Lygin sett í öndvegi í Rúv: Barghouti lýgur rétt eins og Sveinn Rúnar Hauksson ...

Hinn palestínski Mustafa Barghouti var nánast  tekinn í dýrlinga­tölu af frétta­manni Rúv, sem hamazt hefur gegn Ísrael í hálfan fjórđa áratug. Í hádeginu í gćr kallađi Ţorv. Friđriksson enn til ţennan einkavin sem laug ţví, ađ "hernám Ísraelsstjórnar" á Palestínu "sé orđiđ hiđ lengsta í nútímasögunni."

Bargouti lýgur hér rétt eins og Sveinn Rúnar Hauksson gerđi um áriđ, mađur Bjarkar V. Ég svarađi grein Sveins Rúnars um ţetta međ minni eigin Morgun­blađs­grein sem sýndi fram á, ađ lengsta hernám samtímans er grimmdar­hernám Kína á Tíbet. Grein mín birtist 13. des. 2004 og er hér í heild, en aldrei gat Sveinn Rúnar svarađ henni, hvađ ţá hrakiđ hana:

LENGSTA HERNÁMIĐ: TÍBET EĐA PALESTÍNA?

Sveinn Rúnar Hauksson skrifađi hér grein 1. desember um sjálfstćđismál Palestínuaraba. Ţar hnaut ég um eftirfarandi orđ: "Hernám Palestínu er orđiđ langvinnara en nokkurt annađ í síđari tíma sögu mannkyns." Viđ ţessa setningu verđ ég ađ gera ţá athugasemd, ađ ţetta stenzt engan veginn. Hernám Vestur­bakkans hefur varađ frá 1967 (Sex daga stríđinu), en Tíbets allt frá 1949-51 ţegar kínverska kommúnistastjórnin lagđi landiđ undir sig. Undarlegt ađ geta gleymt ţessu! Ástćđan er ekki sú ađ ţeir landvinningar hafi gengiđ ljúflega fyrir sig, öđru nćr. Allar ţjóđir, sem nú draga andann, ađ Darfúr­mönnum undan­teknum, myndu prísa sig sćlar yfir hlutskipti sínu í samanburđi viđ ţćr ţjáningar sem hin friđsama ţjóđ Tíbeta varđ ađ ţola af hendi innrásarhersins og síđar ofstćkisfullra Rauđra varđliđa og annarra ofsćkjenda áratugum saman.

Sveinn Rúnar hefur áđur, í viđtali í Útvarpi Sögu í maí 2003, talađ á sömu nótum, jafnvel í enn ýktari mynd. Ţar sagđi hann ađ hernám Ísraels á Vesturbakkanum vćri "lengsta hernám sögunnar" og "grimmasta hernám sögunnar," og er hvort tveggja fjarri lagi. Harđsvírađ hernám Sovétmanna á Eystrasaltslöndunum hafđi t.d. varađ rúma hálfa öld ţegar ţví loksins linnti um 1991, og til eru mun stćrri dćmi, bćđi frá nýlendutímanum og allt frá fornöld. (Naumast ţarf ađ taka fram ađ međ ţessari grein er ekki sagt eitt aukatekiđ orđ gegn ţví ađ Palestínumenn eigi ađ njóta réttlćtis.) Hvađ grimmdina snertir megum viđ minnast ţess ađ mannfall í hernámi Sovétmanna á Afganistan 1979-89 nam 1,5-1,6 milljónum manna, enn fleiri sćrđust, og 5-6 milljónir hröktust í útlegđ, sem olli stćrsta flóttamannavandamáli í sögu SŢ. Samt var ţetta lítiđ hlutfallslega miđađ viđ ađfarir Kínverja í Tíbet, eins og lesa má um í Le livre noir du Communisme (svartbók kommúnismans) o.fl. heimildum.

Alger undirokun ţjóđar

Hálfur 8.000 manna her Tíbets var stráfelldur strax í byrjun. Milli 10 og 20% ţjóđarinnar (a.m.k. um 432.000 manns) og jafnvel allt ađ 700.000 hafa falliđ í árásum "Ţjóđfrelsishersins" kínverska og annarra ofbeldismanna ţađan, ţ.m.t. um 70.000 manns vegna hungursneyđar af mannavöldum 1959-63 og um 173.000 (skv. leyniţjónustu Dalai Lama) í fangabúđunum 166, sem ţekktar eru, en ţađan sluppu sárafáir lifandi. Heil munkasamfélög voru send í kolanámurnar. Vart er til sú fjölskylda í landinu sem sér ekki á bak ástvini sínum. Austur- og N-Tíbet (hálft landiđ) var innlimađ í héröđ í Kína og fólk ţar beitt enn meiri hörku en á "sjálf­stjórnarsvćđinu Tíbet" í vesturhlutanum. Fjöldi Kínverja var fluttur inn, ţar af um 300.000 til V-Tíbets, 2/3 ţeirra hermenn, og gerđi ţađ, ásamt međ ţjóđnýtingu og niđurbroti landbúnađarhátta, lífsafkomu Tíbeta enn erfiđari en ella. "Stóra stökkiđ fram á viđ" og "Menningarbyltingin" léku ţjóđina grimmilega, m.a. var óheyrilegu magni menningarverđmćta eytt, yfir 6.000 helgistöđum lokađ eđa ţeim breytt í annađ, styttur brćddar upp í hundrađa tonna tali, myndum og handritum rćnt eđa ţeim tortímt, og var sú eyđing margfalt hrćđilegri en sú sem talíbanar stóđu fyrir í öđru Miđ-Asíulandi, Afganistan. Um 100.000 manns tókst ađ flýja land, ţ.m.t. um hálfri forystusveit ţjóđarinnar og leiđtoga hennar, Dalai Lama. Mandarín-kínverska var til 1979 eina tungumáliđ sem leyft var viđ kennslu í skólum landsins. Tíbezkar konur á barneignaaldri ţora naumast ađ fara á sjúkrahús af ótta viđ fóstureyđingu eđa geldingu. Ţegar Hu Jaobang, ađalritari kínverska kommúnistaflokksins, sótti höfuđborgina Lhasa heim 1980, ofbauđ honum svo örbirgđin og gjáin milli Tíbeta og Han-Kínverja ţar, ađ hann kallađi ţađ "hreina og slétta nýlendustefnu".

Heildarfjöldi fallinna Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza kemst sem betur fer ekki nema örlítiđ í áttina til ţeirra skelfilegu talna sem hér mátti lesa.

Hjarta okkar nćrri?

Hvađ veldur ţögn okkar um hlutskipti Tíbeta? Ekki gott atlćti ţeirra, svo mikiđ er víst. Ţađ vćri stór ávinningur fyrir málstađ Tíbets ef ţađ fengi ţótt ekki vćri nema brotabrot af ţeirri athygli sem Palestína fćr í fréttaflutningi fjölmiđla. Ástćđa vanrćkslunnar getur hvorki veriđ sú ađ Kínverjar eigi neitt inni hjá okkur né ađ Tíbetar hafi gert öđrum ţjóđum neitt til miska. Ef íslenzkir friđarsinnar vilja virkilega finna dćmi um ţjóđ sem á sér langa friđarhefđ og lagt hefur stund á ofbeldislaust líferni - eđa sýna samstöđu međ fólki sem nánast varnarlaust var knosađ og svívirt undir hernađarhćl stórveldis, ţá eru ţađ Tíbetar sem ćttu ađ standa okkur einna nćst hjarta. 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

En Katrín Jakobsdóttir er enn iđin viđ kolann, vill á Alţingi halda til streitu hinni gömlu og nýju ásókn vinstri manna gegn lýđrćđisríkinu Ísrael. Fari hún bara glöđ ofan í kviksyndiđ međ Degi B. ef hún endilega vill !


mbl.is Vilja ađ vörur frá hernumdu svćđunum verđi merktar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sćll Jón

Mig minnir endilega ađ fyrir nokkrum árum hafir ţú veriđ einn stađfastra fylgismanna Bandaríkjamanna, en síđar snúist hugur - en kannski er ţađ ađeins minni mitt sem hriktir eitthvađ í.

Burtséđ frá öllum "afrekum" Bandaríkjamanna, ţá held ég ađ ţú ćttir ađ leggjast í ferđalög og heimsćkja Kína og Tíbet, ef heilsa ţín leyfir.

Ţađ er svo ţreytandi ađ lesa áróđur og illmćlgi einhvers um hluti sem hann veit greinilega ekkert annađ um, en spuna sem hann er fóđrađur á.

Jónatan Karlsson, 22.9.2015 kl. 07:15

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stćrilátur ertu, Jónatan, ađ skrifa ţannig (og skrifa ekki -- rök öll skortir!) um málefni Tíbets og Kína. Ég rćđ ţér ađ fara inn á vefmöppu mína: Tíbet, Kína, Taívan , ţar sem ţú getur lesiđ ótal uppl. um ţau mál (o.fl. Kínamál) í 100 greinum og fćrslum!* Ekki fór ég í baráttu fyrir réttlćti í Tíbet og frelsi landsins (m.a. sem einn stofnenda og 1. ritari félagsins Vinir Tíbets) til ađ byggja ţar á neinum "spuna" eđa til ađ framreiđa ţar "áróđur og illmćlgi". Ţađ versta, sem um kínverska kommúnista verđur sagt, er ađ segja um ţá sannleikann.

Svo ađ ég grípi einhvers stađar niđur, geturđu t.d. litiđ á ţessar greinar:

Frábćr grein Kristbjargar Ţórisdóttur um Tíbet – og um okkur Íslendinga!

Tíbetar snuđađir um stuđning hjá varaţingmanni međ snautlegum hćtti

Hvađ segja Íslendingar um sjálfstćđi Tíbets?

Tíbet – fréttavaktin

Úr Reykjavíkurbréfi um Tíbet: af hörmungum ţjóđar

Ríkisstjórnin ţarfnast ţrýstings almennra borgara, frá ŢÉR og okkur, til ađ standa í alvöru međ Tíbetum

* Hér eru t.d. elztu pistlarnir í möppunni (ţótt ég hafi áđur skrifađ um ţau mál), pistlar nr. 91-100 (héđan frá taliđ): http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/category/1867/?offset=90

Jón Valur Jensson, 22.9.2015 kl. 10:37

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skođanakönnun var á vef Útvarps Sögu í 1 sólarhring, til hádegis í dag, og spurt: Treystir ţú borgarstjóra? Niđurstađan er sláandi: 

1251 tók ţátt í könnunnni.

NEI sögđu 79,9%, Já sögđu ađeins 18,7%. Hlutlausir: 1,4%

Í nýrri könnun ţar er spurt:

Treystir ţú ríkisstjórninni í innflytjendamálum?

Jón Valur Jensson, 22.9.2015 kl. 12:03

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvađ er Jónatan ađ segja,? ţađ ađ hafi mađur fyrir nokkrm árum veriđ fylgismađur BNA.og síđan snúist hugur,sé hann ómarktćkur eđa hvađ.Hvađa manneskja í heiminum sér ekki hnignunina eftir ađ Óbama,tók viđ völdum? Ţađ er engu ađ dást ađ í pólitíkskum efnum og ţađ segja menn strax og sína ćrlegheit sín. 

Helga Kristjánsdóttir, 22.9.2015 kl. 19:05

5 Smámynd: Ţorsteinn Siglaugsson

Framferđi Kínverja í Tíbet er svo sannarlega viđbjóđslegt. En ég efast ţó um ađ rétt sé ađ kalla Tíbet hernámssvćđi. Landiđ var innlimađ í Kína og er nú sjálfstjórnarhérađ innan kínverska ríkisins. Sjálfur er ég ţeirrar skođunar ađ innlimun Tíbets hafi veriđ algerlega óréttmćt. En hernámssvćđi er ţađ ekki.

Ţorsteinn Siglaugsson, 22.9.2015 kl. 23:52

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Víst er ţađ hernámssvćđi, kínverskir hermenn ţar úti um allt, jafnvel uppi í Himalayafjöllum til ađ gćta ţess, ađ menn flýi ekki landiđ -- og hafa skotiđ menn á fćri, sem hafa reynt ţađ.

Einkennilegt af ţér svona góđum manni ađ taka mark á pappírstilbúningi kúgaranna til ađ réttlćta (!!!) innlimun í Kína. Ţeir m.a.s. skáru stór heröđ af frá Tíbet, áđur en ţeir lýstu svo afgang landsins "sjálfstjórnarhérađ", en ţađ orđ er ekki einu sinni fyndin skrýtla, heldur ljót LYGI manna međ blóđ Tíbeta á höndunum.

Og enn eru tíbezkir munkar ađ brenna sig til bana til ađ vekja athygli heimsins á kúguninni og ţjóđernishreinsununum. Ţeir hefđu sannarlega ekki ţakka ţér "eirenískt" svar sem ţetta áđan.

Jón Valur Jensson, 23.9.2015 kl. 00:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband