Um landsfund Sjálfstćđisflokksins sem snerist gegn kristnum og traustum gildum

30.000 manns eru sagđir á fé­laga­tali í Valhöll. En illa fór á lands­fundi, öfga­viđhorf samţykkt i lange baner,* íhaldsmenn og kristnir orđnir athvarfslausir og erfitt úr ađ bćta.

Ţađ er jú erfitt -- ţér ađ segja:

      30.000 manna verk

ađ lagfćra óknytti eitthundrađ peyja

og ćstra femínista-greyja;

      alveg ég fć af ţví upp í kverk.

 

* Dćmi um mál sem einkum Heimdellingum tókst ađ fá samţykkt sem stefnu flokksins: Líknardráp! Stađgöngumćđrun! "Ţađ er sjálfsagt mál ađ konur hafi fullt forrćđi yfir eigin líkama." "Ađskilnađur ríkis og kirkju". "Sjálfstćđis­flokkur­inn á ađ vera áfram leiđandi í málefnum samkynhneigđra." Áherzla á rétt trans- og intersex-fólks. "Sjálfstćđis­flokkurinn hvetur eindregiđ til ţess ađ Blóđbankinn endurskođi afstöđu sína gagnvart ţeim hópi fólks sem gefa megi blóđ án ţess ađ mismuna á grundvelli kynhneigđar."

Hér eru ýmis öfgamálefnin, mörg hver úr vinstri herbúđum, skyndilega orđin áherzlumál ţessa arftaka gamla Íhaldsflokksins (mun fleiri ţingmenn komu úr honum en Frjáls­lynda flokknum viđ stofnun Sjálfstćđis­flokksins). Og eins og Styrmir Gunnarsson hefur bent á, naut flokkurinn stuđnings margra nafnkenndra kristinna manna um miđbik 20. aldar, ţađ hafđi ţá mótandi áhrif á stefnu hans; m.a. var hann ţá leiđandi um ađ koma á fót Félagsmálastofnun Reykjavíkur­borgar. Nú er ekki ađ sjá, ađ forysta flokksins telji vert ađ heiđra og virđa kristna stefnu í neinu sem skiptir máli. Kristnir menn og íhaldssamir verđa ađ horfa í ađra átt.

Ennfremur er í raun fátt sem skilur stefnu lands­fundarins frá stefnu vinstri flokk­anna í innflytj­endamálum. En af ţví ađ minnzt er á ţau mál og nauđsynlegt er ađ líta til reynslu annarra ţjóđa á ţví sviđi, er tilvaliđ ađ benda hér á frábćrlega upplýsandi grein Rúnars Kristjánssonar á Skagaströnd: Stađreyndir um stöđu innflytjendamála í Svíţjóđ ! -- Sbr. einnig hér: Rótin ađ vandanum sem nú er vaxinn Svíum yfir höfuđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband