Kaldaljós

Ţađ er sannarlega kominn tími til ađ ţakka Sjónvarpi Rúv fyrir íslenzka bíósumariđ og sýningu langrar rađar af kvikmyndum okkar helztu manna, margra hverra frábćrra.

Kaldaljós er ein ţeirra, mynd Hilmars Oddssonar, byggđ á skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur. Draumar, hugsjón og námsferill listamanns spilar ţar stóran ţátt í verkinu, en dramatíkin međ fallegri, en hrárri og nakinni náttúrunni, ógnvćnlegt hugbođ um yfirvofandi örlög ... og síđan snjóflóđiđ sem olli ţví ađ tilvera drengsins í myndinni hrundi, allt er ţetta miđdepill sögunnar í reynd, mótandi sögumanninn ćvina fram, en á ţessu tekiđ nćrfćrnum höndum og fallega og snertir svo viđ mönnum ađ ţar er eins og safnist saman öll sorg Íslendinga yfir snjófljóđunum miklu á Vestfjörđum, fyrir norđan og austan. 

Upptökustađurinn er einkum Seyđisfjörđur (ekki Neskaupstađur) og svo Reykjavík. Á Seyđisfirđi var ég til sjós 1973 og allt sumariđ 1975, en síđar fyrir vestan og hef mína tilfinningu fyrir fábreyttu lífinu og ţó heillandi viđ sjóinn í skjóli hárra fjalla, sem stytta ţó sólarganginn og geta brugđiđ sér í verstu illvćtta líki.

Fjölskyldugerđin á ćskuheimilinu er kunnugleg, móđirin veitandi og gefandi (Ţórey Sigţórsdóttir frábćr), en fađirinn, trillukarl (Valdimar Örn Flygenring), minna viđ og fámálli. Börn ţeirra, systkinin ungu, leika hlutverk sín afar vel, og ţađ sama er um hina dularfullu einbúa-konu ađ segja (Kristbjörg Kjeld fekk Edduverđlaun fyrir ţađ bezta aukahlutverk ársins 2004). Fullorđinn er sonurinn leikinn af Ingvari E. Sigurđssyni, međ meistaratöktum, enda valinn bezti leikarinn á Edduverđlaunahátíđinni 2004. Hann fer afar trúverđuglega međ hlutverk hins dula, harmi ţrungna eftirlifanda sem á erfitt međ ađ fóta sig gagnvart ábyrgđ og föđurhlutverki, en finnur sig og hamingjuna aftur ađ lokum.

Fyrir leikstjórn sína hlaut Hilmar Oddsson einnig Edduverđlaun, Sigurđur Sverrir Pálsson sömuleiđis fyrir bezta hljóđ og mynd (hnökralaust, ólíkt mörgum eldri myndum okkar) og Kaldaljós valin mynd ársins. Og ég ţakka góđa kvöldstund yfir vel gerđri mynd sem ég hafđi aldrei séđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband