar Bretar sökktu ţví voldugasta herskipi Ţjóđverja. Ţađ fór sína jómfrúrsiglingu frá Hamborg 15. september 1940, en lagđi af stađ í sína örlagareisu frá Gdynia (Gotenhafen) ađfaranótt 19. maí 1941, međ viđkomu í Grimstadfjord nálćgt Björgvin. Ţar yfir í 8 km hćđ tók brezkur flugmađur ţessa mynd (sem stćkka má međ ţví ađ smella á hana) af Bismarck og fylgiskipum ţess úr Spitfire-flugvél sinni: 

Bismarck hélt frá Bergen kl. 19:30 hinn 21. maí og var komiđ norđur og vestur fyrir Ísland ađeins tveimur sólarhringum síđar, enda gekk ţađ á 30 hnúta hrađa og allt upp í 34 og hálfan.HMS Hood sökk áriđ 1941

Hér er brezkur mađur úr áhöfn Hood međ skipsklukkuna í baksýn.

hms-hood.jpg

HMS Hood, 47.430 tonn, 262 metra langt, gekk 28 hnúta (28 sjómílur á klst.)

Međ Hood fórust 1.415 manns, ađeins ţrír komust af, og komu ţeir til Reykja­víkur međ brezku skipi síđdegis sama dag, 24. maí 1941. Ţessi sjóorrusta var án efa mesti viđburđurinn viđ Ísland á stríđsárunum, ađ hernáminu frátöldu. Sprengidrunurnar frá ţeirri orrahríđ, um 500 km VSV af Reykja­nesi, heyrđust alla leiđ til Íslands. Ţarna liggur HMS Hood á 2.850 m dýpi, en fannst 2001, og er merkilegt starf unniđ ađ ţví ađ kanna skipiđ og birta mönnum örlög ţess í nýju ljósi.

File:Map Rheinuebung.svg

Hér er kort sem sýnir sjóleiđir herskipanna sem komu viđ sögu í orrustunni á Grćnlandssundi (Denmark Strait) og ţegar Bismarck var sökkt vestur af Frakklandi, margsprengt af brezkum herskipum, um 300 mílur SV af Írlandi og yfir 800 mílur lóđbeint í suđur frá Vestmannaeyjum. Á Bismarck voru um 2.200 manns (2065 í upphaflegri áhöfn, sem svo var aukiđ viđ, m.a. fréttamönnum). Einungis 114 björguđust af skipinu. Ţetta var ţví mun meira manntjón en á Titanic, ţegar ţađ fórst 15. apríl 1912 međ yfir 1500 manns.
zz_bismarck_escorted Bismarck í ógnarveldi sínu - takiđ eftir fallbyssunum framskips, međ 15 tommu (38 cm) hlaupvídd.
h69721
 
Hér er Bismarck á herćfingu, ekki mörgum dögum áđur en skipinu var sökkt.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband