Bókmenntafrćđingur tekinn á beiniđ vegna Úkraínu- og fiskimála sem hann ćtti ekki ađ koma nálćgt

Guđmundur Andri Thorsson, sjálfur af ćtt auđmanna sem fénađist af útgerđ, ţolir ekki, ađ níu af hverjum tíu Íslendingum eru andvígir ţeirri stefnu stjórnmála­stéttarinnar (já, og gervalls Sexflokksins, međ undantekningum örfárra ein­staklinga) ađ keyra í gegn viđskiptabann á fiskinnflutning til Rússlands. Úr ţví ađ ţjóđin er á móti ţessu, talar GAT einfaldlega um hana í ESB-Fréttablađi sínu sem "ómarktćka".

En hvenćr var GAT sjálfur marktćkur um alţjóđastjórnmál og hag ţjóđarinnar? Var ţađ ţegar hann studdi Icesave-svikasamningana ítrekađ? Ekki skrifađi ţjóđin upp á ţađ –– og ţađ var hún sem hafđi rétt fyrir sér, ekki hann, skv. lagalega grundvölluđum úrskurđi EFTA-dómstólsins.

Ţegar Sovétmenn lögđu undir sig Afganistan frá og međ jólum 1979 til 1989, ţá sögđu vinstri menn hér ekkert – ţađ var kannski helzt ađ ţeir kvörtuđu yfir ţví, ađ Bandaríkin o.fl. ríki sniđgengu Ólympíuleikana í Moskvu 1980! Ţađ var ekki gert af Íslands hálfu, og Evrópusambandiđ lagđi ekki á neitt viđskiptabann!

Í Afganistan-stríđi Sovétmanna féllu á bilinu 1,5 til 1,6 milljónir manna, og 5-6 milljónir flýđu land. Í vćringunum í Austur- og Suđur-Úkraínu hafa falliđ um 6.800 manns á báđa bóga. Úr Úkraínu hafa a.m.k. 730.000 manns flúiđ frá ársbyrjun 2014 (og ekki sízt flúiđ loftárásir Úkraínuhers á austurhéröđin) ... og HVERT? Jú, til RÚSSLANDS! En til annarra stađa í Úkraínu hafa 117.000 manns flúiđ. (Heimild: https://en.wikipedia.org/wiki/Ukraine#2014.E2.80.9315_unrest_in_eastern_Ukraine)

Ţykja GAT ţetta í alvöru sambćrilegir atburđir? Afganir voru ţó fullvalda og sérstök ţjóđ, en Krímskaginn byggđur Rússum ađ 58,5% (Úkraínumenn ţar ađeins 24%). Engin mótspyrna hefur veriđ gegn endursameiningu Krímskagans á ţví svćđi sjálfu.

Ef GAT ţótti ekki ástćđa til viđskiptaţvingana viđ Sovétríkin 1979–89, hvađ rekur hann ţá til fylgis viđ ţćr nú gagnvart Rússlandi? ... annađ en fylgispekt hans viđ Evrópusambandiđ, sem ítrekađ hefur ţó beitt sér harkalega gegn íslenzkum ţjóđarhagsmunum (og eins Fćreyingum).

Menn ćttu svo ađ hafa ţađ hugfast, ađ af 44,3 milljónum Úkraínumanna eru Rússar 17,3% (um 7,7 milljónir); rússneskumćlandi Úkraínumenn eru 29,6%, en 67,5% tala úkraínsku.

GAT gleypir viđ áróđri Evrópusambandsins og Bandaríkjanna, en um vonda samvizku ţeirra getur hann lesiđ hér í innleggi mínu á eftir grein Ţrastar Ólafssonar: http://www.visir.is/enginn-er-eyland/article/2015150829488

Og studdi GAT kannski loftárásir Frakka o.fl. á Líbýu rétt eins og Össur Skarphéđinsson og Katrín Jakobsdóttir? Var ţađ ađ virđa fullveldi og líf Líbýumanna? Var hann kannski hlynntur íhlutun Bandaríkjanna í Sýrlandi, sem á stóran ţátt í hörmungum landsmanna ţar (á bilinu 220–320.000 manns fallnir) og mesta flóttamannavandamáli samtímans?! – Skítt međ afstöđu GAT í ţví máli, sér hann ţađ samt ekki sem hrćsnisfullt af vesturveldunum, sem stóđu fyrir ţessu mannfjandsamlega bráđrćđi, ađ gagnrýna svo Rússland, sem ber ekki einu sinn sökina á falli allra ţessara 6.800 í Úkraínu? Og veit hann ekki einu sinni af ţví, ađ nú er vopnahlé í landinu? Á samt ríkisstjórninni ađ líđast ţađ ađ vinna um 1.000 sjómönnum okkar ţađ mikla tjón ađ spilla makríl- og lođnutekjum ţeirra? En jarm hans og rangtúlkanir gegn útgerđarfyrirtćkjum er ekki svaravert.

Hvernig er ţađ annars međ ţennan GAT, styđur hann kannski fríverzlunar­samning pólitísks bandamanns síns Össurar Skarphéđinssonar viđ harđstjórnar- og nýlenduveldiđ Kína? Heldur GAT, ađ á 2. hundrađ eđa fleiri munkar í Tíbet hafi brennt sig til bana í andófinu á ţessari öld gegn kúgunarvaldinu af ţví ađ ţeir hafi veriđ ađ gera ađ gamni sínu? Hefur hann heyrt af slíkum mótmćlum Krímbúa gegn sameiningu landsins viđ Rússland?


mbl.is „Ţetta eru ekki refsiađgerđir“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Eru níu af hverjum tíu Íslendingum andvígir ţátttöku í ţessum ţvingunum?

Jón Bjarni, 25.8.2015 kl. 10:39

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ég átta mig ekki á, hversu lágt ţú getur sett ţig JVJ. Fyrir ţađ fyrsta ađ koma ţví ađ, ađ GAT sé kominn af fólki sem efnađist á útgerđ, ţegar öllum var ţađ frjálst, á yfirborđinu alla vega. Eins ţađ, ađ 9 af hverjum 10 íslendingum séu andvígir ađgerđum NATO gagnvart Rússlandi. Albanía, sem hvorki er í NATO eđa ESB, er einnig komiđ á lista rússa. Máliđ er einfallt, rússar eiga ekki rúblu međ gati, ţetta veistu ofurvel, en ţráast viđ ađ viđurkenna ţađ. Nígería er sennilega mikilvćgari markađur en Rússland, ţar sem ţeir kaupa fisk, sem engin annar kaupir, ţurrkađa fiskafganga ásamt makríl og ofl. tegundum, af sömu orsökum og rússar, er sá markađur lokađur núna, no money, no honey.

Jónas Ómar Snorrason, 25.8.2015 kl. 11:02

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Léttvćgt er ţetta hjal ţitt, Jónas. Líttu svo til hins, ađ rétt eins og Fćreyingar og Grćnlendingar láta sér ekki til hugar koma ađ taka ţátt í ţessu fáránlega viđskiptastríđi, ţá er eins međ Tyrki, og eru ţeir ţó međlimir í NATO. Ţađ er engin nauđsyn ađ taka ţátt í ţessu, og Íslendingar almennt hafna ţví ekkert síđur en leiđarahöfundur Morgunblađsins fyrir ţremur dögum, ađ erlend og innlend stjórnvöld skuli leyfa sér ađ ćtlast til ţess, ađ Ísland beri hlutfallslega margfalt ţyngri byrđar, ţ.e. beri margfalt meira fjárhagstjón, vegna ţessara ađgerđa gegn Rússlandi heldur en ađrar ţjóđir. Leiđarinn sá er hér: 

Á Ísland ađ bera ţyngstu byrđarnar?

 

Jón Valur Jensson, 25.8.2015 kl. 13:09

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţar ađ auki hafa Rússar ekki reynzt okkur illa á ýmsum tímum á viđskiptasviđinu. Vitaskuld voru ţeir hér áđur fyrr ađ reyna ađ koma sér í mjúkinn hjá ţjóđinni pólitískt og skjóta međfram fótum undir innflutningsfyrirtćki (Mars Trading Co. o.m.fl.) sem seldu hér vörur frá Sovétríkjunum, en engu ađ síđur kom ţađ sér okkur frábćrlega vel, ađ međ fisksölu til Sovétríkjanna frá 1953 tókst okkur ađ snúast gegn ţvingunarađgerđum Breta sem lögđu á okkur löndunarbann ... vegna hvers? Jú, vegna stćkkunar landhelgi okkar úr ţremur mílum í fjórar áriđ 1952 -- ţvílík var grćđgi ţeirra í íslenzk fiskimiđ! og fjandskapurinn viđ okkur í verki, ekkert síđur en í Icesave-málinu (ţar sem evrókratar eins og Jón Bjarni hér ofar tóku afstöđu međ Bretum) og eins ţegar skellt var á okkur hryđjuverkalögum!

Í síđasta ţorskastríđinu, 1975-76, var ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar (Sjálfstćđisflokki) talin hafa tvö diplómatísk spil á hendi: annars vegar NATO-spiliđ (ađ hóta úrsögn, ef Bretar héldu áfram ofbeldi sinna herskipa í ísl. landhelgi) og hins vegar sovézka spiliđ, ţ.e. ađ geta leitađ (áfram) viđskipta viđ sovétmenn, eins og gert hafđi veriđ frá 1953.

(Um hörkuna í landhelgisstríđunum, ţar sem Bretar sendu ţrívegis flotadeildir öfugra herskipa til ađ berjast á mjög virkan hátt fyrir hagsmunum sínum, gegn okkar varđskipum, geta menn lesiđ ţessa athyglisverđu samantekt mína: Á ekki ađ standa međ vestrćnum "vinaţjóđum"?!)

Ţađ er ekkert ađ ţví, ađ viđ höldum áfram ađ hafa viđskipti viđ Rússland, ţótt evrókratar vilji reka okkur beint í fangiđ á ţví Evrópusambandi, sem árum saman hefur barizt gegn ţjóđarhagsmunum okkar, einkum í Icesave- og makrílmálunum. Evrókratar vilja, ađ afkoma okkar og eigin ráđ séu upp á náđ og miskunn ţessa stórveldasambands komin! Svo eru ţeir ţar ađ auki í bandalagi viđ Bandaríkin í ţessu Rússamáli, stórveldiđ sem stóđ fyrir valdaráni í Kiev!

Jón Valur Jensson, 25.8.2015 kl. 13:30

5 Smámynd: Jón Bjarni

Segđu mér Jón Valur - ert ţú ţeirrar skođunar ađ ESB (sem er friđarverđlaunahafi Nóbels) sé meiri ógn viđ heimsfriđinn en Rússland undir stjórn Pútíns (manns sem ţú hefur ítrekađ varađ viđ)

Jón Bjarni, 25.8.2015 kl. 14:15

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

 

Ekki tel ég Jasser Arafat hafa veriđ verđugan friđarverđlauna Nóbels. Ţađ sama á viđ um Evrópusambandiđ, sem mjög hefur komiđ ađ ófriđarmálum á seinni árum.

 

Jón Valur Jensson, 25.8.2015 kl. 14:49

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

 

Og bćtum viđ Barack Obama!

 

Jón Valur Jensson, 25.8.2015 kl. 14:50

8 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Hérna Jón, nú er ţér tíđrćtt um hvađa skođun menn og konur höfđu á Icesave I og II, ţví ekki hamast ţú á ţeim sem jú studdu Icesave III. Er ţađ svo í ţínum huga ađ ţeir sem studdu Icesave samningana yfirhöfuđ séu ţá međ öllu útlokađir frá allri almennri umrćđu, já og ađ hafa skođun á henni ?

Ég kaus međ Icesave, er á ţví ađ ţađ hefđi fariđ betur međ okkur en raun bar vitni, líkt og hefur komiđ í ljós međ ţrotabú LÍ. Ţá vćri nú ekki verra ađ fá upp úr kveđiđ hjá ţér hvađ ég mćtti hafa skođun á ? Jesú Krist ? Samkynhneigđ ? Homeblest (hvoru megin ?), SŢ , lambakjöti já, og Útvarpi Sögu. 

Hvađ finnst ţér ?

Sigfús Ómar Höskuldsson, 25.8.2015 kl. 15:07

9 Smámynd: Jón Bjarni

Viltu ţá meina ađ ESB og forverar ţess ađ hafi haft lítiđ ađ gera međ ţađ ađ koma á friđi í stórum hluta Evrópu? 

Hvernig kemur Arafat ţessu viđ?

Jón Bjarni, 25.8.2015 kl. 15:36

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, Sigfús Ómar, ég "hamast" víst á ţeim sem studdu Icesave III (Buchheit-samninginn)! enda var Ţjóđarheiđur, samtök gegn Icesave, gersamlega andvíg ţeim samningi eins og meiri hluti ţjóđarinnar, og gegn honum vann líka Samstađa ţjóđar gegn Icesave, sem ég og margir samherjar vorum í, en ţau samtök stóđu fyrir undirskriftum undir áskorun á forsetann ađ stađfesta ekki ţađ lagafrumvarp; undirskriftasöfnunin fór fram á vefnum Kjósum.is, en upp á ţví nafni hafđi ég stungiđ.

Reyndu ekki ađ vera ađ ţvćla umrćđunni hér út í önnur mál, sem eru hér ekki til umrćđu (sbr. skilmála innleggja í dálkinum til vinstri ofarlega). Í stađ ţess ađ eyđa tíma mínum í ađ svara slíkum innleggjum á ţessum ţrćđi, kasta ég ţeim út.

En ég get vel svarađ ţessu: Nei, ég lít ekki svo á, "ađ ţeir sem studdu Icesave-samningana yfirhöfuđ séu ţá međ öllu útlokađir frá allri almennri umrćđu." Hins vegar eru ţeir menn -- og ţú međtalinn -- ekki međ góđan feril ađ baki í ţví ađ standa međ lögvörđum réttindum ţjóđar okkar og mikilvćgustu hagmunum. Og freistađu ţess ekki ađ reyna ađ láta líta svo út sem ţrotabúsmál LÍ bendi á nokkurn hátt til ţess, ađ viđ hefđum átt ađ kjósa Icesave-smánarsamningana. Skađann af ýmsu ÖĐRU en af Icesave-málum LÍ (ţar sem viđ unnum sigur gegn vilja Jóhönnustjórnar) geturđu hinsvegar tilreiknađ Steingrími J. Sigfússyni og óréttmćtum gerđum hans okkur til tjóns.

Jón Valur Jensson, 25.8.2015 kl. 15:38

11 Smámynd: Jón Bjarni

Jón Valur - ef meirihluti Íslendinga vildu ganga aftur inn í Danmörku og Danir myndu koma ađ ţví "ferli" međ svipuđum hćtti og Rússar gerđu í Úkraínu - í kjölfariđ yrđi kosiđ um máliđ hér og međ einföldum meirihluta samţykkt ađ Ísland yrđi hluti af Danmörku - yrđir ţú sáttur viđ ţađ?

Og ert ţú ósammála eftirfarandi röksemd nóbelsnefndarinnar um ESB

"The decision highlighted the reconciliation of France and Germany, stating that "over a seventy-year period, Germany and France had fought three wars. Today war between Germany and France is unthinkable. This shows how, through well-aimed efforts and by building up mutual confidence, historical enemies can become close partners." The decision also highlighted the EU's contribution to the "introduction of democracy" in Greece, Spain and Portugal, the advancing of democracy and human rights in Turkey, the strengthening of democracy in Eastern Europe following the Revolutions of 1989 and overcoming of "the division between East and West" and ethnically based national conflicts, and finally the EU's contribution to the "process of reconciliation in the Balkans"

Jón Bjarni, 25.8.2015 kl. 15:44

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Jón Bjarni, ég tel, ađ ESB og forverar ţess (Kola- og stálsambandiđ og Efnahagsbandalag Evrópu) hafi haft lítiđ sem ekkert međ ţađ ađ gera ađ koma á friđi í stórum hluta Evrópu.

Ţađ voru, međ hersetiđ Ţýzkaland, ekki minnstu líkur á stríđi milli Frakklands og Ţýzkalands né milli annarra ríkja í álfunni, fyrir utan ógnina af Sovétríkjunum (sbr. íhlutun ţeirra í Grikklandi og ásćlni handbenda ţeirra (kommúnistaflokka) í innanríkispólitík Ítalíu og Frakklands. En ţađ var Norđur-Atlantshafsbandalagiđ, sem sá um ađ tryggja friđinn í Evrópu, ţ.e. vestan járntjalds, og koma í veg fyrir rússneska innrás á in đa önnur svćđi, frá stríđslokum og allt til borgarastríđsins í Júgóslavíu. Evrópusambandiđ gat ţar engan friđ tryggt (og gerđi ţađ ekki einu sinni, ţegar ţví gafst tćkifćri til, í Sreblnica), enda var ţetta uppáhalds-samband ţitt ekki međ neinn samhćfđan her né vopnabúr.

Menn tryggja ekki friđ međ blađri einu saman. Si vis pacem, para bellum, ţ.e.a.s.: Viljirđu friđ, ţarftu ađ vera viđbúinn ţví ađ ţurfa ađ heyja stríđ til ađ verja ţig og ţína.

Jón Valur Jensson, 25.8.2015 kl. 15:49

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţarna átti ađ standa:

... og koma í veg fyrir rússneska innrás á ein eđa önnur svćđi...

Jón Valur Jensson, 25.8.2015 kl. 15:50

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Jón Bjarni, ég yrđi aldrei sáttur viđ innlimun í Danmörku, hversu miklu fé sem einhverjir utanađkomandi hagsmunaađilar myndu dćla í ađ blekkja nógu marga međal ţjóđarinnar til ţess ađ samţykkja hana međ naumum meirihluta.

Ég tel, ađ til slíkrar róttćkrar stjórnarskrárbreytingar og ákvörđunar um fullveldisafsal eigi ađ krefjast mjög aukins meirihluta, eins og Norđmenn kveđa á um í sinni stjírnarskrá varđandi hlut Stórţingsins (og eins og jafnvel var kveđiđ á um varđandi uppsögn Sambandslagasáttmálans hjá okkur og Dönum). Ennfremur tel ég hikstalaust, ađ ţađ eigi ađ krefjast líka stóraukins meirihluta međal ţjóđarinnar sjálfrar (75% eđa a.m.k. um 67-70%) tilslíkrar ákvörđunar. (En ţetta vildi auđvitađ ekki ólögmćta "stjórnlagaráđiđ" hans ESB-Ţorvaldar Gylfasonar, hann og hans bandamenn vildu bara billegt fullveldisframsal hvenćr sem vćri í krafti ţess, ađ naumum meirihluta tćkist ađ merja slíkt í gegn, um leiđ og ţeir kumpánarnir gengu svo frá í 67. gr. tillagna sinna, ađ ţjóđin gćti ekki krafizt ţess ađ fá ađ ganga úr slíku stórveldasambandi!)

Ţessi enski texti ţinn ţarna í lokin er mikil og augljós "fegrun" mála og getur t.d. ekki tekiđ heiđurinn af Jóhanni Karli Spánarkonungi og spćnsku ţjóđinni ađ hafa endurreist sitt lýđrćđiskerfi.

Jón Valur Jensson, 25.8.2015 kl. 16:04

15 Smámynd: Jón Bjarni

Hafa einhver stríđsátök brotist út međal ESB ríkja og forvera ţess? Er ţađ ţá bara tilviljun? Og á sambandiđ engan ţátt í lýđrćđisumbótum í t.d. fyrrum ríkjum Sovíetríkjanna og á Balkanskaga - hefur Mannréttindasáttmálinn ekki heldur haft neitt ađ segja?

Hvađ međ ef Danmörk myndi innlima hluta Íslands, ef meirihluti íbúa á svćđinu óskađi ţess? 

Jón Bjarni, 25.8.2015 kl. 16:11

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, ţađ er engin tilviljun (svar viđ 1. spurningu innleggsins kl. 16.11), ţađ var ekkert tilefni til stríđs nema reyndar hjá Grikkjum og Tyrkjum vegna Kýpur. En friđurinn var ekki býrókrötum í Brussel ađ ţakka, ţađ er af og frá.

Mannréttindasáttmáli Evrópu er verk Evrópuráđsins, ekki ESB.

Ég er búinn ađ svara lokaspurningu ţinni. Fć ég nú FRIĐ frá ţér?

Jón Valur Jensson, 25.8.2015 kl. 16:16

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Geri nú hlé á umrćđum.

Jón Valur Jensson, 25.8.2015 kl. 16:34

18 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

En ertu ekkert ađ taka ţađ til, ađ rússar eigi ekki rúblu međ gati eins og stađa ţeirra er nú, og hefur veriđ undanfarna mánuđi amk.

Jónas Ómar Snorrason, 25.8.2015 kl. 23:41

19 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Sérđu ekki samhengiđ JVJ. Ef ţú átt ekki pening, ferđu ţá út í búđ ađ versla, held ekki!!!

Jónas Ómar Snorrason, 25.8.2015 kl. 23:47

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hćttu ţessu rugli, Jónas, ţú hefur ekki tilfćrt neinar heimildir um ţađ, hver fjárráđ Rússa séu.

Jón Valur Jensson, 25.8.2015 kl. 23:48

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jónas fór hér ekki ađ skilmálum innleggja í dónalegri aths. sinni kl. 0:14, og var hún ţví svćfđ svefninum langa.

Jón Valur Jensson, 26.8.2015 kl. 00:23

22 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ég andmćli, ađ um dónlega athugasemd hafi veriđ ađ rćđa JVJ, og hvet síđuhöfund ađ leggja í dóm lesenda.

Jónas Ómar Snorrason, 26.8.2015 kl. 00:41

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég get leyft ţér ađ kalla mig "blindan", eins og ţú gerđir, en ađ bera upp á mig heimsku, ţađ felli ég undir "dónalegar eđa óheflađar persónuárásir", sbr. skilmála innleggja í vinstra dáki hér ofarlega. Reyndu framvegis ađ haga ţér vel.

Jón Valur Jensson, 26.8.2015 kl. 00:54

24 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Margir hafa komiđ ađ máli viđ mig og viljađ ţakkađ ţér Jón Valur baráttu ţína í ţágu íslensku ţjóđarinnar. Hver einasta setning ţín í ţessum pistli hér er fullkomlega sönn. Ţađ sem okkur sjálfstćđissinna vantar tilfinnanlega,(eftir ađ sjá einu sinni enn háttsetta! liggja marflata fyrir einhverskonar óskilgreindu efli hríđfallandi esb),er stafesta menn eins og ţig í forystu.Kveđja.  

Helga Kristjánsdóttir, 26.8.2015 kl. 01:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband